Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 3 Tekið uppúr Kjarvals- 1985. Nokkrir kössum munir úr kassa númer 13. Gamla jólakakan var í kassa númer 75. Kjarval í kössum Gamli meistarinn Jóhannes Kjarval verður seint útdauður í fréttum og er enn sprelllifandi i umræðunni, nú síðast í tengslum við mjög umdeildan, og að margra mati rangan eða óréttmætan, dóm meirihluta Hæstaréttar í svokölluðu mál- verkafölsunarmáli (íjöldi falsaðra mál- verka eignuð honum, Svavari Guðnasyni, Nínu Tryggvadóttur og fleirum var seldur í Gallerí Borg) og einnig, sem ekki hefur far- ið eins hátt opinberlega, vegna tilrauna afabams hans, Ingimundar Kjarval, til að fá viðurkenningu á eignarhaldi afkom- enda meistarans á verkum og öðmm eign- um sem Jóhannes átti að hafa gefið Reykjavíkurborg árið 1968. Ingimundur telur að sá gamli, sem orðinn var sjúkur á líkama og sál, hafi verið blekktur til að gefa borginni eigur sínar og að í raun hafi stuldur átt sér stað. Yfirvöld hafa ekkert viljað skoða það mál, ekki síst sökum þess að það er fymt. En 1968 var mestöllum eigum Kjarvals sem sé pakkað saman í kassa (ekki þó mál- verkin auðvitað) eftir að safnvörður og tvær ræstingakonur höfðu flokkað eigurn- ar eftir bestu getu. Kassamir vom mjög margir og sem dæmi má nefna innihald kassa númer 74: „Silungsnet, færi, tjald- hælar, kork, baðskrúbbur, kertapakki, gömul jólakaka, sellófónþráður, skrúfjárn, sagarblað, skæri, hnífapör, múrskeið og fl." Haustið 1985 vom hundrað ár liðin ffá fæðingu Kjarvals og stóð undirbúningur sýninga og annarra hátíðarviðburða yfir svo mánuðum skiptir. Meðfylgjandi mynd var tekin í Norræna húsinu í maí það árið þegar nokkrir valinkunnir menningarvitar vom að taka uppúr kössum úr sarpi Kjar- vals, til að kanna innihaldið. Ekki vitum við hvort gamla jólakakan úr kassa númer 75 var sýnd nokkurs stað- ar í tilefni afrnælisins, en um haustið vom haldnar fernar viðamiklar sýningar við geysilega aðsókn, svo annað eins hafði ekki þekkst. En nú er sem sé komið efni í sérstaka viðamikla sýningu í nafni gamla meistarans; fölsuðu verkin og gamla jóla- kakan. Spurning dagsins Kýstu forsetann ef hann staðfestir fjölmiðlalögin? Á að gefa þjóðinni tækifæri „Já, ég myndi kjósa hann. Hinsvegar finnst mér að hann eigi að neita að stað- festa þessi lög og gefa þjóðinni tækifæri á að segja hug sinn í málinu með því að greiða atkvæði um máiið." Vignir Jóhannsson myndlistar- maður „Já, ég kýs for- setann aftur. Ólafur Ragnar er fínn íþessu starfi og hefur staðið sig vel í embættinu. Þar að auki þekki ég hann vel frá í gamla daga er ég vann með honum á Þjóðviljanum." Andrea Jónsdóttir plötu- snúður „Tvímælalaust. Ég er mjög ánægð með störfhans hingað til og finnst að hann hafi staðið sig vel í starfi forseta. Og þessi laga- setning kemur mér svo sem ekk- ertvið." Harpa Njáls félagsfræðingur „Ég er alveg hlutlaus í þessu máli og raunar orðinn leiður á öllu kjaftæðinu í kringum það. Hinsvegar finnst mér mjög miður efhund- ruð manns missa vinnu sína í kjölfar þessara fjölmiðlalaga." Carl Bergmann úrsmiður „Ekki spurning. Það er ekkert launungarmál að ég kaus hann síðast og mér finnst að hann hafi staðið sig afarvelí embættinu hingað til." Andrés Sigurvinsson leikstjóri Fjölmiðlafrumvarpið varð að lögum á Alþingi í gærdag og nú hef- ur það verið sent til herra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta til staðfestingar eða synjunar. Er einhver púki á ferðinni í Val- höll? í fréttatilkynningu sem þaðan barst í gær um 75 ára afinæli Sjálf- stæðisflokksins hefur einhver haft ástæðu til að taka eftirfarandi fram - þegar málið snýst um fyrirrennara flokksins: “Þá má geta kosningafélagsins Sjálfstjómar í Reykjavík, sem stofn- að hafði verið 2. janúar 1918 til að bjóða fram í bæjarstjómarkosning- um og starfaði næstu tíu ár. Þar sameinuðust heimastj ómarmenn og sjálfstæðismenn „þversum" og „langsum" gegn jafnaðarmönnum. Fyrsti formaður Sjálfstjómar var Magnús Einarsson dýralæknir, en í stefnuskrá sagði að félagið skyldi „vera á verði gagnvart tílraunum af hálfu löggjafarvalds eða stjómvalda lands og bæjar til að raska atvinnu- frelsi einstaklinganna." “ ÞAÐ ER MIK3Ð AF SKELFIIJEGUM LYGUM A KREIK3 IVERÖLDINNI OG ÞAÐVERSTAERAÐ HELMINGUR ÞEIRRA ER SANNUR. WINSTON CHURCHILL Glæpasagnahöfundurinn ■ ■ % fréttamaðurinn Þórhallur Birgir Jósepsson, fréttamaður á Fréttastofu Út- varpsins, og Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur útvarpsmaður, eru bræður. Foreldrar þeirra eru Jósep Birg- ir Kristinsson bifvélavirki og Margrét Kristín Þórhallsdóttir skrifstofumaður. Þórhallur Birgir var áður meðal annars aðstoðarmaður Halldórs Blöndal, þáverandi sam- gönguráðherra, en hefur starfað sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu árum saman. Ævar Örn er einnig kunnur útvarpsmaður en ekki slðursem höfundur glæpa- sagnanna Skltadjobbs og Svartra engla. Bræðurnir eru báðir forfallnir Formúlu-fiklar. * > ,a Hraösuöukanna 2000W Kaffivél sem hellir beint uppá hitabrúsa Rafmagns pipar-/saltkvarnir tRISTAR SjjjSirriikU 1600M Ériéó siiilanleujron þg siáiröri. LM o: íiiaökanL&uM Baövog digital Lithium með glerplötu hverskyns heiisudrykki. í skyr- og ávaxtablöndur. kokkteila, svalandi sumardrykki. íshristing. 1 orkudrykki og einnlg léttag 'J Malar klaka v Glerkanna / 400W kraftmikimhió AFSLATTUR Brauðrist burstað stál SPRENGJA Á STÁLVÖRUM Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Símí 5880500 www.rafha.is Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.