Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 33

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 33
að höf. er þeirrar skoðunar, að allar vel- viljaðar tilraunir konunga og annarra hafi oftastnær mistekizt, og að engu gagni komið, sökum misskildra afskipta einok- unarverzlunarinnar og kaupmanna henn- ar, sem markvíst imnu gegn öllum tilraun- um til umbóta atvinnulífsins í landinu. Þetta hafi þó ekki stafað af illgirni, held- ur af þröngsýni. Mun ekki hið sama end- urtaka sig enn þá, þvi að enn er viðhaldið alls konar höftum og truflunum til stór- tjóns fyrir hið almenna framtak og hag fólksins í landinu yfirleitt. Höf. lýsir vel hinum stórhuga framsýna manni, Skúla Magnússyni, að vilja full- vinna ullina i landinu og gera hana þann- ig að verðmeiri útflutningsvöru, en telur, að hann hafi skort nægilega þekkingu, stjórnarhæfileika að ógleymdri nægilegri stoð og skilningi landsmanna. Þó halfi hans mikla og góða starf leitt til þess, að hinni hálfrar annarrar aldar gömlu einokunar- verzlun, sem svo margvíslega hafi skaðað landsfólkið, hafi verið aflétt. Ennfremur er mjög ánægjulegt að lesa, hversu allur iðn- og atvinnurekstur reynd- ist traustur og heiðarlegur. Yfir höfuð er skemmtilegt að lesa allt sem höf. skrifar um Skúla Magnússonar tímahilið og til- raunir Jóns Eiríkssonar til að halda lífinu í fyrirtækjunum, og er sýnilegt að höf. hefur gert sér mikið far um að láta þessa tvo ágætu syni íslands njóta fulls sann- mælis. Framh. HVERSU AKRANES BYGGÐIST Framhald af 97 sífiu. upp 3 fósturböm. Þegar Jón var 9 ára, fór hann að Hofi á Skagaströnd og var þar aðeins 1 ár. Þaðan fór hann að Brekku- koti i Þingi og var þar í 17 ár. Þá að Hnausum í Þingi til Jakobs Guðmundsson- ar. Þaðan fluttist hann suður í Lunda- reykjadal, fyrst að Arnþórsholti, en siðan að Limdi og var þar í 6 ár. Þaðan fluttist hann svo að Garðbæ 1921, eins og áður segir, þar sem hann hefur átt heima síðan. Jón kvæntist Guðjónínu Jónsdóttur. For- eldrar hennar vom: Jón Gíslason, Gisla- sonar frá Kalmansvík og Guðríður Jóns- dóttir, fyrrnefnd ráðskona Áma i Garð- bæ. Þau Jón Gíslason og Guðríður bjuggu á Litlu-Drageyri í Skorradal. Guðríður þessi var greind og gerðarleg kerling, fas- mikil og fljót að svara fyrir sig, ófeimin og opinská. Hún andaðist í Garðbæ 1936. Böm þeirra Jóns Bjarnasonar og Guð- jónínu voru: 1. Guðríður Jóna, gift Edvard Clemen- sen í Bandaríkjunum. Þeirra dóttir Nína Anna. 2. Guðrún Bjargey, gift Valdimar Ágústs- syni. Þeirra dóttir Jónína. -------------------------------------------------------------N Olíukyndingartæki Hin þekktu CLYDE sjálfvirku olíukyndingartæki, sem méSal annars eru notuS í brezka flotanum og stjórnarbyggingum í Englandi, getum vér útvegáS, gegn nauSsynlegum leyfum. — Vér höfum í þjónustu vorri mann, er hefur verið hjá CLYDE- verksmiSjunni í Glasgow til þess aS kynna sér uppsetningu og méSferS þessara tœkja. ★ Tækin eru framleidd bæði fyrir dieselolíu og hráolíu (fuel oil). HRINGIÐ I SlMA 1695, EF ÞÉR ÞURFIÐ AÐ FÁ GERT VIÐ OLÍU- KYNDINGU YÐAR. Veitum allar faglegar upplýsingar viSvíkjandi olíukyndingartækjum. — Vélsmiðjan HAMAR hf. ÚTVEGUM beint frá verksmiðjum í Bretlandi, Belgiu, Hol- landi, Þýzkalandi, Pól- landi og Tékkóslóvakiu: JÁHN STÁL VÉLAR og VERKFÆRI til iðnaðar. SINDRI H.F. Hverfisgötu 42, Reykjavík, Sími 4722. AKRANES 105

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.