Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 32

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 32
BERNH: PETERSEN REYKJAVÍK — SÍMAR: 1570 (2 línur) — SÍMN.: BERNHARDO KAUPIR: Þorskcdýsi, Síldarlýsi, Sellýsi, Hákarlalýsi, Hvallýsi og Anda- nefjalýsi, Þorskahrogn, Grásleppuhrogn, Tómar tunnur. — SELUR: Lýsistunnur, Síldartunnur, KaldhreinsaS þorskalýsi, Ufsa- lýsi, Salt og Kol í heilum fbrmum. -k Fullkomin kaldhreinsunarstöð og lýsisgeymar. Sólvallagötu 80. — Sími 3598. Allt til útgerðar Verzlun O. ELLINGSEN hf. ELZTA OG STÆRSTA VEIÐARFÆRAVERZLUN LANDSINS það af því, að þær miklu framkvæmdir hafa ekki verið komnar nógu langt þegar bókin kom út. Þó hefur höf. hlotið að hafa heyrt þeirra getið og mátt eitthvað minn- ast á svo mikilvæga hugsjón, sem þar var í uppsiglingu. Þar hefur verið framkvæmt mikið átak af mönnum, sem þjóðin vissi vart að til voru, fyrr en ávextir starfs hinna ötulu manna auglýsa sig æ ljósar með ári hverju sem líður. Sögu þess framtaks hefur Ólafur B. Björnsson, ritstjóri gert afburða- góð skil í tímariti sínu AKRANES, og sér- prentað hefur verið. Á bls. 307 visar höf. til hins danska próf. dr. phil Níels Níelsen viðvíkjandi járnvinnslu á íslandi í fornöld. 1 því sam- bandi hefði hann og alveg eins pg ekki síð- ur mátt minnast á ágæta ritgerð Islendings um þetta efni, dr. Þorkels Jóhannessonar um Járngerð, í Iðnsögu íslands, bls. 40— 58. Á bls. 311, er ekki gott að átta sig á hvað höf. á við, er hann talar um innflutn- ing á vikur, sem nemi frá 30—100 þús. kr. árlega til ýmissa byggingaframkvæmda og lýsir þvi allskemmtilega, hvernig Svein- björn Jónsson frá Akureyri hafi leyst, hvernig útskipun yrði bezt fyrirkomið, og virðist eiga hér við Snæfellsnes. Líklega hefur höf. hér mismælt sig, því að ekki er vitað að við höfum flutt inn vitur, og því væri hann þá að lýsa útskipunarað- ferðinni. Hins vegar hafa menn talið Jón Loftsson, stórkaupmann, upphafsmann að Vikurflutningi og Vikurnámi á Snæfells- nesi, og einna- kunnastan fyrir margvisleg- ar tilraunir með notkun Vikurs til ein- angrunar og ýmissa byggingafram- kvæmd.a. Og það mun hafa verið hann, sem fann upp hina hagkvæmu fleytingar- aðferð á Vikrinum ofanúr jökli til sjávar. Á sömu bls. talar höf. um reiðinginn. En vel hefði hann getað bætt því við, að hann er hið ágætasta einangrunareifhi í frystihús, og hefur sá, er þessar línur rit- ar, einangrað stórt frystihús á þennan hátt með hinum bezta árangri. En því miður hefur þetta ágæta efni ekki náð tilhlíði- legri útbreiðslu sem verðugt væri. Með því að nota það meira, hefðu landsmenn getað sparað milljónir kr. i korkinnflutn- ingi. En slík smáatriði sem þessi fara auð- veldlega framhjá okkar „vitru verkfræð- ingum" og „vísu feðrum," sem fará með veitingu innnutningsleyfa. Á bls. 312 talar höf. um járnsand og mun hér eiga við írsk-ameríska Englend- inginn Cleary, sem einnig hugðist byggja ]árnbraut sunnan á Heimakletti í Vest- mannaeyjum í sambandi við hafnargerð norðan Miðklettar, en í því skyni ætlaði hann að sprengja Klifið með þeim hætti, að fá þar sjálfgerða hafnar garða, með þvi að láta hið sprengda efni falla jafn- harðan á þann stað, sem þvi var ætlað. Það vekur ánægju að sjá það á bls. 314, 104 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.