Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 12
22 TlMARIT VFl 1971 Mælingar og kortagerð á vegum skipulags ríkisins 1. Þríhyrningamælingar. 1.1. Varla er hægt að segja að um neinar eiginlegar þríhyrninga- mælingar hafi verið að ræða á veg- um skipulagsins fyrr en árin 1950- 52, að ráðist var í þríhyrningamæl- ingar á höfuöborgarsvæðinu í sam- vinnu við mælingadeild Reykjavík- urborgar. Sem grunnlína var notuð fjarlægðin Rauðarárholt-Grótta, mæld af Dönum 1902. Af þrihyrn- ingamælingum, sem gerðar hafa verið síðan, má nefna Akranes, Eg- ilsstaði, Neskaupstað, Sauðárkrók, Isafjörð, Húsavík og Reyðarfjörð á árunum 1965-67, Akureyri 1967-69, Borgarnes 1968-70 og Reykjanes 1969-70, en það er umfangsmesta þrihyrningamælingin til þessa. 1.2 Bæjarmælingar 1921-1970. Frá eldri tíð eru til staðbundnar mæl- ingar og kort allra kaupstaða og annarra þéttbýlisstaða á landinu. Byggðust þær mælingar yfirleitt á stálbandsmældri grunnlínu, þrí- hyrningamældu neti með nokkur hundruð metia hliðarlengdum og marghyrningamælingum milli þrí- hyrningastöðva. Við flatarhallamæl- ingu var yfirleitt gengið út frá hæð- um yfir hálffallinn sjó, oft sam- kvæmt upplýsingum frá Vitamála- skrifstofunni. Áttarstefna virðist oft- ast hafa verið sótt í kort herforingja- ráðsins, sjaldnar miðað við sólarmið. Kortin voru framan af teiknuð í mkv. 1:500, með 1 meters hæðar- línum, en eftir 1946 hafa þau yfir- leitt verið teiknuð í mkv. 1:1000. Þegar hafizt var handa um að teikna kort eftir loftmyndum (í Hafnarfirði 1953), var valið að teikna þau í mkv. 1:2000, og hefur mikill meirihluti þeirra korta, sem síðan hafa verið gerð með þessari aðferð, verið teiknuð í þeim mælikvarða, þó allmikið hafi einnig verið teiknað í 1:1000 (aðallega þéttbyggð svæði) og 1:5000 (svæði utan byggðar). Stöðvarmerkingar hafa frá fyrstu tíð verið rör og siðar bronsboltar fest- ir á steinsteypu eða klöpp. Oft hefur viljað vera misbrestur á að steypt hafi verið niður á fastfritt dýpi, og viða hefur stöðvarmerkjum verið spillt með jarðraski, einkum eftir að vegheflar og jarðýtur komu til sög- unnar. Utreikningar hafa hérumbil allstaðar verið gerðir miðað við stað- bundið kerfi og láréttan flöt. Hnit- skrár hafa yfirleitt ekki verið gerðar sérstaklega. 1.3. Reynsla af notkun landskerf- isins er lítil, enda heyrir það til und- antekninga að við það hafi verið tengt. Oftast er líka erfitt og fyrir- hafnarsamt að ná til landsnetspunkta sökum þess hve gisið landskerfið er. Hér í Reykjavík, þar sem grunnlína landskerfisins var notuð, þótti ekki fært að nota kerfið sökum þess hve mikil skekkja er við vörpunina. 1.4. Á árunum frá 1918-65 voru grunnlínur viðast hvar mældar með stálbandi, og voru þær því lítið ná- kvæmar mældar en venjulegar marg- hyrningahliðar. Undantekning var að bönd þessi væru sannreynd og því oft óvissa um nákvæmnina. Eftir að keypt var Geodimeter (AGA nr. 6) árið 1966, hafa grunnlín- ur þríhyrningakerfa verið mældar með því tæki, m.a. þríhyrninganet við Isafjörð, Sauðárkrók, Akureyri, Egilsstaði, Neskaupstað, Reyðarf jörð, Reykjanes og Borgarnes, og er að sjálfsögðu um allt aðra nákvæmni að ræða síðan. 1.5. Æskilegt væri að landsþrí- hyrningakerfið væri það nákvæmt að hægt væri að tengja allar bæjar- mælingar í það, án þess að rýra ná- kvæmni þeirra um of, en því er óvíða að heilsa eins og nú er. Til þess að hægt væri að nota landskerfið með jákvæðum árangri þyrfti í fyrsta lagi netið að vera ná- kvæmara en nú er og í öðru lagi þyrfti vörpunin að vera önnur og hentugri. Væri þessu hvorutveggja til að dreifa, skipti það minna máli þó sækja þyrfti til netsins um all- langan veg. 2. Hæðarmælingar. 2.1. Hæðarmælingar þær, sem gerðar hafa verið frá fyrstu tíð (1921), hafa fyrst og fremst verið við það miðaðar að bera uppi flatar- hallamælingu, er gerði kleift að draga 1 meters hæðarlínur á kort I 1:500 og 1:1000. Allvíða hafa verið sett föst merki I húsveggi og hefur hallamæl- ingin á þau merki verið nokkuð ná- kvæmari en ella, eða I sm. Reynslan hefur sýnt, að yfirleitt hafa hin föstu hæðarmerki verið allt of fá, en ná- kvæmnin hinsvegar víðast hvar reynzt nægjanleg. 2.2. Þörf er á að fjölga verulega föstum hæðarmerkjum. Er það mikill kostur fyrir þá sem síðar þurfa að hanna vegi, vatns- og skólpveitur að þurfa ekki að sækja hæðarkóta lang- ar leiðir. 3. Kortagerð. 3.1. Svo sem að framan er getið eru nú til kort yfir alla þéttbýlis- staði á landinu. Kort þessi eru eins og gefur að skilja mjög misjöfn að gæðum og aldri. Fylgir hér á eftir lausleg skrá yf ir aldur og mælikvarða þeirra korta, er gerð hafa verið á vegum skipulags ríkisins: Staður mkv. ártal nafn kortblöð Akranes 1:1000 1922 Ól. Þ. 7 — 1:1000 1965-6 Forverk 6 — 1:2000 — — 2 — 1:5000 — — 1 Akureyri 1:500 1923-4 J. J. V. 34 — 1:500 1944 V. H. 1. 11 — 1:500 1951 V.H.l. 8 — 1:500 1962 V. H. 1. 2 — 1:500 1964 — 8 — 1:2000 1966 Forverk 1 Árskógshreppur, Hauganes 1:2000 1950 P. E. 1 J

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.