Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 9
TlMARIT VFl 1971 19 Eðlilega voru elztu kortin orðin mjög úrelt og þurítu því að endur- skoðast. A þeim tima voru landmælingarn- ar í höndum vegamálastjóra og var vinnukrafturinn aðeins einn maður. Það var því nóg að starfa, þegar tekið var til við endurskoöunina 1946 og var unnið að henni í 9 ár eða til 1954. Nú höfðu aðstæður breytzt mikið við alla kortagerð, þar eð Ijós- myndatæknin hafði rutt sér rúms og var nú hægt að beita henni til flýtis og öryggis við endurskoðunina. Þá hafði og vaknað áhugi manna fyrir að bjarga örnefnum, sem vegna breyttra þjóðfélagshátta og fólks- flutninga úr sveitum landsins töp- uðust óðfluga. Var því lögð mikil áherzla á að setja öll örnefni, sem komust fyrir inn á kortin. Skal ég til dæmis nefna, að inn á eitt fjórð- ungsblað í hreppum Árnessýslu var bætt 470 örnefnum. Voru á þessum árum endurskoðuð kortin um Suðurland frá Skeiðarár- sandi og vestur í Dalasýslu, eða sam- tals 67 kort í mkv. 1:50.000. Þar eð engin kortagerðarstofnun var til hér á landi á þeim tíma, voru þessar leiðréttingar færðar inn á kortin hjá Geodætisk Institut (GI) í Kaupmannahöfn, og voru þessi end- urskoðuðu kort að smákoma út allt fram til ársins 1959. Er það ljóst dæmi um stórhug og rausn GI í okk- ar garð, að það heldur áfram að gefa út kortin af Islandi okkur að kostnaSarlausu í 15 ár eftir sam- bandsslitin. Árið 1954 verða í rauninni þátta- skil í mælingunum. Þá skeður það, að bandaríska mælingastofnunin „Army Map Service" (AMS) hyggst beita nýrri tækni „Hiranmælingum" við að mæla þríhyrninganet frá Ame- ríku til Evrópu um Grænland, Island og Færeyjar. I því sambandi spyrst AMS fyrir hjá GI um, hvort þrihyrn- inganetið á Islandi sé nægjanlega nákvæmt til þess að ganga inn sem liður í þeirri keðju. Þurftu þeir á að halda 8 mælistöðvum við norður- og austurstrendur landsins. Þar sem hér var krafizt meiri nákvæmni en fyrra þríhyrninganetið hafði til að bera, bauðst GI til þess að mæla nýtt og nákvæmara net yfir landið, sem nothæft yrði sem tengiliður í „Hir- anmælingunum". Bauðst GI til að láta í té mælingamenn, tæki ög að- stoðarmenn, ef Island legði til fylgd, en Bandaríkin greiddu annan kostn- að við flutninga á landi. Varð úr að GI lét í té 14 mælingamenn og 27 aðstoðarmenn og sjómenn ásamt 2 skipum til flutninga á sjó. Voru það m/s Tycho Brahe og Ole Römer, sem GI á og hafði notað við mælingar á Grænlandi. Island lét í té 15 fylgd- armenn og bílstjóra en Bandaríkin lögðu til 3 þyrlur, 8 % t. trukka og 7 jeppa, enn fremur greiddu þeir hluta af öðrum ferðakostnaði. Var allt þetta lið miðað við það að ljúka mæl- ingunum á einu sumri. 1 maí 1955 var hafizt handa af fullum krafti. Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir í þetta sinn. Sumarið 1955 var mikið rigningarsumar og menn urðu að bíða á fjöllum uppi vikum saman eftir skyggni. Varð t.d. lengsta bið- in 72 dagar, en það var á Rauðfossa- fjalli á bak við Heklu. Af þessum ástæðum tókst ekki að ljúka verk- inu á einu sumri eins Og gert hafði verði ráð fyrir. Var þó ekkert til sparað að nota hvert tækifæri, sem gafst til vinnu og var stundum teflt djarft enda fórust 2 þyrlur og 3 bíl- ar gjöreyðilögðust við verkið. Sem betur fór varð þó ekki manntjón við þessi slys. Árið eftir var haldið áfram við mælingarnar og verkinu lokið, en þó með smávegis breytingum frá upp- haflegri áætlun. Var og unnið með nokkru minna starfsliði en fyrra ár- ið, en það var 5 mælingamenn og 18 Q 1AWAC/ Sr m. A2IHUT- Mynd 1. Þríhyrningakerfi Islands sem mœlt var 1955—56. Gil&ustu strikin sýna grunnhliðar kerfisins.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.