Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 11
TlMARIT VFl 1971 21 röring-sparallel: 65° N midtemeridian: 18° v. for G.W., x-aksen tangerer röringsparallel og er positiv mod vest, y-aksen tangerer midtemeridianen og er positiv mod nord, koordinataksernes skæringspunkt har fáet koordinaterne (500.000, 500.000)“. Eins og áður er fram tekið, hafa Landmælingarnar undir höndum all- ar hnittölur og aðrar upplýsingar um þær, og eru þær til afnota hverj- um, sem þarf á þeim að halda, og látum við í té afrit af þeim eftir óskum. 1 janúar 1959, þegar ég tók við forstöðu Landmælinganna, varð það eitthvert fyrsta hlutskipti mitt að fá tilkynningu frá GI um það, aö sam- kvæmt skipun ráðuneytisins mundi stofnunin nú stööva allar kostnaðar- greiðslur til Islandskortanna, og yrði því allt, sem þeir ynnu fyrir okkur að greiðast samkvæmt reikn- ingi. Þetta var ekki annað en það, sem ég hafði búizt við, og var í fyllsta máta eðlilegt. Var því ekki um annað að ræða, en að semja um kaup á öllum kortabirgðum stofn- unarinnar og jafnframt um afhend- ingu frumgagna af kortunum til prentunar hér heima, enda höfðu nú verið settar á stofn offsetprentsmiðj- ur hér heima, sem gátu framkvæmt prentunina. Hér var um öll þau 226 kort að ræða, sem ég taldi upp hér að framan. Þessir samningar gengu sem bezt varð á kosið og sýndi GI þar, sem svo oft áður, mikla lipurð og höfð- ingsskap í garð okkar Islendinga. Voru öll frumgögnin að kortunum af- hent okkur að kostnaðarlausu kom- in til landsins að öðru en því, að við greiddum aðeins kopíukostnað. Á sama ári komu fram, að kröfu NATO, óskir um samvinnu um nýja kortagerð af landinu í mælikvarða 1:25.000, og var samið um, að Land- mælingarnar skyldu annast punkt- mælingar fyrir teiknun eftir loftljós- myndum og ennfremur myndgrein- ingu ög ömefnasöfnun, en AMS skyldi annast teiknun og prentun kortanna í fyrstu útgáfu. Var á ár- inu 1959 tekið fyrir svæðið sunnan 60° 30' og vestan 21. lengdarbaugs. Hér var sannarlega ekki skortur á verkefnum fyrir hina ungu stofn- un, sem hafði aðeins tveimur fast- ráðnum mönnum á að skipa, og var annar þó enn þá nemandi. En hvað um það, verkið var unnið með lausa- fólki, og reyndist Geodætisk Institut okkur enn drengilega með því að lána okkur einn duglegasta yfirmann sinn til þess að hafa daglega stjórn verksins á hendi. Kortin af þessu svæði komu svo út á næstu árum, en þá hafði, vegna strjálbýlis í landinu, mælikvarðan- um verið breytt í 1:50.000. Vegna f járhagsörðugleika og anna hjá AMS, sem stríðið í Indókína skapaði, hafa Bandarikin skorið niður fjárveiting- ar til verksins eftir að lokið var þessum fyrsta áfanga, og hefur verk- inu þess vegna verið frestað þar til friður kemst á. Landmælingarnar hafa þvi lagt höfuðáherzlu á endurskoðun og við- hald dönsku kortanna. Auk þess sem stofnunin hefur leitazt við eftir föng- um að veita aðstoð við hvers kon- ar tæknilegar og vísindalegar rann- sóknir, svo sem teiknun gróður- og jarðfræðikorta af landinu, sem nú eru orðin yfir 50 að tölu. Ennfremur hefur hún annast teiknun ýmissa vegakorta og skólakorta o.s.frv., og er nú heildartala þeirra korta, sem stofnunin þarf að standa straum af að nálgast 300. Hún hefur og annast ljósmyndun úr lofti og látið í té diapositiv til teiknunar hvers konar tæknilegra korta, sem hafa verið unnin t.d. í Forverki eða hjá ýmsum fyrirtækjum erlendis fyrir skipulag, raforkumál, vegamál o.fl. Að lokum vil ég svo skýra frá því, að stofnunin annast nú orðið sölu og dreifingu allra korta af Islandi, sem á markaði eru. Sífelld endurskoðun tríhyrninganeta Við uppbyggingu þríhyrninganeta hefur 1. gráðu netið ávallt verið sú grind, sem hærri gráður neta hafa verið felldar inn í, enda þótt tölu- vert misræmi kæmi fram milli 1° netsins og hinna óæðri gráða. Allt kapp hefur því verið lagt á það að vanda sem mest til 1° netsins, því litið hefur verið svo á, að þessi grind ætti að bera allar aðrar landmæl- ingar næstu 100-200 ár, en vegna þess hve mikillar vinnu mæling þessa nets krefst, hefur ekki verið talið þjóðhagslega réttlætanlegt að endur- skoða netið nema með löngu millibili. Inn í þetta net hefur 2° netið síð- an verið fellt þannig að undir varla nokkrum kringumstæðum hefur hnit- um 1° netsins verið breytt, enda þótt mælingar 2° netsins væru í miklu ósamræmi við hin gefnu hnit. Ástæðan fyrir þessu hefur verið sú, að ekki er hægt að hnika til ein- stökum punktum án þess að endur- skoða alla útjöfnun netsins. Þar sem allir útreikningar fóru áður fyrr að langmestu leyti fram i höndunum, var slík endurskoðun illframkvæm- anleg. Með tækniframförum í landmæl- ingum á síðustu árum er nú orðið mjög tímabært að endurskoða frá grunni stöðu 1° netsins, grundvallar- skipulag landmælinga. I fyrsta lagi er nákvæmni óæðri gráða netanna orðin svo mikil, að séu hin þéttriðn- ari net þanin út í hin æðri og gisn- ari, má fá nákvæmni, sem stenzt fyllilega þær kröfur, sem gerðar eru til hinna æðri gráða neta. I öðru lagi hafa tölvur gjörbreytt möguleilíum til allra talnareikninga og útjöfnunar. Nú kemur mjög til greina að endurreikna til dæmis allt 1° netið, gefi mælingar í 2° netinu verulegar spennur. Með öðrum Orð- um, að í stað þess að láta 1° netið vera óbreytanlega grind, yrði þvi nú hnikað til í hvert sinn sem net af lægri gráðum mynduðu alvarlega spennu í grindinni. 1 sambandsríkinu Baden Wurtten- berg í V-Þýzkalandi hefur verið unn- ið að umfangsmiklum athugunum á því hve mikilli nákvæmni má ná I 2° gráðu neti með því að byggja það upp úr 3° neti. Við þessar mælingar hafa rafbylgjutæki (Distömat DI 50) mikið verið notuð. Hefur m.a. verið kannað hver nákvæmnin verður með þvi að mæla aðeins hliðar, með því að mæla aðeins horn (auk grunn- línu) og loks að nota báðar þessar aðferðir. Niðurstöður þessara mæl- inga eru sýndar í töflu 1. Af töflunni sést að lengdarmælingarnar einar gefa nákvæmni, sem liggur vel und- ir því sem krefjast verður í 2. gráðu neti (um 4 cm). TAFLA 1. Meðalskekkja i mælingum á hliðum, sem til jafnaðar voru 16 km að lengd Meðalskekkja Hornmælingar 2,1 cm Hliðmælingar 2,0 cm Hliða- og hornmælingar 1,4 cm Heimild: Prof. K. Gerke og dr. H. Petzer. Allgemeine Vermessungs- Nachrichten 8, 1970.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.