Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl2004 Fréttir DV Ritskoðun bundin í lög Þingmenn stjórnarand- stöðunnar kölluðu fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar öllum illum nöfnum þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum í gær. Þeir sögðu þetta vont frumvarp sem yrði að ólög- um. Þeir sökuðu ríkisstjórn- ina um ritskoðun og aðför að tjáningarfrelsinu með því að setja lög á þá fjöl- miðla sem þeim mislíkar. össur Skarphéðinsson sagði daginn vera sorgardag og að stjórnarskránni væri ekki sýnd virðing. Guðjón A. Kristjánsson sagði frum- varpið ganga gegn lýðræð- islegum viðhorfum þjóðar- innar. Jón Sigurðs- son á móti Þeir alþingismenn sem greiddu flölmiölafrumvarpinu atkvæöi hafa færri atkvæöi á bak viö sig úr síðustu kosningum en þeir þingmenn sem voru á móti. Samtals 88.381 atkvæði er á bak viö þingmennina sem voru andvígir en samtals 87.341 at- kvæði á bak við fylgjendur frumvarpsins. Þá voru 4185 atkvæði á bak viö Jónínu Bjartmarz sem sat hjá við afgreiðsluna. Mörður Árnason vitnaði í Jón Sigurðsson þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Að sérhver maður hafi frelsi til að halda trú þá sem hann vill, tala hvað hann vill, rita hvað hann vill og láta prenta hvað hann vill, með- an hann meiðir engan, þyk- ir vissulega engum á fslandi frelsi um of. Að líkum hætti má atvinnuffelsi og versl- unarfrelsi ekki missa það sem máttur, fjör og dugn- aður á að komast á fót. Það má í því skyni ekki hafa stundarskaða nokkurra manna fyrir augum, heldur gagn alþýðu bæði í bráð og lengd.“ Helgi reif frumvarpið í fyrsta sinn í Jýðveldis- sögunni er prentfrelsið skert. Útkoman er ritskoðun og höft á prentfrelsi,“ sagði Björgvin G. Sigurðs- son. Jóhann Ársæls- son sagði að stjóm- arflokkarnir væm í krafti þægs meirihluta að skerða prentfrelsið sem 73. grein stjórnarskrárinnar ætti að verja. Helgi Hjörvar sagði vegið að tjáningar- frelsinu sem ffumskylda al- þingis væri að standa vörð um. „Við þetta frumvarp að ólögum er aðeins eitt að gera,“ sagði Helgi Hjörvar og reif frumvarpið í ræðu- stól. Alþingismennirnir 32 sem í gær samþykktu fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar hafa 1040 færri kjósendur á bak við sig en þeir 30 alþingismenn sem greiddu atkvæði á mðti frumvarpinu. Mis- munandi vægi atkvæða í kjördæmum gerir þetta að verkum. Við síðustu aiþingiskosningar þann 10. maí í fyrra greiddu samtals 185.392 íslendingar atkvæði sitt. Þar af vom 179.907 atkvæði greidd flokkum sem fengu menn kjöma á Alþingi. Önnur atkvæði, vom ýmist auð, ógild eða greidd öðmm framboðum sem ekki hlum tilslálinn atkvæðafjölda til að ná manni á þing. 26.270 kjósendur sem standa að baki þeim alþingismönnum Framsóknarflolcksins sem samþyklctu fjölmiðla- frumvarpið í gær. Full- trúar 6214 kjósenda flokksins vom annarrar skoðunar. Kjósendafjöldi þeirra 22 sjálfstæð- isþingmanna og þeirra 10 framsóknar- þingmanna sem vom fylgjandi fjöl- miðlafmmvarpinu er samtals 87.341 manns. 2,33% SÁTU HJÁ Á móti vom hins vegar allir 29 þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna þriggja auk Kristins H. Gunn- arssonar. Að baki þessum 30 þing- mönnum eru 88.143 kjósendur úr síðustu alþingiskosningum. Munur- inn er 1040 kjósendur; frumvarps- mönnum í óhag. gar@dv.is Lóð Jónínu vegur þungt Sjálfstæðisflokkurinn fékk samtals 61.701 atkvæði og 22 alþingismenn. Þessir alþingismenn, eða varamenn þeirra eftir atvikum, greiddu í gær allir atkvæði með fjölmiðlafrumvarpi for- sæúsráðherra. Framsóknarflokkurinn fékk samtals 32.484 atkvæði í síðustu alþingiskosningum og 12 menn kjöma. Einn þessara þingmanna, Kristinn H. Gunnarsson úr Norðvest- urkjördæmi, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Annar þingmaður flokksins, Jóm'na Bjartmarz úr suður- kjördæmi Reykjavíkur sat hjá við at- levæðagreiðsluna í gær. Á bak við Kristinn H. eru 2029 kjós- endur í Norðvesturkjördæmi. Alls greiddu 5057 flokknum atkvæði í kjör- dæminu þar sem Kristinn var annar maður á Usta á eftir Magnúsi Stefáns- syni. Að baki Jónínu Bjartmarz, sem náði ein kjöri fyrir Framsóknarflokk- inn í Reykjavík suður, em 4185 kjós- endur. Til samanburðar má nefna að fjórir alþingismenn Framsóknar- flokksins úr Norðausturkjördæmi hafa aðeins 1931 atkvæði hver að baki sér. Þúsund manna meirihluti minnihlutans Að ffádregnum atkvæðunum að baki Kristni og Jónínu em því aðeins ^°TI FRUMV Kjósendur að baki fjölmiðlafrumvarpi Kjósenda- fjöldi Hlutfall af kjósendum Með frumvarpi 87341 48,55% Á móti frumvarpi 88381 49,13% Sátu hjá 4185 2,33% Samtals Um er ræða tölur frá alþingiskosningum 179907 10. maí. Aðeins eru tekin með at- Færri réðu úrslitum Kjósendur sem eru að baki þeim þingmeirihlutasemstuddi fjölmiðlalögin eru færri en þeirra sem lögðust gegn frumvarpinu. kvæði sem greidd voru flokkum sem náðu þingsætum. Halldórann lýðræðinu „Þar sem ég ann sönn- um lýðræðisháttum, frjálsri fjölmiðlun og heil- brigðri skoðana- myndun, segi ég já,“ sagði Halldór Blön- dal þingforseti þegar hann gerði grein fyr- ir atkvæði sínu og uppskar hlátrasköll af þing- pöllum. Gerði orð Ólafs Ragnars að sínum Davíð sendi Ólafi Ragnari tóninn Davíð Oddsson forsætisráðherra sendi Ólafi Ragnari Grímssyni for- seta skýr skilaboð þegar hann gerði grein fyrir afstöðu sinni til fjölmiðla- fmmvarpsins á Alþingi í gær. Hann vitnaði til orða Ólafs í ræðustól Al- þingis frá árinu 1995 þar sem Ólafur lýsti því hversu mikilvægt væri að setja lög á fjölmiðla. „Ég geri þessi orð Ólafs Ragnars Grímssonar að mínum orðum. Hafi þau verið rétt þá, em þau ennþá réttari núna,“ sagði Davíð og sendi forsetanum þannig skýr sldlaboð um að hann Hvað liggur á? ætti að skrifa undir fjölmiðlalögin sem vom samþykkt í gær. Ólafur hóf utandagskrárum- ræðu í febrúar 1995 í tilefni af því að íslenska útvarpsfélagið, undir stjórn Jóns Ólafssonar keypti 35% hlut í útgáfufélagi DV og óttaðist samþjöppun á íjölmiðlamarkaði. Hann óttaðist að sjálfstæðismenn væru komnir þar til of mikilla áhrifa en sjálfstæðismenn á þingi, þar á meðal núverandi ráðherrarnir Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason og Ólafur G. Einarsson, þáverandi menntamálaráðherra, sáu ekki M. Þ. Ólafsdóttir, fræöslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar„Nú liggur á að akka öllum hjúkrunargögnunum sem Hjálparstarf kirkjunnar er að senda til Afganistans. Síðasta endingin til pökkunar kom frá sjúkrahúsinu á Akureyri í morgun en heilsustofnanir um allt land afa gefið gagnlega hluti á spítala í Kabúl. Þetta fer með flugi á sunnudag og spurning hvort allt kemst með. Við vonum það enda tilhlökkun hjá samstarfsaðilum úti, þvíallt vantar." ástæðu til að taka undir áhyggjur Ólafs. Fjölmiðlafmmvarpið var sam- þylckt í gær með 32 atkvæðum allra sjálfstæðismanna og 10 þingmanna Framsóknarflokksins. Stjórnarand- staðan og Kristinn H. Gunnarsson greiddu atkvæði á móti og Jónína Bjartmarz sat hjá. Hún sagði í sam- tali við DV að hún væri ekki sann- færð um að lögin stæðust stjórnar- skrána og gæti þar af leiðandi eklci stutt þau. Hún segir að hún hefði viljað sjá breytingar á prósentuhlut sem markaðsráðandi fyrirtælci mættu eiga og um lcrosseignarhald á prent- og ljósvakamiðlum. „Mér finnst eðlilegt að fyrir hefði legið lögffæðiálit sem hefði getað stutt menn í þeirri trú að ftumvarpið félli að stjórnarskránni." Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að nú taki við málaferli til að reyna að hnekkja lög- unum. „Það er verið að afriema at- vinnufrelsi og tjáningarfrelsi í þess- ari grein að minnsta kosti og þú veist aldrei hvað getur fylgt á eftir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.