Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus ÞRIÐJUDACUR 25. MAÍ2004 25 * Róbert Douglas er að leggja af stað með sína þriðju kvikmynd í fullri lengd. Tökur hefjast í ágúst. Um helgina mættu tæplega tvö hundruð manns í áheyrnarprufur. Myndin hefur fyrirfram vakið mikla athygli enda yrkisefnið frumlegt: Hommar taka sig saman og stofna fótboltafélag. „Tökur hefjast 1. ágúst en undir- búningur hefst í júií, æfingar með leikurum og annað slíkt," segir Ró- bert Douglas kvikmyndaleikstjóri en í burðarliðnum er myndin „Strák- arnir okkar“ sem fjaliar um knatt- spyrnulið samkynhneigðra karl- manna, ástir þeirra og sorgir. Róbert leggur mikið uppúr því að æfa með leikurum áður en tökur hefjast, hleypa leikurum vel inn í karakterana. „Þá bætist verulega í hugmyndabankann. Ég hef haft þann háttinn á," segir Róbert en myndir hans Maður eins og ég og ís- lenski draumurinn áttu góðu gengi að fagna meðal íslenskra áhorfenda. Róbert segir þessa mynd ekki í sama dúr. „Það er reynd- ar svo að ef þú skoðar myndir leikstjóra sem skrifa handritin sjálfir, líkt og Woody Allen, að þeir eru mikið til að segja sömu söguna. Að einhverju leyti verður þetta því sama andrúmið, sama sýnin en ég skrifa handritið með Jóni Atla Jónassyni og þori að fullyrða að þetta er miklu betra handrit en ég hef áður verið með. Um helgina stóð Róbert fyrir áheyrnarprufu þar sem hann skoð- aði menn, sem eru til í að leika í eins og einni íslenskri kvikmynd, frá ýmsum sjónarhornum. Tæplega tvö hundruð mættu, þannig að ekki skortir áhugann, bæði voru á Hótel Sögu á laugardaginn áhuga- og lærðir leikarar og allt þar á milli. Róbert segist hafa séð marga þar strax sem passa í hlutverk. Annars á eftir að fara yfir pruftökurnar. Þegar hefur verið gengið frá því að Björn Hlynur Haraldsson, Þor- steinn Bachmann og Helgi Björnsson fari með hlutverk í myndinni. Róbert segist ekki hafa neinar meiningar hkt og sumir kvikmyndagerðarmenn þess efnis að jafnvel kunni að vera betra að nota áhugaleikara. „Meirihlutinn af mínum leikrum eru lærðir leikar- ar. Mín ímynd er kannski þessi vegna þess að ég notaði Tóta í ís- Bera saman rZ^narJú/íusKempog framleiða myndma, imvndinni.Strákarnir okkar^ lenska draumnum og svo Jón Gnarr tvisvar, en hann er ekki lærður. En vissu- lega er betra að nota lærða leikara, þeir skilja betur þann pró- sess sem er í gangi. En ég er reyndar hrifinn af því að nota óþekkta leikra. Þeir eru þá ekki brennimerktir einu hlutverki öðrum fremur." jakob@dvJs Leikur Leikar- inn Marlo Brando ætlar að leika sjálf- an sig í kvikmynd sem köll- uð verður Brando And Brando. Leikarinn hefur komið ffarn í afar fáum myndum síðustu árin en leist svo vel á handritið að hann ákvað að slá til. Sagan segir frá ungum barnalegum manni sem á þann draum heitastan að slá í gegn í Hollywood. Leikstjórinn er frá Tún- is en áætlað er að myndin verði ódýr í kostnaði. Brando hefur tvisvar sinnum unnið óskarinn og var einn eftisóttasti leikarinn á sín- um yngri árum. ■ I upp hefur misst samninginn sinn við útgáfufyrirtækið Warner Records. Ástæðan er lélegt gengi á vinsældarlist- um en söngkonan hef- ur aldrei náð fyrsta sætinu. Dannii segist vera vonsvikin en ætl- ar ekki að gefast upp og vonar að minna út- gáfufyrirtæki taki hana upp á sína arma. Dannii er systir Kylie Minogue sem hefur gengið mun betur en litlu systur sinni. Talsmaður Warner Records segir erfiða tfma f bransanum þessa dagana og býst við meiri niðurskurði. ^fiinfírfyTTr rryf.n ríjTiTrlrnfiT, Sharon Stone stjórnaði góðgerðarsam- komu fyrir eyönisjúklinga á Cannes-kvik- myndahátlðinni.Samkoman varhaldin á einum flottasta veitingastaö frönsku Rlver- unnar og gestirnir voru ekki afverri endanum.Meðal gesta voru AshleyJudd, Kevin Kline, Quentin Tarantino og Rod Stewart sem toppaði alla I gjafmildi sinni. Sheryl Crowe og Natalie Portland tóku lagið ásamt Lizu Minelli, sem söng You Made Me Love You og tileinkaði lagið móður sinni, Judy Carland. Stone þótti afar glæsileg í rauðum silkikjólog gestir voru sammála um að leikkonan hefði aldrei litiö betur út. Staðfastir falla þeir Það er býsna erfitt að vera sjálfum sér sam- kvæmur. Ég þekki það vel af eigin raun. Þús- undir hugsana flögra um heilabúið líkt og bý- flugnasveimur á degi hverjum og oft virðist til- viljun ein ráða því hvaða flugu maður asnast til að grípa á lofti. Hins vegar reynir maður eft- ir mesta megni að byggja sér einhvers konar skipulag í hugmyndum sínum og skoðana- myndunum. Maður lítur til afleiðinga fyrri ákvarðana sinna, forðast hræsni og hleypi- dóma og ræktar með sér umburðarlyndi og skilning á ólíkum sjónarmiðum. Þetta hljómar vel, upplýst, gagnrýnið og jafnvel skynsam- legt. En þetta virkar því miður ekki alltaf, ekki frekar en maður getur fylgt flugunni eftir í sveimnum. Því að jafnvel þó ég reyni oftast að hugsa áður en ég opna munninn verð ég iðu- lega fyrir því að skjóta sjálfan mig í fótinn. Fólk stendur mig að því að segja eitt í dag og annað á morgun. Ég er fuhur bjartsýni á föstudegi en svartsýni þremur sólarhringum síðar án nokk- urrar sýnilegrar ástæðu. Það er stundum eins og maður ráfi blindur um jarðsprengjusvæði himinlifandi yfir að hafa ekki sprungið enn. Það eina sem maður getur gert er að passa sig á að stíga ekki of fast niður og vona svo það besta. Þetta á örugglega við um fleiri en mig en einhverra hluta vegna er ekki vin- sælt að viðurkenna það. Menn sjá það sem merki um veikleika að skipta um skoðun, segja jafnvel um þannig fólk að því sé ekki treystandi. Ég segi hinsvegar: Þeir sem láta slfka vitleysu út úr sér eru auðvitað ekki undanskildir því að skipta um skoðun, þeir bara viður- kenna það ekki. Og hverjum er þá ekki treystandi? Ég hef enga trú á því að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson séu enn stoltir af ákvörðun sinni um að styðja það tilgangslausa stríð sem nú er enn háð í Irak. Þeir eru einfaldlega ekki nógu vitlausir til þess. Hins vegar er það jafn ólíklegt að þeir félagar viður- kenni mistök sín og það er líklegt að George W. Bush takist að slökkva þá ófriðarelda sem nú loga í Mið-Austurlöndum. Staðfestan sem sumir leiðtogar stæra sig af þessa dagana, og er eflaust liður í því að vera sjálfum sér samkvæmur, virðist ætla að verða þeim að falli. Synd að þeir þurfi að draga okk- ur hin niður með sér. Höskuldur Ólafsson Anna Kournikova og Enrique Iglesias eru orðin þreytt á því að búa í sitt hvoru húsinu. Til parsins sást í húsnæðisleit í Kaliforníu en þau eiga sitt hvort húsið á Miami. Nú er samband þeirra orðið það alvarlegt að þau hafa ákveðið að stíga næsta skref. Tennis- stjarnan, sem verður 23 ára í júni, sást skarta stómm demantshring á fingri svo spurn- ingar hafa vaknað hvort brúðkaup sé fyrirhugað á næstunni. r / *-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.