Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 18

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 18
Matthías Þórðarson Sveinbjörn Egilsson ritstj. Ægis 6 fyrstu árin. ritstj. Ægis til 1937. V.------------------------' MATTHÍAS ÞÓRDARSOA — dttrœður — Matthías Þórðarson, rithöfundur og fv. ritstjóri er fæddur í Móum á Kjalarnesi 1. júlí 1872. Foreldrar hans voru Þórður Runólfsson hreppstjóri frá Saurbæ á Kjal- arnesi og kona hans Áslríður Jochums- dóttir frá Skógum í Reykhólasveit, systir síra Matthíasar skálds og þeirra systkina. M. var næstelztur 5 systkina, er upp kom- ust, yngstur var Björn dr. juris, fv. f'or- sætisráðherra í Reykjavík. M. ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hann var 16 ára gamall, og naut al- mennrar menntunar í unglinga- og gagn- fræðaskóla. Árið 1890 tók hann stýri- mannapróf við Stýrimannaskólann í Reykjavík, þá 18 ára gamall. Tæpra 20 ára að aldri. árið 1892, varð hann skip- stjóri næstu árin til 1899. Veturinn 1894 —95 dvaldi M. í Khöfn og lagði stund á hafdýrafræði og ýmislegt, er snerti rann- sóknir á hafinu, straumum og plöntuvexti ofl. Árið 1899 var M. ráðinn af hinu danska flotamálaráðuneyti, sem aðstoðar- maður við dýptarmælingar og kortagjörð við Austur- og Norðurströnd Islands, og í hafinu milli Islands og Grænlands, og var við þessi störf í tvö sumur. Síðan varð hann aðstoðarmaður við landhelgisgæzl- una við ísland í 7 sumur með beitiskip- inu „Heklu“ og fleiri skipurn í danska sjó- hernum, til 1909, er hann sagði starfinu lausu og hóf útgerð á mótorbátum og verzl- un i Sandgerði á Miðnesi, er hann svo rak í nokkur ár. Árið 1913 seldi M. verzl- un og útgerð í Sandgerði og réðst sem fiskverzlunarráðunautur (Fiskeri Konsu lent) Fiskiifélags íslands með heimilsfang í Liverpool í Englandi, og var þar til hann sakir ófriðarins hætti starfinu 1916 og flutti til Danmerkur, þar sem hann, að mestu, hefur dvalið síðan og búið í Char- lottenlund. Fyrstu árin, er M. bjó í Danmörku, hafði hann umsjón með byggingu á mótor- bátum og viðgerð á togurum fyrir útgerð- armenn heima og annaðist sölu á ísl. sjávarafurðum o. s. frv. Verzlunarstöðina Keflavík keypti hann af verilunarfélaginu H. P. Duus og rak þar verzlun i tvö ár — 1920—22 — og gerði þar ýmsar endurbæt- ur á húsum, bryggju og fiskverkunarstöð- um, en tapaði þar mest öllu fé sínu, og flutti þá aftur til Danmerkur. Árið 1923 hóf M. umboðsverzlun í ifé- lagi við skipstjóra, Árna Riis, undir nafni félags, sem kallaðist „Islands Kompani." Þessi félagsskapur gekk vel, en hluttáka í síldveiði með ísl. útgerðarmanni, varð orsök til þess, að félagið sá sér ekki fært að halda áfram verzlxmarrekstri og gjörði full reikningsskil og, hætti starfinu 1928. Þar sem M. frá' æskuárum sínum hafði stundað fiskveiðar við Island, og seinna tekið þátt í dýptarmælingum og hafrann- sóknum við strendur landsins og síðast aðstoð.að við landhelgisgæzluna í nokkur ár, hafði hann öðlast meiri þekkingu á þessu sviði en almennt eru tök á. Að öðru leyti sýndi hann einnig áhuga fyrir mál- efnum fiskimanna. Hann stofnaði fisk- veiðaritið „Ægir“ 1905 og var ritstjóri þess í nokkur ár. Vann að stofnun „Fiski- félagsins“ og var formaður þess í tvö ár. Svo tók hann þátt í stofnun nokkurra tog- arafélaga og var hluthafi í þeim í nokkur ár. I tJtgerðarmannafélaginu, Skipstjóra- félaginu „Aldan“ og fleiri félögum var hann einnig meðlimur. Fiskveiðar annarra þjóða og verzlun kynnti hann sér eftir föngum. Veturinn 1903 ferðaðist hann um norðanverðan Noreg, til að kynna sér fisk- veiðar Norðmanna og skrifaði skýrslu um þá ferð í Andvara árið eftir. Árið 1909 ferðaðist hann með styrk frá stjórninni til Frakklands, Spánar og Italíu til að kynna sér fiskmarkaðinn. Um Suður- og Miðevrópu ferðaðist hann 1929 til að rannsaka möguleika með verzlun á sílcl m. m. og skrifaði ýtarlega skýrslu um þessa ferð, og sumarið 1937 ferðaðist hann til Vestur-Grænlands til að kynna sér fiskveiðar þar og í Davisflóanum. Um ferð þessa skrifar hann i „Aarbog for Fiskeri“ 1938. Þess má ennfremur geta, að 1928 var í Khöfn stofnað félag, sem hafði á stefnuskrá sinni að gera Græn- land frjálst, binda endi á einokunarverzl- unina og leyfa dönskmn og islenzkum mönnum að reka þar atvinnu m. fl. Var M. kosinn í stjórn þessa félags á stofn- fundi og var í þeirri stjórn í 10 ár. Stærsti og merkasti þáttur í athafnalífi M. hafa þó verið ritstörf hans og skal hér getið hins helzta: Á árinu 1899—1914

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.