Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 20
10 TlMARIT VFl 1971 Húshitun á höfuðborgarsvæðinu Eftir Karl Ömar Jónsson, yfirverkfræðing Inngangur Gera má ráð fyrir, að sú orka, sem notuð er hér á landi til húshitunar árleg-a, samsvari um 2200 GWh og tœp 60% þessarar orku séu notuð hér á höfuðborgarsvæðinu. Húshitun er mjög stór þáttur í okkar orkubúskap og nemur um 45% af heildarorkunotkun hér á landi. Er því mikilvægt að vinna ötullega að því að auka notkun innlendra orku- gjafa til húshitunar, hvar sem hag- stæð skilyrði eru til þess. Hér verður einkum leitazt við að sýna fram á hinn stóra markað, sem er hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir innlenda orkugjafa til húshitunar, og hefi ég þá fyrst og fremst I huga hinn mikla jarðvarma, sem er hér I nágrenninu og hagkvæmt er að virkja. Hér á eftir verður gerður saman- burður á verði og notkun hinna þriggja orkugjafa, sem notaðir eru til húshitunar hér á höfuðborgar- svæðinu, þ. e. heitu vatni, rafmagni og olíu, rakin notkunarþörf hvers sveitarfélags og gerður samanburður á verðlagsþróun þessara orkugjafa síðastliðin tíu ár. Þá er sagt frá framförum á frágangi hitaveituæða, gerður samanburður á einföldum og tvöföldum dreifikerfum og að lokum gerður lauslegur samanburður á framleiðslukostnaði raforku annars vegar og hins vegar framleiðslu- og dreifingarkostnaði jarðvarmaorku. Afl, orkunotkun og kostnaöur. 1 grein minni um húshitun, I Tímariti VFl, nr. 4—6 1968 var skýrt frá niðurstöðum könnunar um orkunotkun ýmissa húsgerða og gerður kostnaðarsamanburður á olíu-, hitaveitu- og rafmagnshitun. Þær meðalnotkunartölur, sem þar fengust, eru notaðar hér í 1. töflu, en í kostnaðarsamanburðinum er miðað við verðlag í maí 1971. Eins og um getur í fyrrnefndri grein, eru húsin, sem könnunin nær til, af mismunandi gerðum og stærð- um. Þannig voru olíu- og hitaveitu- hituð hús bæði stór og smá, f jölbýlis- hús og einbýlishús, en rafhituðu húsln eingöngu einbýlishús. Kranavatnsnotkunin er þó ekki með I sumum rafhituðu (daghituðu) húsunum. Kostnaðarsamanburður milli oliu- og hitaveituhitunar ætti að vera all- góður, en grundvöllur rafhitunar- kostnaðar er ekki eins traustur og æskilegrt væri. Hann er þó látinn nægja hér, þar sem betri tölur voru ekki handbærar. 1 1. töflu er niðurstaðan sú, að ef orkuverð olíu er sett 100%, er orku- verð hitaveitu 60%, næturhitunar 75% og daghitunar 117%. Ef hins vegar er tekið tillit til mismunandi stofnkostnaðar húskerfanna, breyt- ast hlutföllin. Gísli Jónsson verk- fræðingur hefir áætlað stofnkostn- að hitakerfis 500 m3 húss, sem er annars vegar hitað með rafmagni, hins vegar með olíu. Þar sem vinnu- kostnaður hefir hækkað um 20%, síðan sú áætlun var gerð, eru vinnu- liðir hækkaðir sem því nemur, og kemur þá í Ijós, að stofnkostnaður er svipaður hjá báðum, rúmlega 70 þús. kr., ef ekki er meðtalinn ketill og kynditæki I olíuhituðum húsum. I dálkinum „annar kostnaður" er ekki reiknað með fjármagnskostnaði af hitakerfinu sjálfu. Hins vegar er reiknað með fjár- magnskostnaði af heimæðagjaldi hitaveitu, safngeymi og hitaldi næt- urhitunar og katli og kyndibúnaði oliuhitunar. Af heimæðagjaldi fyrir hitaveitu eru einungis reiknaðir vext- ir (9,5%). Af stofnkostnaði nætur- hitunar (120 þús. kr.) er reiknað með vöxtum og afskriftum I 20 ár. Af stofnkostnaði olíuhitunar (50 þús. kr.) er reiknað með afskriftum og vöxtum í 15 ár. Þá verða niðurstöð- ur þær, að ef olíuhitun er sett 100% verður hitaveituhitun 60%, nætur- hitun 99% og daghitun 93%. 1 2. töflu er áætluð orkuþörf hvers sveitarfélags, og er þar stuðzt við skýrslu um hitaveitu fyrir höfuð- borgarsvæðið, en þar gerði Fjarhitun h/f grein fyrir allrækilegri könnun á húsrými á íbúa og aflþörf á nT húss. Niðurstaðan er, að orkuþörf höfuðborgarsvæðisins til húshitunar sé um 1300 GWh. 1 3. töflu er afl- og orkuþörf skipt 1. Tafla. Nýtni og kostnaðarsamariburður Meðalnotkun pr. m3 húss pr. ár kcal Nýtni Einingarverð kr Hitunarkostnaður kr./m3 ár Orkuverð | Annar kostn. Samtals Hitaveita .... 2,08 m3 vatn 78.300 At. 37,7°C 17,10/m3 35,50 60% 8,25 43,75 60% Daghitun .... 82,8 kwh 0,83/kwh 68,70 117% 0 68,70 93% Rafm. meðalt. 91,1 kwh 78.300 100% Næturhitun .. 102,3 kwh 0,43/kwh 44,00 75% 29,00 73,00 99% Olía 13,0 1 78.300 66,7% 4,52/1 58,80 100% 14,80 73,60 100% EININ GARVERÐ: Hitaveita 16,10 + 6% (mælaleiga) = 17,10 kr./m3 va.tns Rafveita Hafnarfjarðar J Daghitun: 0,83 kr/kwh ( Næturhitun: 0,43 kr/kwh Olia: 4,39 + 3% (rafmagnskostnaður) =4,52 kr/1

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.