Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 11
TIMARIT VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLANDS 1. hefti 1971 56. árg. Hvenœr linnir brennunni? Undir verulegum hluta höfuðborgarsvæðisins liggur mikið jarðhitasvæði. Um þrír f jórðuhlut- ar af öllu húsnæði þar er nú hitað með jarðhita, þ. e. a. s. mestur hluti alls húsnæðis í Reykja- vík. Þrátt fyrir jarðvarmann á höfuðborgar- svæðinu og enn meiri varma í nágrenni þess er olía brennd þar til húshitunar fyrir um 150 milljónir króna á ári. Engin samfelld áætlun er enn til um að stöðva þennan bruna. Til fárra stórframkvæmda hér á landi væri fé landsmanna betur varið en til lagningar hitaveitu í þennan fjórðung húsa í nágrenni Reykjavíkur, sem nú er kyntur mcð olíu. Þetta mun ekki rök- stutt hér, en bent á eftirfarandi atriði: 1) Undir höfuðborgarsvæðinu liggur löng spilda, sem jarðhiti er í, sem á þó nokkuð mis- greiða leið upp á yfirborðið. Spilda þessi nær norðan a.f Kjalarnesi og suður á Álftanes. Enn er þessi spilda langtfrá fullkönnuð og varla enn fullnýtt. 2) Fyrir tíu árum tók Hitaveita Reykjavíkur í notkun fyrstu djúpdælurnar. Þessar dælur geta margfaldað afkastagetu jarðhitasvæða miðað við það sem næst með frjálsu rennsli. Hitaveita Reykjavíkur hefur á lofsverðan hátt sigrazt á helztu vandkvæðunum, sem áður fylgdu þessum dælum. Með djúpdælum má væntanlega marg- falda rennslið frá jarðhitasvæðinu í Mosfells- sveit. 3) Miklar framfarir hafa orðið í aðferðum við rannsókn jarðhitasvæða. Jarðhitaleit er því nú árangursríkari en áður. 4) Með reynslu síðustu ára og bættum tækja- kosti Jarðborana ríkisins næst nú jafnari og betri árangur en áður af borunum. Sérstaklega má benda þar á góðan árangur, sem náðst hefur í því að opna vatnsrásir í borholum út í vatns- leiðandi lög. 5) Með tæknilegum endurbótum á frágangi á dreifikerfum hefur tekizt að gera þau mun ódýr- ari og öruggari en áður. 6) Með útboðum Hitaveitu Reykjavíkur hafa nokkrir verktakar öðlast mikilsverða reynslu í lögn kerfa og hefur kostnaður vegna þeirra far- ið lækkandi miðað við annað verðlag. 7) Verð á olíu hefur farið hækkandi síðustu ár á heimsmarkaðinum. Ástæða er til að ætla að verðið á olíu muni heldur fara hækkandi eftir því sem tími líður. Er nú ekki kominn tími til að þessari brennu sé hætt? Að hætt sé að sóa hundruðum milljóna króna árlega í erlendum gjaldeyri með brennslu olíu til húshitunar, en að nota jarðhita og raf- magn þess í stað? Fyrsti áfanginn í aukinni notkun hinna inn- lendu orkugjafa til húshitunar, og væntanlega sá hagkvæmasti, væri að leggja hitaveitu í öll hús á höfuðborgarsvæðinu, sem nú brenna olíu. Hefti þetta af Tímariti Verkfræðingafélags Is- lands hefur því verið helgað hitaveitumáli höf- uðborgarsvæðisins. Það er von ritstjórnarinnar, að þetta megi flýta nokkuð fyrir því að þessari sóun á gjaldeyri þjóðarinnar verði hætt.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.