Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 21
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 21 Eyðsluseggurinn Gerard Houllier Gerard Houllier getur ekki kvartað yfir því að hafa ekki fengið pening til að kaupa leikmenn þau sex ár sem hann var við stjórnvölinn hjá félaginu. Alls eyddi Frakkinn geðþekki 128 milljónum punda í leikmenn á þessum sex árum en seldi leikmenn fyrir 45 milljónir punda. Hallinn á kaupum og sölum Houlliers er 83 milljónir punda og er óhætt að segja að nokkrar sölur hans, sérstaklega upp á síðkastið orki verulega tvímæhs. KAUP HOULLIERS 1999 Jean Michel Ferri 1,5 Frode Kippe 0,7 Rigobert Song 2,7 DjimiTraore 0,55 Sami Hyypia 2,6 Titi Camara 2,8 Stephane Henchoz 3,5 Sander Westerweld 4,0 Dietmar Hamann 8,0 Vladimir Smicer 4,0 2000 Emile Heskey 11,0 Bernard Diomede 3,0 Nick Barmby 6,0 Christian Ziege 5,5 Gregory Vignal 0,5 Daniel Sjölund 1,0 Igor Biscan 5,5 2001 John Arne Riise 4,0 Milan Baros 3,4 Jerzy Dudek 4,85 Chris Kirkland 6,0 LeTallec og Pongolle 6,0 2002 Abel Xavier 0,8 El Hadji Diouf 10,0 Bruno Cheyrou 3,7 Salif Diao 5,0 2003 Steve Finnan 3,5 Harry Kewell 5,0 Tölur i milljónum punda. Samtals 128,6 milljónir punda SÖLUR HOULLIERS 1999 Jason McAteer 4,0 Steve Harkness 0,75 David James 1,7 Jean Michel Ferri 1,5 Sean Dundee 1,0 Paul Ince 1,0 Oyvind Leonhardsen 3,0 Björn Tore Kvarme 1,0 Karl Heinz Riedle 0,2 2000 Stig Inge Björnbye 0,3 Dominic Matteo ekki gefið upp 2001 Christian Ziege 4,0 Robbie Fowler 11,0 Sander Westerveld 3,49 Alan Navarro 0,225 2002 Frode Kippe ekki gefið upp Jörgen Nielsen ekki gefið upp Nick Barmby 2,75 Steven Wright 3,0 2003 Enginn 2004 Emile Heskey 6,25 Tölur í milljónum punda. Á þennan lista vantar tuttugu leikmenn sem fóru á frjálsri sölu i valdatíð Houlliers hjá Liverpool, þar á meðal Steve McManaman, Brad Friedel, Gary McAllister, Jamie Redknapp, Jari Litmanen og Patrick Berger. Samtals 45,17 milljónir punda - 83,44 milljónir punda Stuðningsmenn Liverpool gráta væntaniega krókódflatárum eftir að tilkynnt var í gær að Gerard Houllier hefði verið sagt upp störfum hjá félaginu. Rick Parry, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá félaginu, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. „Stjómin taldi þetta vera nauð- synlegt skref til að við ættum raunhæfa möguleika á því að berjast um titla á næsta tímabili. Við sögðum alltaf að við myndum skoða stöðuna að loknu tímabili og það höfum við gert. Jafhvel þó að við höfum náð sæti f meistaradeildinni þá var lágmarkskrafa en ekki markmið,“ sagði Parry og bætti við að Gerard Houllier hefði tekið þessu af sfnu venjulega æðruleysi. Houliier kom til félagsins árið 1998 og vann þá við hliðina á Roy Evans f skamman tíma. Evans hvarf á braut f 'nóvember sama ár en það var ekki tímabilið 2000-2001 sem Houllier tókst loks að vinna titil fyrir félagið. Liverpool vann enska bikarinn og Evrópukeppni félagsliða og opnaði síðan tímabilið 2001-2002 með því að vinna Ofurbikar Evrópu en þar mætast sigurvegarar meistaradeildarinnar og Evrópu- keppni félagsliða. Houllier fékk hjartaáfall haustið 2001 og sfðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá karl- inum. Honum hefur ekki tekist að koma Liverpool upp að hlið Arsenal og Manchester United og mörg leik- mannakaup hans hafa þótt furðuleg. Hann var lítillátur á blaðamanna- fundinum í gær og þakkaði fyrir sig. „Ég kom hingað fyrir sex árum sem stuðningsmaður Liverpool og hverf á braut sem enn meiri stuðnings- maður. Ég hef yflrgeflð Liverpool en Liverpool mun aldrei yfirgefa mig." Leit að eftirmanni Houlliers er þegar hafin og þykja þeir Rafael Benitez, þjálfari Valencia, og Alan Curbishley hjá Charlton líklegastir. oskar&dv.is Líklegir eftirmenn Houlliers hiá Liverpool Alan Curbishley Alan Curbishley, sem hefur unnið frábært starf hjá Charlton síðan hann tók við knattspyrnu- stjórastöðunni hjá félaginu árið 1991 er efstur á óskalista Liverpool ef marka má breska fjölmiðla. Hann skrifaði undir nýjan þriggja og hálfs árs samning í febrúar en að sögn er ákvæði í samningnum sem gerir það að verkum . — að Charlton getur ekki staðið í vegi fyrir honum ‘ ef Liverpool ' ákveður að 1 setja sig í samband við hann. jfr Rafael Benitez Jose Mourinho Rafael Benitez, þjálfari Valencia, hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína með félagið undanfarið. Benitez vann deildina á sínu fyrsta ári með liðið, keppnistímabilið 2001-2002. í ár gekk hann hins vegar enn lengra og vann bæði spænsku deildina og Evrópu- keppni félagsliða. Umboðsmaður Benitez lét hafa efdr sér í gær að Liver- pool hefði ekki haft samband við Benitez og því síður hefði eitthvert sam- komulag verið gert. Jose Mourinho, þjálfari Porto, er án nokkurs vafa eftirsóttasti þjálfarinn í evrópsku knattspyrnunni um þessar mundir. Hann hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Chelsea að undanförnu og það væri óeðlilegt ef hans nafn skyti ekki upp kollinum í umræðunni um Liverpool. Mourinho hefur frábæra hluti með unnið deildina tvívegis, Evrópukeppni félagsliða og er kominn með í úrslit meistaradeild- Martin 0'Neill Martin O’Neiil hefur heldur bemr gert frábæra hluti á þeim flórum árum sem hann hefur stýrt skoska liðinu Celtic. Hann hefur unnið skoska meistara- titilinn þrívegis, bikarinn þrívegis og komið liðinu á kortið sem sterkt lið í Evrópu. Hann kom því í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða í fyrra en forráða- menn Celtic ætla að berjast með kjafti og klóm fyrir því að halda O’Nei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.