Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 31

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 31
hún þó líklega ekki kosta meira í Bessa- staðatjöm en nálægt 75,000 kr. Við Faxaflóa eru nálægt 65 þilskip, sem alls eru yfir hálfrar milljónar kr. virði. Til þess að verja þessa nytsömu og dýru eign fyrir skemmdum af sjávarmaðki og hættu af lagás og stormum eru engin áhöld hér til, hvorki uppsátursáhöld né skipa- kvi, og enginn fullnmna skipasmiður; öll r.ðgerð á skipum er gerð frammi í flæðar- naáli a'f laghentum mönnum, sem hafa sjálfir kennt sér að gera að skipum. Flestir ættu að geta séð, að þetta er ófullkomnara en það ætti að vera, og get- ur alls eigi staðizt mörg ár án gagngerð- ar breytingar. Ég er sannfærður um, að komist þar á skipakví, munu menn eft- ir nokkur ár ekki skilja í því, að menn skuli hafa getað verið mörg ár án hennar eða uppsátursáhalda. Flest eru skipin nýlega keypt á Eng- landi fyrir mjög lágt verð 10—20 ára göm- ul, svo að þeir, sem þekkja til skipaút- gerðar, ættu að geta séð, að eigi liða mörg ár, áður en óhjákvæmilegt verður að fram- kvæma stórar aðalaðgerðir við flest þeirra, ef lífi manna og eign á eigi að vera stór- mikil hætta búin; en slíkt er eigi hægt að gera frammi í flæðarmáli. Hér er eigi um neina smámuni að ræða. I skipunum felst mikil fjárhæð; á þeim hvíla miklar skuldir til landssjóðs, al- mennra stofnana og einstakra manna, og á þeim hvílir atvinna og uppeldi margra hundraða manna, og undir þeim er í stuttu máli komin framför eða afturför Þá virðist mér höf. hefði gjarnan mátt minnast á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og það því fremur, sem hann minn- ist á kaþólsku sjúkrahúsin í Reykjavík og Hafnarfirði. Allar hafa þessar stofnanir haft hina mestu þýðingu fyrir þjóðina í heild, og ekki þurfti að leiða hjá sér að minnast á elliheimilið af þvi, að það sómdi sér ekki fullvel alla vega, því að ekki mun á neinn hallað, þótt sagt sé, að rekstur þeirrar stofnunar sé með mestum glæsi- og myndarbrag hér á landi í hugkvæmni og hagkvæmd. Hefði þar sannarlega mátt nefna naifln Gísla Sigurhjömssonar og föð- ur hans sr. Sigurbjamar, sem hafa mótað þetta merkilega fyrirtæki, sem eigi aðeins ber af á þessu sviði hér á landi, heldur einnig víða um lönd. Þá mun og vera mjög virðulegt Elliheimili rekið í nám- unda við Akureyri, byggt og rekið af ein- staklingi, sem offrað hefur sér fyrir þessa hugsjón, heitir sá maður Stefán Jónsson. Þá hefði höf. mátt minnast nokkru nánar á háskólann og byggingar og rekst- ur hans. Það var ekki síður réttlætanlegt en tilvitnanir í lög um vegi og brýr. Þar höfuðbæjar lands vors. Af þeim hafa iandssjóður og sveitarsjóðir talsverðar tekj- ur, beinar og óbeinar. En svo lítur út, sem þeir menn íhugi ekki þetta, sem standa á móti breytingum til bóta, og láti sér í léttu rúmi liggja, hvort innlendu þilskip- in verða frambúðareign eða hverfandi bóla. Tvö siðastliðin ár hafa verið veltiár fyr- ir þilskipastólinn yfirleitt bæði um aflahæð og fiskverð, þótt nokkrir skipseigendur hafi lítið grætt vegna óhyggilegra ráðninga- skilyrða á skipin. Sem betur fer hafa mörg þeirra þegar sýnt, að þau em arðsöm eign, því að þess eru dæmin, að á aflahæstu skipin hefur gróðinn orðið svo mikill á þrem árum, að meira hefur orðið alfgangs kostnaði en það, sem þau kostuðu upphaf- lega, og þó hafa þau gengið til veiða lítið lengur en helming af tímanum. Á öðrum stað hefi ég ritað um hættu af sjávaraiaðki og einnig um það, hve ráðningamáti skipverja sé óhollur bæði fyrir landbúnaðinn og skipaútveginn. Allt þetta þarf bráðrar breytingar við, ef vel á að fara.“ Það er auðheyrt á grein Tryggva, að hann hefur verið hálf svartsýnn á, að þetta tækist hér, svo, að honum finnst nauðsynlegt í áróðursskyni að ögra lands- mönnrnn með framtaki Færeyinga í hlið- stæðu máli. Dráttarbraut Slippfélagsins i Reykja- vík er auðvitað hin fyrsta í landinu, sem hægt er að nefna því nafni. Þótt hin fyrsta braut þess væri auðvitað mjög ófullkomin, eins og síðar mun að vikið. hefði gjarnan mátt nefna nöfn, því að óvíst er, hvenær háskólinn hefði komizt upp og allar aðrar byggingar í samhandi við þá stofnun, ef ekki hefði sérstaklega notið við þrotlausrar elju og árvekni hins vökula forvígismanns háskólans Dr. Alex- anders Jóhannessonar. Það er ekki nóg, þótt lögleitt sé happdrætti og heimilaður bió- rekstur til fjáröflunar. Fyrsta hugmyndin um happdrætti kom frá Dr. Alexander, en mörg orð og umstang þurfti til að koma henni hei-lli í höfn, en forystan var örugg. Hefði slík forysta verið til staðar í sam- bandi við I’jóðleikhúsið, er sennilegt, að sú veglega bygging hefði verið a. m. k. 10 árum fyrr á ferðinni og við það orðið milljóna sparnaður. Hvað hefði háskólinn kostað, ef byggingarframkvæmdir hefði þar orðið með svipuðum hætti og í Þjóð- leikhúsinu? Þá ifinnst mér vanta i þessa upptaln- ingu, að minnast á hina stóru og veglegu Oddfellow-höll, og jafnvel Fríkirkjuna, Kvennaskólann og Búnaðarfélagshúsið. Ekki er minnzt á hinar landfrægu fram- kvæmdir að Reykjalundi, en ef til vill er BÆNDUR! Góðar kartöflur eru eftirsótt vara og auðseljanleg. Vandlátir neytend- ur biðja oftast um: ★ GULLAUGA ★ BLEIKRAUÐAR, ísl. ★ BINTJE ★ ALPHA o. s. frv. Miklu máli skiptir, að framleiða aðeins úrvalsvöru. Einnig að velja garðaland þar sem minnst er hætta á næturfrosti. Með þekkingu og vandvirkni má vinna þrekvirki, þrátt fyrir erfið náttúruskilyrði. Grænmetisverzlun ríkisins EKKI ER ÞAR OFLOF UM ISLENDINGA Framhald. af 89 siSu. 103 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.