Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 17
TÍMARIT VPl 1971 7 Vöxtur hitaveitunnar Þess hefur áður verið getið, að þegar hitaveitan tók til starfa í des- ember 1964, voru aðeins 3 íbúðar- hús tengd henni, en önnur þrjú bætt- ust við fyrir áramót. Öll uppbygg- ing hverfisins og þar með vöxtur hitaveitunnar varð síðan mun hæg- ari en ætlað hafði verið fyrirfram. Hafði það að sjálfsögðu áhrif á rekstrarafkomuna. Enn er jafnvel ekki farið að nota öll þau hús, sem í upphafi var gert ráð fyrir að tengd yrðu hitaveitunni. Síðar bættist þó annað raðhúsahverfi við Hrauntungu- veituna, ennfremur tveir skólar. Tún- brekkukerfið tók til starfa 1968. Rúmmál þeirra húsa, sem tengd eru Hitaveitu Kópavogs hefur verið svo sem hér segir i lok hvers árs: Hraun- tungu- kerfi Tún- brekku- kerfi Samtals m3 m3 m3 1964 3.800 3.800 1965 25.100 25.100 1966 36.500 36.500 1967 56.100 56.100 1968 74.200 10.400 84.600 1969 76.800 19.800 96.600 1970 79.400 34.800 113.200 Eins og fyrr hefur verið getið mun nærri láta, að hitaveitan nái til um 10% af öllu íbúðarhúsnæði í bæn- um. Gjahlskrá og fjármál Hér verður aðeins lítillega drepið á nokkur atriði, sem varða gjaldskrá og fjármál hitaveitunnar. Frumáætlun Fjarhitunar s.f., sem gerð var 1963, benti til þess að allur stofnkostnaður hitaveitunnar, kyndi- stöð og dreifikerfi, næmi svipaðri upphæð og stofnkostnaður vegna sérkyndingar í öllum húsum hverf- isins. Mátti þvi búast við að tengi- gjöld húsanna gætu að verulegu leyti staðið undir stofnkostnaði veit- unnar í Hrauntunguhverfið, enda þótti ekki óeðlilegt að tengigjöldin yrðu miðuð við fyrrnefndan kostn- að. Þetta samhengi stofnkostnaðar og tengigjalda breyttist hinsvegar þeg- ar frá upphafi af ýmsum ástæðum. Tengigjöldin voru ekki hækkuð til samræmis við verðhækkanir fyrstu árin og síðar var gjaldskránni breytt með hliðsjón af þvi, að fýsilegt þótti einnig að tengja eldri hús við hita- veituna. Hin upphaflega kostnaðar- áætlun fór þvi verulega úr skorð- Kyndistöð í Iíópavogi. Kyndistöð þessi við Digranesveg í Kopavogi lietur brátt lokið lilutverki sínu að fullu. Hún var byggð árið 1961t fyrir raðhúsaliverfi, sem Sig- valdi Thordarson, arkitekt, skipulagði og teiknaði. Um 80 þús. m* húsnœðis eru nú tengdir við fjarhitunarkerfi bessarar kyndistöðvar. 1 lok þessa árs munu eldar katlanna vonandi slokkna að fullu. Kópavogs- kaupstaður liefur gert samning við Hitaveitu Reykjavíkur um kaup á heitu vatni fyrir hin olíukyntu fjar- hitunarkerfi í Kópavogi.Vonandiboð- ar þessi samningur hitaveitu fyrir allan Kópavog og önnur sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarinnar innan fárra ára. um, bæði vegna fyrrnefndrar breyt- ingar á gjaldskrá, vegna þess að hverfa varð frá hinum einfalda frá- gangi á hluta á dreifikerfinu og enn- fremur vegna þess að síðari áfang- ar veitunnar voru óhagstæöari hvað víðáttu dreifikerfisins snerti. Heildarútkoman hefur orðið sú, að tengigjöldin hafa numið um þriðj- ungi stofnkostnaðar við Hrauntungu- kerfið en aðeins fimmtungi kostnað- ar við Túnbrekkukerfið. Gjald fyrir vatnið er tvennskonar: Notkunargjald samkvæmt vatnsmæli, og breytist það í samræmi við breyt- ingar á olíuverði, og svo fastagjald, sem fylgir byggingarvisitölu og mið- ast við hússtærð. Fastagjaldið nem- ur 20-25% af heildargjaldinu. Talið hefur verið að heildargjald fyrir vatn frá hitaveitunni væri yf- irleitt nokkru lægra en olíukostn- aðurinn einn við sérkyndingu með gasolíu. Sumir notendur hafa þó vé- fengt þessa niðurstöðu, en erfitt er um öruggan samanburð vegna þess hve mjög mismunandi notkun manna er, miðað við sömu stærð húsnæðis. Þetta gildir hvort heldur hitað er með olíu eða hitaveitu. Með- alnotkun á ári hefur í Kópavogi ver- ið 1,60-1,65 rúmmetrar vatns á hvern rúmmetra húss, en sveiflur umhverf- is þetta meðaltal eru mjög miklar. Olíukostnaður er langstærsti út- gjaldaliður hitaveitunnar. Afkoma hennar er þvi mjög háð því hver olíunotkunin er miðað við vatnssölu, þ.e. nýtingu oliunnar. Rekstrarhalli varð allmikill fyrstu ár Hraun- tungukerfisins, en hagnaður hefur verið síðustu ár. Enn er þó töluverð- ur halli á Túnbrekkukerfinu, enda er oliunotkun þar miðað við hvem rúmmetra af seldu vatni töluvert meiri en i Hrauntungukerfinu hin síðustu ár. Heildarfjárfesting hitaveitunnar fram til síðustu áramóta hefur num- ið 18,4 millj. kr. og þar af hafa not- endur greitt sem stofngjöld 4,9 millj. kr. Ný viðhorf Nýlega hefur verið gerður samn- ingur við Hitaveitu Reykjavíkur um kaup á heitu vatni til þeirra kerfa sem Hitaveita Kópavogs á nú og jafnframt til töluverðrar aukningar þeirra. Verður gengið frá nauðsyn- legum lögnum í þessu skyni nú í haust, þannig að ekki þurfi að nota kyndistöðvarnar næsta vetur. Verð- ur þá bráðabirgðastöðin við Nýbýla- veg 1 ögð niður, en stöðinni við Digra- nesveg verður haldið sem varastöð. Þessi samningur er þó aðeins til bráðabirgða, en jafnframt verða teknar upp viðræður um kaup á vatni til hitaveitu fyrir allan Kópa- vogsbæ. Boranir, sem Hitaveita Reykjavíkur hefur að undanförnu látið framkvæma að Reykjum í Mos- fellssveit, hafa leitt í ljós, að þar er miklu meira vatnsmagn að fá en áð- ur var álitið og nægilegt um alllangt árabil fyrir Reykjavík og Kópavog og jafnvel fleiri bæjarfélög. Væntan- lega verður vatn frá Reykjum ódýr- ara en Hitaveita Kópavogs getur átt kost á annars staðar frá, en ekki verður þó enn sagt um á hvaða grundvelli samningar um það geta tekizt. Ljóst er að rekstri oliukyntra fjar- hitunarkerfa hjá Hitaveitu Kópa- vogs er senn lokið. Væntanlega verður þeirra minnzt sem sérstæðra og giftudrjúgra áfanga á leið að lökamarkinu, sem er jarðvarma- veita um alla byggð kaupstaðarins.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.