Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 22

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 22
Ölafur B. Bjömsson: Þættir úr sögu Akraness, V. 38. HVERSll AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 82. Marbakki. (framhald). Jóhanna mun hafa verið gjörvuleg kona ásýndum og vel verki farin, t. d. ágæt saumakona. En hún mun hafa þótt nokk- uð laus i rásinni og gefin fyrir karlmenn- ina, ef marka má af því að hafa átt böm með fjórum mönmnn. Sagt er, að hrepp- stjórinn í Kolbeinsstáðahreppi, Sigurður Helgason, fyrrnefndur, faðir síra Helga, hafi átt að gera þessa vísu um Jóhönnu: Fallega Jóka fötin sker, sem fagrir saumar prýða. En stakkinn handa sjálfri sér sizt hún kann að sníða. Hvort sem vísan er eftir Sigurð, eða hún hefur verið kveðin af öðrum í hans orða stað, gæti hún — svo vel gerð sem hún er — verið eftir Sigurð, því að hann var talinn vel skáldmæltur. Magnús Einarsson mun vera á Mar- bakka til ársins 1889. Árið áður en hann flytur að Marbakka var hann á Litlu- Gnmd, en eftir að hann fer frá Marbakka, flytur hann að Bakka, og þaðan flytja þau hjón svo til Ameríku árið 1893. Bróðir Magnúsar á Marbakka, var Ól- afur Einarsson, frá Tungu i Svínadal, er drukknaði með Halldóri snikkara 23. nóv. 1880. Magnús Einarsson hefur sjálfsagt verið allvel greindur og eftir atvikum minnug- ur. Má sjá það á nokkrum endurminn- inginn, er hann ritar í Ingberg 29. maí 1930, þá nær áttræður að aldri. Að von- um hafa slæðst þar inn margar villur, þar sem eingöngu er stuðzt við minnið, en í þessari ritgerð gerir hann grein fyrir mjög mörgum búendum á svæðinu utan Skarðsheiðar, frá því fyrst hann man eftir sér og til þess er hann flytur til Vesturheims. Magnús er fæddur í Steinsholti 8. sept. 1853 og skírður sama dag, af sr. Jakobi Finnbogasyni á Melum, (föður sr. Þorvaldar Jakobssonar, sem enn er á lífi og elzti prestvígður maður í land- inu nú. en sr. Þorvaldur er faðir Finn- boga Rúts Þorvaldssonar verkfræðings). Þessar endurminningar Magnúsar eru prentaðar í „SELSKINNU" 1948, með mikilsverðum viðaukum og leiðréttingum Ásmundar Gestssonar og Ólafs Þorsteins- sonar og með formálsorðum Snæbjarnar Jónssonar. Þrátt fyrir þessar leiðréttingar eru enn nokkrar villur í „SELSKINNU,“ og vil ég hér með leiðrétta þær, fyrst hér gefst tilefni til. Á bls. 135 er talað um Guðrúnu, systur Erlendar í Teigakoti á Álftanesi, (á að vera Akranesi). Á bls. 140 er sagt, að kona sr. Odds Sveinssonar á Rafnseyri hafi heitið Þórunn, en á að vera Þóra. Á bls. 141 er talað um Innra- Vog, en á að vera Innsti-Vogur. Á sömu síðu er og talað um Jón og Halldóru i Yztuhúsum, en á að vera i Hjallhúsi. Efst á bls. 142 er í sambandi við Hlið talað um Sigmund og Þóru össur, (sem lik- lega á að vera kona Sigmundar), en þar mun eiga að vera Ólöf, en svo hét síðari kona Sigmundar. Neðst á sömu bls. er talað um Einar Einarsson og Gunnhildi í Nýjabæ. Ef hér er átt við Gunnhildi ljós- móður og mann hennar, ætti þarna að standa Einar Þorvarðarson. Ef hins vegar er átt við Einar Einarsson son þeirra, sem bjó eftir þau í Nýjabæ, hét kona hans ekki Gunnhildur, heldur Guðrún, dóttir Jóns bónda Þórðarsonar í Norðtungu. Þetta eru helztu villurnar, að því er tekur til Akraness og nágrennis, en að auki eru ályktanir Magnúsar í niðurlagi greinarinnar, í sambandi við verzlun á Akranesi á þessu timabili alveg fráleitar. Hafa fyrrnefndir menn gert því atriði allgóð skil í athugasemdum sinum og tel ég því ekki þörf að fara um það frekari orðinn hér. Eftir Magnús Einarsson og sr. Helga, kemur að Marbakka 1899, mikill dugnað- armaður, Magnús Helgason og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Þau voru hin mestu myndarhjón og dugnaðarfólk en fátæk, enda var þá og hafði verið hin mestu erf- iðleika- og harðindaár. Guðrún var vel greind, vel vinnandi og hin glæsilegasta kona. Samvista þeirra hjóna naut ekki lengi, því að hann druknaði eins og fleiri Akumesingar, fyrr og síðar. Skeði það rétt við bæjardyr Guðrúnar og barnanna, þvi að hann dmkknaði í Krókasundi, hinn 5. maí 1894. Er þeirra hjóna og bama þeirra getið nokkuð rækilegar í 8-—9 tbl. 1947- Eins sonar þeirra er þó ekki getið. Hann hét Helgi, og drukknaði 8. marz 1902, hinn efnilegasti maður og sárt saknað af mæddri móður og systkinum. Þannig fóru þar feðgamir í sjóinn. Jón á Haukagili orti falleg eftirmæli undir nafni móður- innar. Þau eru birt í 7—8. tbl. 1951, en þar er Helgi þessi (neðanmáls) ranglega talinn hálfbróðir Guðmimdar Narfasonar. Með Magnúsi Helgasyni dmkknuðu þessir menn: Gamalíel Guðmundsson Marbakka 34 ára. Kristinn Guðmundsson frá Götuhúsum 23 ára. Jón og Bjami Halldórssynir frá Brúar- reykjum, sá fyrrnefndi 24 ára, en sá síð- ari 21 árs. Magnús Helgason kemur örlítið við sögu kirkjufærslumálsins frá Görðum, og skal þess því lítillega minnst hér. Árið 1882 var því fyrst hreyft hér í Æfingafé- laginu, að flytja kirkjuna frá Görðum of- an í Skagann, en það var gert af Snæbirni Þorvaldssyni, sem lengi hélt þvi máli vak- andi af miklum áhuga og dugnaði. Þetta mál var lengi á döfinni og sótt af hinu mesta kappi. Árið 1891, 2 og 3, lá Æf- ingafélagið svo að segja niðri, og liggur þá kirkjufærslumálið niðri líka. I ársbyrjun 1894 vaknar félagið aftur til lífsins og hefur starf af miklu kappi og eru haldnir þéttir fundir. 21. janúar vekur Magnús Helgason málið upp að nýju og skrifar langa greinargerð og tillögu, er hann legg- ur fyrir fund þennan dag, en skjalið er dags. á Marbakka 19. janúar. Þama ræðir Magnús ekki aðeins kirkjufærsluna, held- ur samhliða og engu síður hvar hin nýja kirkja eigi að standa. Hann segir að það muni allmargir vera þeirrar skoðunar að kirkjan eigi að standa á sinni eigin lóð, t. d. Kirkjuvallalóðinni, en honum finnst það ekki lýsa miklum fegurðarsmekk að reisa vandað skrautlegt Guðshús innan um torfkofana, sem séu á kirkjulóðinni. Hann gerir lítið úr skoðunum þeirra, sem ekki þori að velja henni stað neðar á Skag- anum vegna þess hve lóð þar muni verða dýr. Magnús ræðir svo um ýmsa staði, sem komið hafi til greina, en niðurstaða hans er, að það muni vera í alla staði heppilegt, að reisa hina nýju kirkju, þar sem Sandabær; sé „það er nokkuð nærri miðjum Skaganum eftir breidd hans, líka er gott útsýni þaðan í allar áttir, einnig langt frá öllum kotum eftir því, sem hér getur gerzt. Þá er ég lika viss um, að hún yrði svo há, að allur Skaginn lyti henni. önnur er líka mín meining, að sá maður, sem á þar lóð, mundi ekki selja hana með okurs verði ef hún annars væri föl.“ Þetta er upphaf kirkjufærslmnálsins í síðustu lotunni, finnst mér því rétt að geta hér hins ríka áhuga Magnúsar Helga- sonar í þessu máli. Er auðheyrt, að honum er þetta hjartans mál, og að hann gerir sig ekki ánægðan með neitt litið eða lág- kúrulegt í sambandi við hina væntanlegu kirkju. En Magnúsi entist ekki aldur, til að fylgja þessu máli eftir eða flýta fyrir framgangi þess, því að hann drukknaði þetta sama vor eins og áður er sagt. Árið 1894 er Hallgrímur Tómásson líka á Marbakka. Árið 1895 kemur þangað Ármann Þórð- arson frá Fiskilæk, ásamt konu sinni Stein- unni Þórðardóttur, Þorsteinssonar frá Leirá. Ármann var ágætur smiður og á 94 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.