Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 Fókus DV í síðustu viku voru tveir hápunktar Listahátíðar í boði, japanskur flokkur skollóttra karla í pilsum sýndi Hibiki og þrettán manna flokkur frá Berlín dansaði og gekk verkið Körper. Páll Baldvin Baldvins- son fór á báðar sýningar og hefur eitt og annað um þær að segja - eins og venjulega. r „Körper verður að teljast einn framsæknasti viðburður Listahátíðar í Reykjavík 2004,“ segir í leikskránni sem dreift var frumsýningarkvöldið á Kroppaverki Söshu Waltz í síðustu viku. Löngu fyrr var sami innsláttur negldur inm' vitund kúnnanna í vlð- tækri og lúmskri kynningu: megin- myndefnið úr sýningunni sem hefur farið víða um meginlandið og vestur um haf er jú naktir líkamar, berir karl- ar og konur. Nekt er áberandi í sýn- ingunni sem í samhengislausum myndbrotum virðist byggja á laus- legri úttekt á líkamanum. Forsögn Það er sláandi við alla kynningu á dagskrárefni Listahátíðar að áhorf- endum er sagt fyrir: ekki einungis um listræn eigindi, heldur líka um inni- hald. í löngu máli í viðtölum og grein- um er atburðurinn sjálfur útlistaður, vinnuferlið skýrt og ætlun lista- mannsins útmáluð í stóru og smáu. Kontrólfríkin í listmiðlun eru í kynn- ingu sinni farin að minna ískyggilega á sölumenn... tja hvaða samlíking er við hæfi: sölumenn á bílum eða hljómtækjum. Þetta er ógeðfelld þróun og ólýð- ræðisleg, hún er líka til marks um hversu afstrakt inntak og opið - inn- tak/inntaksleysi - er orðið rfkjandi og það bæði vita og finna sölumenn vör- unnar, meistarinn sem er upphafs- maður verksins og hinir fúsu lærling- ar: blaðamenn, kynningarpésar og miðlar á rásum og blöðum. Það verð- ur bara á endanum að segja fólki hvað þetta er og hvað því á nú að finnast. Gamfa kenningin: „You cannot print it in the program" er löngu úr sér gengin. Partur af fram- setningu listaverksins er að segja hvað það er. Annars verða allir að ráða úr því sjálfir. Og það er ekki hægt - eða hvað? Stýripinnar Körper og Hibiki, þýskt og jap- anskt dansleikhús - áður hétu þetta bara listdansar en ruggum ekki þeim bát, við föllumst á hugtakið dansleik- hús til að lýsa tilteknu tímaskeiði í nútímadansinum - þessir tveir flokk- ar eru vafalítið dýrustu viðburðirnir á listahátíð. Partur af áróðrinum fyrir þessum 900 sætum sem þurfti að fylla á hvorn flokk - líklega með rúmlega 600 samanlagt miðum fyrir embætt- ismenn ríkis, bæjar, fjölmiðlamenn og listaelítuna, var fyrirferð leik- mynda: þrír gámar, tíu tonn osfrv. Þetta er innihaldslaus áróður, ekki jafn lágkúrulegur og verðmætabullið í Ólafi Kvaran og kó hjá Listasafni Rík- isins um postulínsstyttu Koons (Homage a Bing og Gröndal) en álíka þvaður. Smekkleysuverðlaun Annað búllsjitt sem var í gangi kringum þessi tvö atriði var ekki kom- ið ffá kynningardeild Listahátíðar, heldur forystumönnum hópanna: Amagatsu og Waltz tæptu bæði á inn- taki verka sinna: hann með vísun til Hfrósíma og Þjóðverjinn gaf laumu- lega í skyn að verkið hefði þróast upp- úr Gyðingasafni arkitektsins Liebes- kind. Þarna er líka sleginn tónn fyrir viðtakandann sem er svo vitlaus: Aha - atómsprengjan og helförin. Auðvit- að, ég skil þetta betur núna. Þetta er hámark smekkleysunnar. Ef ekki væri beinlínis verið að benda á þessi hörmulegu minni úr sögu síð- ustu aldar mætti skoða verkin sem eitthvað aUt annað: hugleiðingu um ræktun á peoníum og tilbrigði við læknisleik bama t.d. Svo galopin eru þau. Framúrskarandi/frábær En hvernig voru sýningamar sem alltof fáir áttu kost á að fá aðgang að? Þetta vom fallegar sýningar, hvor með sínum hætti, fluttar af þraut- þjálfuðum og öguðum listamönnum, skapaðar af miklu hugarflugi og myndvísi, komnar úr tveimur geróhk- um menningarheimum: japanska verkið var í nokkmm aðgreindum þáttum og breytti um listbrigði í flest- um þó er það vart sundurgreinanlegt í minningunni: var það dimmblátt þar eða var það seinna? Tækni dansaranna byggðist ekki síst á afar hægum hreyfingum, svo hægum á stundum að ekld virtist hreyfing, en svo hratt og snöggt en samt hægt. Með sex dönsumm náðist samfelld ffiðsöm kennd og heilög í huganum, hljómlist undir sem var ffá dropafalli í skarkandi drunur. Mynd- in var úr fjarlægð heil og sívirk eins og lífræn vera í djúpum sjó og sandur undir í undarlegu ljósi: kennslustund fyrir ljósameistara Þjóðleikhússins: engin skörp skil hér heldur líðandi breyting. Tákn og mið Ég er ekki viss um að japanska verkið hafi nokkurn boðskap, engan tilgang annan en að gára sálina. Sýn- ingin var undur sem ekki er þjált að skýra né lýsa: blóm sem opnast, gárur á fleti, vindhviða í grasi: náttúrulegt fyrirbæri en þó algerlega tilbúið. Zen- kennt andóf við veröldinni eins og hún er hávæmst, virkjuð, vædd, til neyslu, hröð hávær og hættuleg. Garður kyrrðar og rósemdar aflukt- um frá skarkala og háreysti, stáli og gleri. Kennslustund á þýsku Kroppasýningin þýska kom úr annarri átt en er í sjálfu sér lflca andóf við nútíma okkar og inní honum miðjum: þýskur weltsmertz úr tækni- væddasta og flottasta leikhúsi Evr- ópu. Waltz konan sem skóp verkið með samverkamönnum sínum var reyndar kölluð þangað til starfa þegar kynslóðin sem skóp ffægð Shaubu- hne við Lehniner-torg var búin á því og þurfti ný mið og nýtt umhverfi eins og grúppa sem hefur spilað of lengi saman. En fáfengilegt er að kalla það hús Mekka leiklistar í Evrópu en þó lýsandi: til Mekka koma menn í trú og falla ffam í dýrkun á steini. Miðjur leiklistar í Evrópu em margar. Margt var skondið í þýsku sýning- unni. Tiltæki í hreyfingum og átökum mörg en virtust á köflum leiða í sér- kurmátm einstakra dansara, þeirra spor sem vom endurtekin. Sýningin skiptist eiginlega í tvennt: fyrir og eftir fall múrsins - margra mannhæða veggur fellur beinlínis á sviðið og supu margir hveljur í salnum. Líkamar teygðir og snúnir, merktir verðmerkj- um og heitum þeirra við snúið. Verkið verður þannig löng en brotakennd hugleiðing um lflcamann í rými: af- skiptaleysi og afskipti, átök og ein- semd. Og svo hvað? Ég bara veit ekki. Á ferðum sínum hefur Waltz verið hafin til skýjanna en lflca ásökuð fyrir innantóma form- dýrkun. Tjáning hennar sækir á sömu mið og Magnús Pálsson vildi vísa leikhúsinu 1957 í kennigrein sinni irm stöðu leikhússins; leikhús sem byggir fyrst og fremst á tilfinningalegri skynjun, rétt eins og afstraktið hafði gert. Nú er svo komið að þetta er orð- in hálist, rándýrt skraut sem er til sýn- is fyrir 0.01% af þjóðunum. Og erind- ið er orðið svo óljóst, skilaboðin svo opin að við megum ráða hvað í sem við viljum: eins og allsnægtaborðið í búðunum, neyslufrelsið í ofgnótt ffamleiðslunnar: þú mátt kaupa þér hvað sem þú vilt - eins er list eins og þessi: hvað viltu að hún merki? Héma er leiðarvísir frá forstöðumönnum hátíðarinnar ef þér er um mun að hafa eigin skoðun, ráða sjálfur/sjálf í verkið. Var það ekki tilgangurinn með dauða höfundarins - fullkomið val- firelsi í lestri verksins? Tímanna tákn Hingað kómu sem sagt tveir flínkir danshópar með óræð verk en glæsileg útlits. Ekkert var til sparað svo þeirra sýning kæmist til skila. í sviðsrými Borgarleikhússins var allt opið í ljósa- loftinu og niður horfðu mörg tveggja þriggja og fimmþúsund vatta Ijós sem listamenn þar á bæ láta sig bara dreyma um. Á sínum tíma var Listahátíð komið á til að sýna getu íslenskra lista- manna, kalla þá til stórvirkja. Reyndar þurftu þeir að leggja fram vinnu sína fyrir eldd neitt á tímum svo yfirleitt yrði eitthvað úr tiltækinu. Nú sýnist mér stefna í að Listahátíð verði fyrst og fremst erlend sýning á dýrum at- riðum sem fara um Evrópu í flokkum. Mér sýnist lflca að þá megi leggja í ómældan kostnað við undirbúning sem okkar fólk fær ekki að láta sig dreyma um. Á hátíð sem kennir sig í ár við sviðslistir er það hrein móðgun að ekki skyldi efnt til íslenskrar sýningar með margra mánaða æfingarferli, öll- um ljósabúnaði sem þurfti, frum- saminni tónlist, stóru kasti, ffumsmíð í texta og því sem við viljum segja um okkur hér og nú. Og síðast en ekki síst: sýningu sem væri ekki til tveggja kvölda heldur margra, ekki fyrir örfáa heldur allan fjöldann. Listahátíð á ís- landi í Reykjavík. En það er lflca stefna. Körper og Hibiki verða lfldega víða á dagskrá í sumar í Evrópu. Ferða- langar ættu að h'ta eftir þeim. Þetta voru fínar kvöldskemmtanir. Páll Baldvin Baldvinsson Körper „Kroppasýningin þýska... er I sjálfu sér líka andófviö nútíma okkar og innlhonum miðjum:þýsk- ur weltsmertz úr tæknivæddasta og flottasta leikhúsi Evrópu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.