Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 Fréttir 0V Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 75 ára afmæli sínu i dag við hátíðlega athöfn á Hótel Nor- dica. Á ýmsu hefur gengið þessi 75 ár sem flokkurinn hefur verið starfandi en ferill flokksins er með eindæmum farsæll enda hef- ur hann alla sína tíð verið sá stærsti á landinu. Það skyggir þó á fagnaðinn að fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna en einmitt nú. 1929 Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður með sameiningu íhalds- flokksins og Frjálslynda flokksins. Jón Þorláksson verður fyrsti for- maður hins nýja flokks en árin tvö á undan höfðu flokkarnir tveir átt gott samstarf í stjórnarandstöðu. 1930 Fyrstu kosningar Sjálf- stæðisflokksins. Flokkurinn fékk 53,2% atkvæða og 8 menn af 15 kjörna í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Jón Þorláksson formaður fer í kosningaleiðangur út á land ásamt ungum og efnilegum Heim- dellingi, Gunnari Thoroddsen. 1931 Ríkisstjóm Framsóknar- flokks ákveður að rjúfa þing til að forðast vantrauststillögu sem sjálf- stæðismenn hugðust bera fram. Einhverjar mestu pólitísku deilur fslandssögunnar hlutust af í kjölfar- ið. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur vildu breyta kjördæmaskip- aninni sem hallaði mjög á þéttbýlis- staði. 1932 Framsókn myndar stjórn ásamt Sjálfstæðisflokki í von um að leysa deiluna um kjördæmaskipan- ina og berjast gegn kreppunni. 1933 Sátt náðist loks milli Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks um nýja kjördæmasíápan. Eftir að Alþingi samþykkti breytingarnar var þing rofið og nýjar kosningar boðaðar. Sjálfstæðisflokkurinn vann einn mesta sigur í sögu sinni, fékk 48% atkvæða. 1934 Tvennar kosningar voru á árinu. Sveitastjórnarkosningar þar sem flokkurinn fékk 49,1% atkvæða í Reykjavík en þingkosningarnar voru vonbrigði, flokkurinn fékk 42,3% atkvæða. Kaflaskil verða í sögu flokksins þetta ár - hann hefur aldrei síðan komist nálægt því fýlgi sem hann hafði 1930 og 1933. Ólaf- ur Thors kjörinn formaður undir lok árs. Þingflokkurinn á áttunda áratugnum Konur komust snemma að í flokknum þótt þær séu fáar I dag. 1935 Deilur rísa vegna nýrrar reglugerðar um meðferð og sölu mjólkur. Deilur innan flokksins vegna málsins, dreifbýlismenn töldu eðlilegt að vernda bændur fyrir samkeppni en aðrir minntu á að flokkurinn hefði atvinnufrelsi á stefnuskrá sinni. 1936 Fimmti landsfundur hald- inn þar sem skipulag flokksins var fest í lög. Aðrir flokkar áttu síðar eft- ir að fylgja þessu fordæmi. Erfið- leikar steðjuðu að sjávarútvegi og efnt var til mótmælafundar í Reykjavík. Ólafur Thors talaði þar einn á móti fimmtán andstæðing- um og vann sigur. 1937 Áframhaldandi deilur um sjávarútveg og fyrirtæki Thors- bræðra, Kveldúlf. Endir bundinn á stjórnarsamstarf Alþýðuflokks og Framsóknar og efnt til nýrra kosn- inga. Úrslit þeirra voru vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokk, 41,2% at- kvæða. 1938 Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í janúar og vann Sjálf- stæðisflokkurinn sigur í Reykjavík, hlaut 54,1% atkvæða og 9 menn af 15. Fyrsti stjórnmálaskóli flokksins haldin að frumkvæði Gunnars Thoroddsen. Árni skemmtir Árni Johnsen, á þessum tima ungur og efnilegurþingmaður úr Vestmannaeyjum, skemmtir ásamt öðrum á landsfundi árið 1983. 1939 Umræður um samstjóm Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks. Lá þá við að Sjálfstæð- isflokkurinn klofnaði þar sem marg- ir gátu ekki hugsað sér samstarf með Framsókn. 1940 Bjami Benediktsson kos- inn borgarstjóri í stað Péturs Hall- dórssonar sem lést. Gunnar Thoroddsen verður formaður Sus og harðar deilur voru á milli fram- sóknarmanna og sjálfstæðismanna um úthlutun innflutningsleyfa. 1941 Engar kosningar vegna hersetunnar. Peningar fæddu inn í landið og fór mesta orka stjórn- valda í að glíma við verðbólguna. Sjálfstæðismálið kemst aftur á dag- skrá. 1942 Tímamóta ár í sögu flokksins vegna kjördæma- breytingar sem gerði það að verkum að flokkurinn hefur verið sá stærsti á þingi síðan. Mikið deiluár þar sem tvenn- ar þingkosningar fóru fram. Flokkurinn fékk 39,5% atkvæða í hin- um fyrri en 38,5% í hinum síðari og að lok- um var utanþing- stjórn mynduð þar sem aðrar stjórnar- myndanir gengu ekki. 1943 Bjami Benediktsson flutti fræga ræðu, „Lýð- veldi á Islandi", þar sem hann svaraði þeim sem vildu fresta lýðveldis- stofnun ffam yfir stríðslok af tillitssemi við Dani samstarfi í lok árs 1946. Var þar deilt um utanríkisstefhu og Keflavíkur- samninginn. Loks mynduðu Sjálf- stæðis-, Framsóknar- og Alþýðu- flokkur samstjóm og síðar var Gunn- ar Thoroddsen kjörinn borgarstjóri. Á leið á rfkisstjórnarfund Forkálfar flokksins mæta i Stjórnarráðið 1980. 1948 Bjami Benediktsson kjör- inn varaformaður flokksins. 1949 íslendingar ganga í NATÓ eftir miklar deilur og mikil mótmæli á Austurvelli í kjölfarið. Framsókn rauf stjórnarsamstarf og efnt var til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 39,5% atkvæða og myndaði minnihlutastjórn með Ólaf Thors í forsæti. 1950 Sjálfstæðismenn héldu meirihluta sín- um í Reykjavík en náðu ekki meiri- hluta í neinum öðrum kaup- stað. Minni- 1955 Bréf send trúnaðarmönn- um flokksins þar sem rætt var um ádeilur Tímans og ýmissa forystu- manna Framsóknarflokksins, eink- um Hermanns Jónassonar, á sjálf- stæðismenn. 1956 Framsóknarflokkurinn rauf stjórnarsamstarf við Sjálfstæð- isflokkinn og gerði kosningabanda- lag við Alþýðuflokkinn, svokallað Hræðslubandalag. Flokkurinn hlaut 42,4% í kosningunum en tapaði þrátt fyrir það tveimur mönnum og fór í stjórnarandstöðu eftir 12 ára samfellda stjórnarsetu. 1957 Sjálfstæðismenn í harðri stjórnarandstöðu og mótaðist allt starf Sjálfstæðisflokksins af því. Albert og Geir Albert Guðmundsson og Geir Hallgrímsson takast íhendur á landsfundi. 1958 Flokkurinn vann stórsigur í Reykjavík og hlaut 57,7% atkvæða og hlaut víðar meirihluta í sveitar- stjórnarkosningum. 1959 Tvennar kosningar. Sjálf- stæðisflokkur fékk 29,7% í þeim síð- ari og myndaði Viðreisnarstjórn- ina í kjölfarið ásamt Alþýðu- flokki. 1960 Ákveðið að Geir Hallgrímsson yrði borgarstjóri í Reykjavík. Fyrsta skóflustungan Sjálfstæðismenn fagna byggingu Valhallar við Háaleitisbraut. 1944 Ólafur Thors flutti ávarp við Stjórnarráðið í Reykjavík 18. júní í kjölfar lýðveldistofnunar. Eftir samningaþóf var fyrsta þingræðis- stjórn lýðveldisins mynduð af Sjálf- stæðis-, Sósíalista- og Alþýðuflokki með Ólaf sem forsætisráðherra. Deilur innan flokksins vegna sam- starfsins við sósíalista. 1945 Deilur á síðum Morgun- blaðsins og Þjóðviljans þar sem deilt var um alræðisstjórnarfarið í löndum nasista og kommúnista. 1946 Prófkjör haldið fyrir sveita- stjórnarkosningar í Reykjavík. Ung- ur lögfræðingur, Auður Áuðuns, hafði sigur og í kosningunum hélt flokkurinn meirihluta sínum , fékk 48,2% atkvæða og 8 menn. í þing- kosningunum bætti flokkurinn í fyrsta skipti undir forystu Ólafs Thors við sig fylgi, fékk 39,4%. 1947 Þrátt fyrir góða kosningu stjómarflokkanna slitnaði upp úr Flokkur- hlutastjórn Ólafs Thors sagði af sér eftir van- trauststillögu Framsóknar. Ný stjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks mynduð með framsóknarmanninn Stein- grím Steinþórsson í forsætis- ráðuneyti. 1951 Þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson endurkjörnir sem for- maður og varaformaður. 1952 Átök í flokknum vegna for- setakjörs. Ásgeir Ásgeirsson naut stuðnings Alþýðuflokks en Sjálf- stæðismenn sættust á að séra Bjarni Jónsson yrði þeirra fram- bjóðandi. Gunnar Thoroddsen studdi Ásgeir og harðir sjálfstæðis- menn fyrirgáfu honum það aldrei. 1953 Flokkurinn tapar fylgi í al- þingiskosningunum vegna klofn- ingsframboðs, fékk 37,1%. Ólafur Thors myndaði samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. 1954 Flokkurinn hélt upp á 25 ára afmæli með því að halda meiri- hlutanum í Reykjavík, fékk 49,5%. eignast meiri- hluta í dag- blaðinu Vísi. 196 1 Lands- fúndur kaus Bjarna Benediktsson for- mann flokksins og Gunnar Thoroddsen varaformann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.