Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl2004 Fréttir DV Flugeldar í Njarðvík Á sunnudagsnótt urðu lögreglumenn í Keflavík varir við að verið var að skjóta á loft flugeldum í íbúðabyggð í Njarðvík. Lög- reglan rannsak- aði málið og kom í ljós að maður nokkur hafði skotið upp nokkrum flugeldum í til- efhi 30 ára afmælis. Hann fékk tiltal hjá lögreglunni. Ofbeldis- menn í Tryggvagötu Aðfaranótt laugar- dags var maöur hand- tekinn á veitingastað við Tryggvagötu eftir að hafa sparkað í dyravörð. Varð að vista manninn í fangageymslu vegna ástands hans. Skömmu síðar var tilkynnt frá veitingastað í Þingholts- stræti um að maður hafi verið sleginn í hnakkann og hann rotaður. Eftir að maðurinn féll sparkaði árásaraðilinn í manninn þar til dyravörðum tókst að stöðva hann. Var maðurinn færður í fangageymslu en hinn á slysadeild í sjúkrabifreið. Bensínþjófur kvikmyndaður Eftir hádegi á sunnudag var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík að maður hafi komið að bensínstöð við Suðurfell og dælt á bifreið sína bensíni og síðan ekið á brott án þess að greiða. Fengust upplýsingar úr eft- irlitsmyndavélum um númer bifreiðarinnar og var maðurinn sóttur og færður á lögreglustöð. Eldhúsdags- umrceöur sem sjónvarpseflti Guðmundur Hjörvar Jónsson lögreglumaöur Búöardal „Er þetta ekki bara þjóðlegt og gott efni? Ég horfi á þetta meö ööru auganu og reyni al- mennt að fylgjast meö hvað Alþingi er að gera. Iþessu tii- felli að kítast aðeins fyrirsum- arfrí. Úrþví að við höldum úti ríkisútvarpi finnst mér sjátf- sagt aö sjónvarpa frá þessu." Hann segir / Hún segir „Þetta er mjög fínt efni til að koma sér í hugieiðsiuástand. Maður þarfekki jóga meðan maður hefur þetta. Ég horfi öðru hverju á þetta og hlusta á það sem menn i þessum umræðum eru ekki að segja." Elfsabet K. Jökulsdóttir rithöfundur Barnaperri á sveimi i Hafnarfirði. Tókst að lokka þrjá 4-6 ára stráka upp í bíl til sín með loforðum um að gefa þeim sælgæti. Mæður strákanna urðu fyrir miklu áfalli er þeir greindu þeim frá málavöxtu. Perrinn bauð strákunum upp á annan ökutúr síðar. ■ ■ f ■ ■■ þpju bora „Ég varð fyrir miMu áfalli þegar ég frétti af þessu, en þær fregnir fékk ég ekki fyrr en tveimur dögum eftir að atburðurinn átti sér stað,“ segir Sif Snorradóttir móðir fjögurra ára drengs sem barna- lokkara tókst að tæla upp í bíl sinn ásamt tveimur leikfélögum hans í síðustu viku. Atburðurinn átti sér stað í Holtabyggðinni í Hafnariirði og komst í sviðsljósið er önnur móðir þessara drengja lét lögregluna í Hafnarfirði vita af málinu sl. föstudag. Bamalokkarinn var á ferð í guium sendiferðabfl. Hann bauð þremur strákum á aldrinum 4-6 ára upp í bíl- inn til sín en þessi börn voru að leik skammt frá heimili Sifjar. Að sögn hennar hafði hún leyft syni sínum að fara og leika við hina tvo strákana við leikskóla sem er þarna í grenndinni og raunar fylgt honum þangað. „Þeir strákarnir hafa greinilega verið á leið heim til sín aftur er þeir urðu á vegi þessa manns,“ segir Sif. „Mér skilst að bamalokkarinn hafi tekið þá upp í hér í götunni minni en þetta er lítil gata og lokuð í annan endann. Hér er næstum engin um- ferð annarra en þeirra sem eiga er- indi í götima og ég ætla mér að tala við aðra íbúa hér og spyrja þá hvort þeir hafi orðið varir við ókunnugar mannaferðir. Það verður að beijast gegn þessum ósóma með öllum til- tækum ráðum.“ Bauð sælgæti Að sögn Sifjar bauð maðurinn strákunum upp á sælgæti og spurði hvort þeir vildu með honum í bíltúr til að skoða Hafnarfjörð. Hann ók þeim eitthvað um og í lok ökutúrsins spurði hann strákana hvort þeir vildu koma í annan bíltúr með sér síðar. „Hann mun hafa sagt þeim að næst fengju þeir að prófa að keyra bílinn,“ segir Sif. Strákarnir þrír geta ekki gefið ná- kvæma lýsingu á bílnum eða þessum manni. Þeir eru hins vegar vissir um að um gulan sendiferðabíl hafi verið að ræða og að þeir hafi allir þrír getað Það er greinilegt að einhver barnaperri er á sveimi hér í Hafnarfirði. setið frammi í honum með mannin- um. Einn strákana hefur þar að auki sagt að í bflnum hafi verið pappa- kassi fúllur af vídeóspólum. Barnaperri á sveimi Sif segir að hún leyfi syni sínum aldrei að leika sér úti við nema hann sé í sjónmáli hennar. „í þetta sinn leyfði ég honum að fara og leika með félögum sínum á leikvellinum enda taldi ég það í lagi," segir Sif. „Þetta sýnir bara að maður getur aldrei ver- ið of varkár þegar börn manns eru annars vegar. Þessi maður skildi svo son minn og félaga hans eftir við búð hér í hverfinu þannig að þeir þurftu að ganga yfir fjölfarna umferðargötu til að komast heim til sín sem er einnig grafalvarlegt mál.“ Sif segir að hún hafi heyrt af þ ví að einhver barnaperri sé á sveimi í Hafnarfirði og að fregnir hafi borist um að hann hafi verið að áreita börn í Setbergshverfinu. „Ég veit ekki hvort um sama mann er að ræða en það er full ástæða til að biðja fólk að hafa all- an vara á þessa dagana," segir hún. Öskureið „Ég er öskureið yfir þessu uppá- tæki mannsins og það er greinilegt að einhver barnaperri er á sveimi hér í Hafnarfirði. Það var tölu vert áfall fyrir mig að lenda í því að heyra son minn lýsa þessu atviki. Ég ákvað því að leita til lögreglunnar með málið svo allir vissu af þessu vandamáli hér og gætu haft augun hjá sér,“ segir móður elsta stráksins en það var hún sem kærði atburðinn til lögreglunnar. Lögreglan í Hafnar- firði sendi frá sér tilkynn- ingu nú eftir helgi um að borist hefði ábending frá foreldri um að maður hafi boðið 5 ára gömlum dreng upp í bíl sinn og gefið hon- um sæl- gæti. Lög- regla brýnir í því sam- bandi fyrir foreldrum að þau vari börn sín við því að fara upp í bíl til ókunnugra. ' Ef grun- semdir vakna ’V um að fullorðn- ir séu að lokka börn upp í bfla í óheið arlegum tilgangi þá er rétt að láta lögreglu vita í síma 112 eða 525 3300. Sif Snorradóttir „Þaö verður aö berjast gegn þessum ósóma með öllum tiltækum ráðum." Flugmálastjórn var tilkynnt um flugatvikið í Hong Kong Atlanta breytti þjálfun eftir flugatvikið í Hong Kong Mánuði eftir að leiguflugstjórinn Michael Fayev krafðist þess að stefnu þotu yrði breytt í flugtaki frá Hong Kong síðasta haust var Flugmála- stjóm tilkynnt um atvikið. íslenski flugmaðurinn Stefán Kramer neitaði að hlýða flugstjóranum þar sem slíkt hefði þýtt að þotunni hefði verið flog- ið beint á fjall. Flugmálayfirvöld í Hong Kong em með atburðinn tii rannsóknar en flugstjórinn var rek- inn og ber við trúnaðar- bresti. DV spurðist fyrir um at- vikið hjá Flugmál- stjórn. í svari stofn- unarinnar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað 21. október 2003 og Atlanta hafi tilkynnt um það sam- kvæmt tilkynningaskyldu, til Flug- málastjórnar þann 26.nóvember. „Flugmálastjórn óskaði eftir nánari upplýsingum um atvikið og eftir því að fá nýjustu þjálfunargögn flug- mannanna. í framhaldi af þessu at- vikibreyttiAtlanta Flugmálastjóm sátt við þau við- brögð," segir í yfirlýsingu Flugmál- stjómar. Þá kemur fram í svarinu að Flug- málastjórn fullgilti skírteini Michaels Fayev í fyrsta sinn 19. desember 2001 og öðm sinni 5. desember 2002. DV greindi frá því í gær að flugstjórinn hafi verið rekinn í nóvember, mánuði eftir atvikið, vegna þess að hann sagði, að sögn Atlanta, ósatt um reynslu sína og bakgrunn. Flugmála- stjóm er ekki kunnugt um hvað þar var að baki eða hvaða al- mennu upplýsingar flugmaðurinn gaf Atlanta. Persónuvernd skoðar Lyfju PSigrún Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar, segir að stofnunin muni rannsaka kaup VÍS á Lyflu og verður sú rannsókn þáttur í könnun á öryggi trygging- afélaga sem nú er í gangi. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að deildin standi við það álit sitt að kaupin standist ekki lög. Og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að FME hafi kaupin nú til athugunar hjá sér. Sigrún Jóhannesdóttir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort áhyggjur þeirra af kaupun- um eigi við rök að styðjast eða ekld. Hins vegar sé ljóst að það kunni ekki góðri lukku að stýra að vátryggingafélag eigi verslana- keðju á borð við lyfjaverslanir vegna þeirra persónuupplýsinga sem þar sé að finna. áherslum í þjálfun og tilkynnti stofnuninni með hvaða hætti Það yrði gert og er é..................;>•! ............ ........... Atlantaþota Agreiningur kom upp í flugstjórnarklefa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.