Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Side 13
TlMARIT VFl 1964
37
gætu nemendur síðan valið eftir vissum reglum
þær greinar, sem þeir óskuðu. Augljóst er, að ef
slíkt fyrirkomulag yrði tekið upp, hlytu bekkj-
ardeildirnar einnig að verða leystar upp að
nokkru leyti.
6. Endurskoðun námsefnisins.
Hér að framan hefur verið rætt nokkuð um
tvo þýðingarmikla þætti kennslunnar í skólun-
um: fyrirkomulag kennslunnar og skiptingu
námsefnis eftir upplagi og áhuga nemenda. Þá
viljum við ræða nokkuð þær breytingar, sem við
teljum nauðsyn á að gera á sjálfu námsefninu.
Við teljum, að höfuðatriðið með öllu tungu-
málanámi í menntaskóla sé að þjálfa nemandann
í að nota málið sem tæki til miðlunar á mannlegri
hugsun, þ.e. til að skilja hugsanir annarra, sem
tala og skrifa á málinu og að geta tjáð sínar
eigin hugsanir á því. Af þessum ástæðum teljum
við eðlilegast, að allir aðrir nemendur en þeir,
sem síðar hyggjast leggja frekari stund á tungu-
mál, læri svipað i tungumálum.
Við teljum vafasamt hvort rétt sé að kenna
nokkra latínu í menntaskólum. Þó væri hægt að
gefa nemendum kost á að læra nokkuð í latínu
með því að hafa hana sem kjörgrein.
Þá teljum við nauðsynlegt að leggja meiri á-
herzlu á grundvallaratriði hverrar greinar. Á
þetta einkum við allar greinar raunvísinda. Sem
dæmi um endurskoðun námsefnis í þeim anda,
sem við teljum nauðsynlega, er ný bandarísk
kennslubók í menntaskólaeðhsfræði gott dæmi.
Árið 1955 var stofnuð nefnd að frumkvæði banda-
rískra eðlisfræðinga og eðlisfræðikennara, sem
skyldi vinna að því að láta semja nýja kennslu-
bók í eðlisfræði, bók, sem fyrst og fremst stydd-
ist við þá þekkingu, sem við höfum í þessari grein
í dag en forðaðist aukaatriði eldri kennslubóka.
Nefnd þessi, sem hlaut nafnið Physical Science
Study Committee, réð í þjónustu sína 60 manns;
eðlisfræðinga, kennara, teiknara, stjórnendur
kvikmynda, tækjasmiði og fleiri. Þessi valdi hóp-
ur vann í um það bil eitt ár að því að skapa
nýtt námsefni í eðlisfræði fyrir bandaríska
menntaskóla. Árangurinn af starfi þessa hóps
er ný kennslubók, prýdd afburðagóðum skýring-
armyndum, verklegar æfingar og áhöld og að
lokum nokkrar kennslukvikmyndir. Sum atriði
eðlisfræðinnar verða bezt skýrð með lesnum
texta, önnur með æfingu, sem nemandinn fram-
kvæmir sjálfur og enn önnur er auðveldara að
skýra með kvikmynd. Þetta nýja námsefni var
síðan reynt við nokkra menntaskóla í eitt ár, síð-
an endurskoðað og nú kennt við enn fleiri mennta-
skóla í eitt ár og þá fyrst var gengið endanlega
frá þessu efni.
Hin nýja kennslubók er gjöróhk öllum eldri
kennslubókum í eðlisfræði. Megináherzlan er lögð
á grundvallaratriði eðlisfræðinnar og þau skýrð
mun rækilegar en maður á að venjast í kennslu-
bókum. Öllum tæknilegum atriðum er sleppt.
Enginn gufuhreyfill eða benzínhreyfill. Enginn
ísmoli eða messinglóð, sem látin eru ofan í varma-
mæli. Ekkert dæmi um Ohmslögmál. Hins vegar
er í bókinni langur kafli um það, hvað mæling
sé og hvaða takmörkunum hún geti verið háð.
Bygging atóma og gerð fastra, fljótandi og loft-
kenndra efna er skýrð ýtarlega. Við teljum, að
nemandi, sem lært hefur þessa bók, standi ís-
lenzkum nemendum með stærðfræðideildarstú-
dentspróf langtum framar í eðhsfræði enda þótt
fyrirferð námsefnisins sé svipuð.
Þess má að lokum geta, að aUt starf nefndar-
innar, sem að þessu stóð, kostaði um 200 miU-
jónir íslenzkra króna.
7. Nýir menntaskólar.
Nú er verið að fullgera viðbótarbyggingu fyrir
Menntaskólann í Reykjavík til að leysa úr brýn-
ustu nauðsyn skólans fyrir aukið húsnæði, en
jafnframt hefur því verið lýst yfir að samtímis
skuli hafinn undirbúningur að byggingu nýs
menntaskóla í höfuðborginni. Þá voru bornar
fram tvær tillögur á síðasta alþingi, sem báðar
voru studdar af þingmönnum úr öllum flokkum,
um að tveir nýir menntaskólar skuli stofnaðir,
annar fyrir Vestfirði en hinn fyrir Austfirði. Við
teljum fuUa þörf á að vara við að rasa hér um
ráð fram. Varla getur nokkur vafi leikið á því
að fram muni koma fljótlega tillögur um tölu-
verðar breytingar á menntaskólunum. Á meðan
þessar tillögur eru ekki komnar fram, er erfitt
að skipuleggja nýja skóla. Varla efast nokkur
um þörfina fyrir nýja skóla og hlýtur þetta því
að vera fræðsluyfirvöldunum hvatning til að
hraða störfum menntaskólanefndarinnar sem
mest. Fyrst þegar grundvaUaratriðin um fram-
tíðarskipulag menntaskólanna Uggur fyrir, fer
hægt að taka til óspiUtra málanna og koma upp
nýjum skólum. Engu að síður teljum við rétt að
ræða nokkru nánar þau tvö frumvörp, sem fram
hafa komið á Alþingi um nýja menntaskóla. Sam-
kvæmt frumvörpunum er aðeins gert ráð fyrir
einni deild við skólana, máladeild. Við leyfum
okkur að fuUyrða, að slíkir skólar eigi sér eng-
an tilverurétt í dag. Deildirnar þyrftu frekar að
vera þrjár en tvær. Ennfremur má benda á, að
nær óhugsandi yrði að sjá slíkum skólum fyrir