Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 15
TlMARIT VFl 1971 5 andi berglög sé að ræða. Er hið efra á bilinu frá 150—1250 m, en hið neðra frá 1350—1700 m. Nær því aðeins síðasta holan, S—III niður í neðra lagið. Á grundvelli þeirra mælinga, sem gerðar hafa verið í öllum holun- um, er gert ráð fyrir, að 30—40% þess vatns, sem úr S—III fæst, sé úr efri leiðaranum. Reiknast Jarðhita- deild til, að 40—50 1/s vatnsvinnsla úr tveimur 1600—1700 m djúpum vatnsvinnsluholum mundi ekki valda óhóflegri vatnsstöðulækkun á svæð- inu (heimild nr. 2). Efnagreining vatns úr S—III sýnir, að klórinnihald er um 500 mg/1 og sýrustig (pH) nálægt 8,4. Telur deild- in þetta hættulega mikið klórinni- hald, þó að hið háa sýrustig bæti að vísu nokkuð úr, og er ekki talið fært að nýta vatnið beint nema að undangenginni ýtarlegri rannsókn á tæringarhættu (heimild nr. 3). Með tilkomu holu S—III var við- horfið til hitaveitu á Seltjarnarnesi gerbreytt, og ákvað sveitarstjórnin I ágúst 1970 að skipa hitaveitunefnd borgara til að kanna hug íbúanna til hitaveitunnar. Þessi nefnd starfaði fram í desember 1970 og gaf þá sveitarstjórn skýrslu, þar sem mælt var með því, að hafinn verði hiðfyrsta undirbúningur og fullnaðarhönnun veitunnar. Jafnframt beitti nefndin sér fyrir tæringarprófunum á vatn- inu úr holu S—III. Var sýnum kom- ið fyrir I leiðslum frá holunni 10. nóvember 1970, og átti að taka þau og athuga eitt og eitt með um það bil tveggja mánaða millibili. Sá Vermir h.f. um hönnun sýnanna í samráði við Sigurð R. Guðmundsson efnaverkfræðing. Tvö tæringarsýni hafa verið tekin og athuguð, þegar þetta er ritað. Hefur tæringarhraði reynzt sem hér segir: Sýni tekið 15. jan. 1971 (eftir 66 daga): 0,00002 ”/ári. Sýni tekið 12. marz 1971 (eftir 122 daga): 0,000013 ”/ári. Þessi tæringarhraði er mjög lítill, og telja sérfræðingar, að vatnið sé nothæft í einfalt dreifikerfi. Sveitarstjórn Seltjarnarness tók til- lögur hituveitunefndarinnar til greina og hefur verið samið við Vermi h.f. Fjórir aðalbyggðakjarnar á Seltjarn- arnesi (A, B, og G) og prjár bor- holur (S I, S II, og S III). um fullnaðarhönnun og útboðslýsing- ar. Á grundvelli þeirra tæringarpróf- ana, sem gerðar hafa verið, er til- högun allra framkvæmda miðuð við einfalt dreifikerfi. Á Seltjarnarnesi voru í árslok 1969 rúmlega 2000 íbúar, og skiptist byggðin I aðalatriðum í fjóra greini- lega aðskilda byggðarkjarna (A, B, C, D á mynd). Af þessum kjörnum er hverfi A langstærst og búa þar um 60% allra ibúanna. Hola S—III er næst þessu hverfi, og liggur það því sérlega vel við virkjun holunnar. Þar sem vatnið er yfir 100° heitt, verður nauðsynlegt að kæla það nið- ur, áður en þvi er veitt til neytenda. Er reiknað með því að hluti dreifi- kerfisins verði tvöfaldur og bak- rennslið notað tii að kæla vatnið nið- ur í ca. 80°C. Miðað er við veitu fyrir 2500 manna byggð, og er hlut- fall hita og þéttbýliskjarna þannig, að hæfilegt er að hverfi A sé allt með tvöföldu kerfi en önnur hverfi einföld. Vermir h.f. hefur gert fram- kvæmdaáætlun fyrir veituna (heim- ild nr. 4) og er þar reiknað með því, að hún verði byggð í þrem áföngum, þar sem fyrsti áfangi verði hverfi A og B, annar áfangi hverfi C og þriðji og síðasti áfangi hverfi D. Hola S— III mun nægja fyrir fyrsta áfang- ann, en reiknað er með nýrri bor- holu, þegar C og D hverfin bætast við. 1 framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir því, að fyrsta áfanga verði lokið í október 1971 en annar og þriðji áfangi verði framkvæmdir sumrin 1972 og 1973. Ekki hefur enn verið ákveðið end- anlega hver heimtaugagjöld veitunn- ar verða. Reiknað er með því, að gjöldin verði ca. kr. 20.000,00 fyrir 300 m3 íbúð og stighækkandi fyrir stærri ibúðir. Þá er og reiknað með hærri gjöldum fyrir þá, sem síðar tengjast veitunni, og munu þau gjöld væntanlega miðast við verð ketils og kynditækja. Varminn mun verða seldur sam- kvæmt hámarksrennsli, sem stillt verður með hemli. Er gert ráð fyrir því, að verðið verði 10% undir varmakostnaði með oliu á meðan veitan nær ekki til allra íbúa hrepps- ins, en síðan verður gjaldskráin end- urskoðuð, þegar veitan er fullgerð. Gert er ráð fyrir, að verkið verði boðið út mjög fljótlega, og ætti því fyrsti áfangi Hitaveitu Seltjarnarness að taka til starfa I október næst- komandi. HEIMILDIR: 1. Varmaveita fyrir Seltjarnarnes. Frumáætlun gerð af Vermi h.f., apríl 1970. 2. Vatnsvinnsla og vatnsstöðumæl- ingar í borholum á Seltjarnarnesi I ágúst—september 1970. Orku- stofnun, jarðhitadeild, okt. 1970. 3. Efnagreiningar á vatni úr holu S—m, Seltjarnarnesi. Orkustofn- un, jarðhitadeild, 10. nóv. 1970. 4. Virkjun jarðhita á Seltjarnarnesi. Skýrsla til sveitarstjóra Seltjarn- arneshrepps. Vermir h.f., janúar 1971.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.