Akranes - 01.07.1952, Síða 34

Akranes - 01.07.1952, Síða 34
H.F. RÆSIR SKÚLAGÖTU 59 — REYKJAVÍK Framkvæmum: Bílaviögerðir — Bílaréttingar — Bílasprautun Bílasmurningu Seljum: Chrysler, De Soto og Plymouth fólksbíla. Fargo og Dodge vörubíla frá Chrysler Corporation, Detroit. —★—- SULLIVAL og HOLMAN loftþjöppur ásamt tilh. áhöldum. —★— ALLIS-CHALMERS og FAHR dráttarvélar, meö og án landbúnaöaráhalda. —★— Viljum sérstaklega vekja athygli á, aö rík áherzla er ávallt lögö á, aÖ nœgar birgöir varahluta, í framangreind tœki, séu jafnan fyrirliggjandi. —★— GJÖRIÐ SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN Guðjónína í Garðbæ var ákaflega prúð kona, vönduð og vinnusöm. Hún andað- ist í Garðbæ 4. nóv. 1946. Hún var fædd í Pálsbæ í Leirársveit 13/3—1887. Jón Bjarnason er mikill kapps- og dugn- aðarmaður, er vanur allri almennri sveita- vinnu, en hefur eixmig lengi stundað sjó- mennsku. Alla stund hefur hann haft nokkurn búskap í Garðbæ, með því mesta, sem hér hefur gerzt, haft nokkrar kýr, fé og hross, enda hefur hann stimdum haft jarðir á leigu, auk ræktunarlanda í Garða- landi. Þess vil ég ekki láta hér ógetið, hve Jón Bjarnason var sérstaklega góður og nærgætinn við Guðríði tengdamóður sína og Árna gamla Sveinsson, meðan þau voru undir hans vemdarvæng. Hann var og tframúrskarandi góður konu sinni. Jón er aðsópsmikill og mikill málafylgju- maður, kappsamur og orðhvatur og óvæg- inn sínum andstæðingum. Hann er hjálp- samur og greiðvikinn og ólatur að starfa að félagsmálum. Það sem sagt hefur ver- ið hér að framan, sannar og, að hann er drengskaparmaður. Þegar Jón kom að Garðbæ byggði hann steinhús það, sem þar stendur enn, en stækkaði það nokkuð 1926. Garðbær er vestast á ofanverðum Skaganum, byggður á kirkjulandinu og er neðri markalína lóðarinnar jafnframt markalina milli kirkjulóðarinnar og lóða þeirra, sem ætið hafa verið einstaklingseign. Garðbær er nú við Vesturgötu 103. Athugasemd: í 4.—6. tbl. þ. á. er nokkuð rætt um Hall- grim smið Bachmann í sambandi við Ráða- gerði, er hann byggði. Ég var búinn að eyða miklum tima í að grafa upp dánardægur hans, en gat hvergi fundið í kirkjubókum, hvorki fyrir sunnan né vestan. Hallgrímur mun hafa dáið í Vogatungu vorið 1896, og var jarðaður á Leirá, og hefur þá sýnilega gleymst hjá sóknarprestinum að færa þetta til bókar. Þetta sagði Auðunn Auðunnsson frá Læk, Ara Gislasyni, en Auðunn mundi svo vel eftir þessari jarðarför, þvi að Sigriður, kona Hallgrims, talaði við gröfina, þ. e. þakkaði þeim er þar voru viðstaddir. Sigríður frænka Hallgrims var siðari kona hans. Áður var hann kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur. Hún var fædd 1826, dóin 9. jan. 1873. Þau gift- ust 1. nóv. 1862, og munu hafa búið ó Narfastöðum frá 1861—1870, en eftir það á Geldingaá, og þar mun Hallgrímur hafa búið til 1880. Síðari konu sinni kvæntist Hallgrímur 20. maí 1881, og munu þau hafa verið í húsmennsku á Geldingaá næsta fardagaár. Hallgrímur var bamlaus með báðum konum sinum. En fyrri kona hans mun áður hafa verið gift, og átt einhver böm með þeim manni. Snæbjöra, sem man Hallgrím vel frá bamæsku sinni, þar sem hann dvaldi á Kala- stöðum um hríð, segir að Hallgrimur hafi verið hinn geðþekkasti maður, léttur og lið- legur. Hallgrímur var f. 25. ágúst 1835. Ó. B. B. 106 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.