Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 32
i—1 s t t I i rrZUllSXOM Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. 5505D9D SKAFTAHLÍÐ 24, 105 REYKJAVÍk[STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS05000 • Einn af umtöl- uðustu sonum ís- lands sem verið hefur langdvölum erlendis spókar sig nú á götum Reykjavlkur. Þar er á ferð enginn annar en Heiðar Jónsson, svokallaður snyrtir. Heiðar hefur starfað alllengi sem flugþjónn hjá Atlanta. Hann hef- ur átt erfitt uppdráttar hér heima eftir kynlífshneyksli á sín- um tíma. Nú mun Heiðar hins vegar loksins æda sér að flytja aftur til heimalandsins eftir hina sjálfskipuðu útlegð... • Nokkur fjöldi fólks beið þess í röð í gær að Alþingishúsið yrði opnað þeim sem vildu fylgjast með stjórnarmeirihlutanum samþykkja lög gegn Norðurljós- um. Biðraðarfólkið veitti því eftirtekt að um sex metra frá Al- þingishúsinu stóð tveir góðvinir Davíðs Oddsson- ar forsætisráð- herra þeir Hall- grímur Helgason, höfundur Bláu handarinnar, og séra ömBárður Jónsson höfund- ur smásögunnar íslensk fjalla- sala ehf. Félagarnir voru kyrr- stæðir um hríð og það kvisaðist út í biðröðinni að Davíð hefði látið setja á þá nálgunarbann. En svo reyndist þó ekki vera og þeir fóru óáreittir inn í þing- húsið... Gantaðist Ólafur með Davíð? / Eyjamenn kunna ekki að girða Hross átu, skitu og tröðkuðu á goltvelli „Þeir komu í fyrrakvöld, flmm hestar, og hlupu um golfvöllinn. Þetta er orðinn hátt í 800 hola golf- völlur," segir Örlygur Grímsson, um- sjónarmaður á golfvellinum í Vest- mannaeyjum. Þetta er annað skiptið á einni viku sem hross skemma völl- inn. „í fyrra skiptið hlupu sjö til átta hross niður eina brautina og komu inn á völlinn og vom þar á beit. Þetta var á mánudaginn. En svo komu önnur hross í fyrrakvöld, þau hlupu bara um og náðu ekki að fara á beit. Ég var nýbúinn að græða upp nokk- ur green, út af sjónum, og hestarnir tröðkuðu þetta," segir örlygur. í þokkabót skildu hestarnir eftir sig sla't. „Það eru nokkrir skítahaugar á milli fyrstu og fjórðu holu,“ segir hann og tekur fram að eigendur hrossanna ættu að lagfæra golfvöll- inn og hreinsa skítinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni náði eigandi hrossanna að fanga dýrin aftur. Málið nær ekki lengra af hálfu lögreglunnar nema kæra berist. Gunnar Ámason í Lukku er eig- andi hrossanna sem sluppu á mánu- daginn í síðustu viku. Hann segir ekki ff éttnæmt að hross sleppi út um rafmagnsgirðingu og sletti úr hófun- um. „Þetta em hlutir sem gerast uppi á landi líka. Mér þykir umfjöllun um skepnuhald í Vestmannaeyjum of neikvæð." Mikil deila hefur staðið milli garðyrkjumanna og golfunnenda annars vegar, og hrossabænda og sauöfjárbænda, hins vegar, um skepnuhald í Vestmannaeyjum und- Afvopnar Vopnafjörð Idol-stjarnan Kalli Bjarni heim- sótti Vopnafjörð um síðustu helgi. Á laugardagskvöldið hélt stórsöngvar- inn að sögn vopnafjordur.is íjöl- skyldutónleika í Miklagarði. Þar er sagt að ijör hafi verið. Krakkarnir á staðnum hafi skemmt sér konung- lega við að hlusta á Kalla flytja fjörug lög. Að tónleikunum loknum hafi Kalli Bjarni veitt unga fólkinu eigin- handaráritanir „á hitt og þetta." Kalli Bjarni Skemmti IMiklagarði. Forsetinn grínaðist með Guð c> Ólafur Ragnar Grímsson forseti hitti 64 þýska blaðamenn í „kurteis- islegu kokteilboði" á Bessastöðum um kvöldmatarleytið í gær. Pétur Óskarsson, hjá ferðaskrifstofunni Katla Travel, heldur utan um blaða- mannahópinn, sem er boðinn hing- að af Ferðamálaráði. Forsetinn byrj- aði kokteilboðið á brandarasyrpu. Þótti einna best þegar forsetinn sagði það rangt að Guð hefði skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig þann sjöunda. Raunin hefði verið sú að hann hefði þurft að nota sjöunda daginn, því svo mikill tími fór í að hanna fegurð fslands. Þýsku blaða- mennirnir sýndu mælsku og kímni- gáfu forsetans velþóknun með hlátri. Flestir blaðamannanna sér- hæfa sig í umfjöllun um ferðamál, en einnig voru í hópnum frétta- menn sem heimsóttu Alþingi um 800 holur Örlygur Grímsson, umsjónar- Lögreglan skimar Lögreglan hefur maður golMlarinslVestma^namm margsmnis verið kölluð til vegna vanc bendir hérá holur álS.braut eftir hross ræöa við skepnuhald ÍEyjum. hlupu dýrvitlaus um völlinn. anfarna mánuði. Auk þess að laus hross hafi traðkað niður golfvöllinn hafa rollur verið tíðir gestir, bitið gras og skitið. Kristján Bjarnason, garð- yrkjumaður í Eyjum, hefur átt í rit- deilu við Gunnar í Lukku á vefnum eyjar.net. Gunnar sagði meðal ann- ars í grein sem hann ritaði á dögun- um að ágangur dýra gerði landinu gott, þar eð samþjöppun á jarðvegi væri forsenda þess að landið héldist á sínum stað. Þessu svaraði Kristján í grein sinni „Kindarlegar kenningar", þar sem hann kallaði Gunnar í Lukku tómstundabónda. Nú þegar er nóg að gera á golfvell- inum í Vestmannaeyjum, að sögn umsjónarmanna, enda er hann tal- Ummerki hrossa Hrossin ristu upp'9°% völlinn og bættu við nokkur hundruð holum. inn með einum þeirra betri á land- inu. Fyrirhugað er að halda golfmót- ið Volcano open í júlí, þar sem mið- næturgolf hefur vakið athygli útíend- inga. Örlygur reiknar með að það taki aðeins mánuð að laga holurnar eftir hestana. „Það sprettur allt svo hratt hér í Vestmannaeyjum," segir hann. jontrausti@dv.is ER TOLVAN AÐ GERA ÞIG BRJÁLAÐA(N)? Hrókur alls fagnaðar Þýsku blaðamenn- irnir höfðu gaman að Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta. daginn, þar sem mikil átök fóru fram um fjölmiðlafrumvarpið. „Það spurðist út í þessum hóp sem var niðri á Alþingi að mikil átök væru í gangi um fjölmiölamál. Það fór ekki milli mála hvað var á seyði þar," seg- ir Pétur. Ekki er vitað til þess að blaðamennirnir hafi spurt forseta hvort hann hyggðist beita málskots- rétti sínum á fjölmiðlafrumvarpið. Komdu með gömlu vélina og við ráðleggjum þér hvað gera skal! TASK tölvuverslun rekur stórt og glæsilegt tölvuverkstæði í Armúla 42. Þar vinnum við með viðskiptavinum okkar - einstaklingar jafnt sem fyrirtæki. Við veitum þér persónulega og góða þjónustu. - Allar helstu uppfærslur, lagfæringar og aðlögun í boði. - Við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af hljóðlátum tölvu aukahlutum. - Gerum háværan tölvubúnað lágværan. - Við ráðleggjum þér hvað er best að gera, hvort sem það er að uppfæra tölvuna eða laga hana til. TASK þjónusta er fyrir þig - Við vinnum hlutina með þér ÖÐRUVÍSI TÖLVUVERSLUN TASK Tölvuverslun - Ármúla 42 - s: 588 1000 - www.task.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.