Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 8
18 TlMARIT VFl 1971 RÁÐSTEFNA Y.F.Í. UM LANDMÆLINGAR Hinn 7. maí 1971 gekkst Verk- fræðingafélag IslanJs fyrir ráð- stefnu um landmælingar á Islandi. Ráðstefnan var haldin á Hóteli Loftleiðum og var hún mjög vel sótt. Formaður félagsins, GuÖ- mundur Einarsson, setti ráðstefn- una og sagði þá m.a.: „Undanfarin þrjú ár hefur Verkfræðingafélagið beitt sér fyrir tillögugerð um tæknimennt- un, en þar sem að tæknimenntun hvers tíma er að framleiða menn sem eiga að leysa verkefni eftir 10-15 ár, er nauðsynlegt að ein- hverjar upplýsingar liggi fyrir um væntanleg verkefni. 1 samræmi við þessa spurningu hélt Verk- fræðingafélag Islands ráðstefnu um framtíðarverkefni verkfræð- inga þann 26. nóvember s.l. Þar kom fram, I erindi, sem Guðmund- ur Björnsson, verkfræðingur, hélt, nauðsyn um samræmingu allra aðgerða í mælingum á Islandi og endurskoðun mælingakerfisins. Stjórn VFl skipaði síðan 17. des- ember í undirbúningsnefnd verk- fræðingana Guðmund Björnsson, formann, Hauk Pétursson og Ragnar Árnason. Nefndin hélt um 20 fundi, hefur haft samband við 16 aðila, sem hafa með land- mælingar og kortagerð að gera, og áraugurinn af því eru 12 skýrslur ásamt 4 skýrslum sem verða aðalfyrirlestrar. Ég held að það sé óhætt að segja að þó að við héldum ekki ráðstefnuna, þá hafi geysilega mikilvægt verk verið unnið nú þegar, með því að draga fram hver staðan er i dag í þessum málum. 1 sambandi við verkefnaval slíks sem þessarar ráðstefnu, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir vegnu mikilvægi, og við lauslega áætlun eftir að skoða skýrslurnar, komumst við að þeirri niðurstöðu, að kostnaðar- verðmæti sé af stærðargráðu um 1000 milljónir í mælingum sem hafa farið fram, en raunverulegt verðgildi er ómælanlegt." Greinargerð frá Landmælingum íslands Eftir Ágúst BöSvarsson Til þess að gera sér grein fyrir þríhyrninganeti þvi yfir Islandi, sem vér köllum landsnet, tilkomu þess og gæðum, er rétt að rifja upp í stuttu máli sögu þess og orsakir þær, er lágu til grundvallar því, að ráðist var í mælingar þess. Á. síðari hluta 19. aldar, þegar þil- skipaútvegur fór að ryðja sér til rúms, fóru samgöngur að örvast mjög til landsins, en það hafði í för með sér, að þörf varð á meira öryggi við aðkomu að landinu og ekki síð- ur að skapa varð möguleika á betri landhelgisgæzlu en framkvæmd hafði verið til þessa. Þetta ástand kallaði á ný og nákvæmari sjókort, en til þess að hægt væri að gera þessi sjó- kort, þurfti fastar mælistöðvar í landi, sem sjókortin skyldu hnýtt við. Sem fyrsta áfanga var danska herforingjaráðinu falið að mæla ná- kvæmt þríhyrninganet meðfram suð- urströnd landsins, frá Reykjavík og austur til Hornafjarðar. Var hafizt handa alcl.amótaárið og mæld grunn- lina I Reykjavík, en árið eftir var grunnlína mæld á Hornafjarðar- tanga og síðan mælt þrihyrninganet frá báðum grunnlinum og mætzt í Víkurfjöllum í Mýrdal eða á línunni milli Hjörleifshöfða og Gæsatinds, sem er um 18 km löng. Reyndist línan 17 cm lengri reiknuð frá Hornafirði en frá Reykjavík. Af þessu má sjá, að megináherzla var lögð á nákvæmni verksins frá byrj- un. 1 kjölfar þríhyrningamælinganna kom kortlagningin og var byrjað í Hornafirði og unnið í vestur. — Kortlögð var öll byggð meðfram ströndinni til Reykjavíkur. Var fyrst mælt I mkv. 1:50 000, en síðar var mælikvarðanum breytt I 1:100 000 og þar með breyttist krafan til ná- kvæmni þríhyrningamælinganna til samræmis við það. Þ.e. að þríhyrn- inganetinu var aðeins ætlað að bera uppi kortin I mkv. 1:100 000. Verklð var framkvæmt á tímabil- inu fram til 1939, með hléum 1909, 1914-1919 vegna fyrri heimsstyrjald- arinnar og frá 1921-1930 vegna f jár- skorts. Jöfnum höndum gekk svo kortlagningin og mátti heita að henni væri lokið haustið 1939, er síðari heimsstyrjöldin skall á. Annaðist kortagerðardeild danska herforingjaráðsins verkið til 1928, en þá var landmælingastofnun Dana, Geodætisk Institut (GI), stofnuð og annaðist hún verkio eftir það. Kortlagningin hafði þannig staðið yfir í 40 ár með ofangreindum hlé- um. Að verkinu höfðu unnið nálægt 70 mælingamenn og um 300 aðstoð- armenn danskir og íslenzkir og er hér þó aðeins átt við þá, sem að mælingunum unnu I landinu, en ekki þá, sem unnu að endurteiknun til prentunar. Unnið var að útgáfu kortanna jöfnum höndum og komu síðustu kortin út 5 árum eftir að mælingum var lokið, eða I lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar sambandið opnaðist aftur við Danmörku eftir stríðið, voru öll Islandskortin fullgerð. Vegna sam- bandsslita stríðsáranna höfðu síðustu kortin verið prentuð án prófarkalest- urs af okkar hálfu og báru þess nokkur merki, sérstaklega afréttir sunnan jökla. Eftir kortaleysi styrjaldaráranna komu nú skyndilega á markaðinn öll eftirtalin kort: 117 Fjórðungsblöð I mkv. 1:50 000 af Suður- og vesturhluta landsins. 87 Atlasblöð í.mkv. 1:100 000 yf- ir allt landið. 9 Aðalkort I mkv. 1:250 000 yf- ir allt landið. 1 Sérkort af Suovesturlandi í mkv. 1:250 000. 4 Skólakort I mkv. 1:350.000 - 14 lita. 2 Heildarkort í mkv. 1:500.000 - 14 lita og 7 lita. 1 Heildarkort I mkv. 1:750.000. 1 Heildarkort í mkv. 1:1.000.000. 2 Alþjóöakort í mkv. 1:1.000.000. 2 ICAO flugupplýsingakort í mkv. 1:1.000.000. Samtals voru þetta 226 kortblöð. i

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.