Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 15
TÍMARIT VFl 1971 25 nýja kortvörpun, eins og þó hafði verið óskað eftir, en öll nýja þrí- hyrningamælingin var reiknuð 1 gömlu keiluvörpuninni. Er því jafn- óaðgengilegt nú og var 1952 að nota landskerfið. 4.0 Kostnaður. 4.1. Ekki er auðvelt að reikna út heildarkostnað við mælingar þær og kortagerð sem Skipulag ríkisins hefur átt aðild að. Þó má gera um það nokkra ágiskun. T.d. fer ekki f jarri lagi að kortagerðin svari til um 100 vinnuára, sem miðað við nú- verandi launakerfi svarar til um 45 milljóna króna. Einnig má gera sér nokkra grein fyrir kostnaðinum mið- að við þann kortblaðafjölda, sem fyr- ir liggur í kortasafni, en það eru um 600 frumrit. Sé hvert frumrit áætlað á kr. 80.000 að meöaltali, miðað við núverandi verðlag, sem er sízt of hátt metið, svarar kostnaðurinn til um 48 milljóna króna. Staður mkv. ártal nafn kortblöð Stokkseyri 1:1000 1948 V. H. 1. 10 Suðureyri v. Súgandafjörð 1:1000 195T G. H. 1 Súðavík 1:1000 1956 G. H. 2 Stykkishólmur 1:500 1942 Ág. Bö. 6 — 1:2000 1966 Forverk 1 Stöðvarfjörður 1:1000 1953 Z. P. 2 Svalbarðsstrandarhreppur 1:2000 P. E. 1 Tumastaðir 1:1000 1949 K. H. P. & Z. P. 1 Tálknafjörður 1:1000 1961 Þ. B. 2 Varmaland 1:500 1942 Ag. Bö. 1 Varmahlíð 1:500 1942 Ag. Bö. 2 Vestmannaeyjar 1:2000 1914 Sig. Th. 1 — 1:1000 1921 Sig. Th. 4 — 1:1000 1923 Ax. P. 2 — 1:1000 1963-64 Forverk 6 — 1:2000 1967 Forverk 3 Vík i Mýrdal 1:1000 1953 Z. P. 1 Vogar 1:1000 1948 V. H. 1. 10 Vopnafjörður 1:1000 1947 Z. P. 4 Þingeyri 1:500 1936 J. J. V. 5 Þorlákshöfn 1:1000 1950 Z. P. 2 — 1:2000 1967 Forverk 2 Þórshöfn 1:1000 1953 Z. P. 2 Eiðar 1:1000 1955 Forverk 2 Hvanneyri 1:2000 1961 Forverk 1 Hallormsstaður 1:2000 1963 Forverk 1 Kleppjárnsreykir 1:2000 1940 P. E. 1 GEODIMETERINN: Vanda snúið í merka uppfinningu Sænski vísindamaðurinn E. Berg- strand vann að nákvæmum mæling- um á hraða ljóssins 1941-49. Hann notaði í meginatriðum sömu aðferð og Frakkinn E. Fizeau beitti einni öld áður, er hann mældi fyrstur manna hraða ljóssins á jörðu niðri. Þó var sá munur á, að styrkur ljóss- ins var nú mótaður með rafeinda- búnaði, og var þannig unnt að nota margfalt hærri og nákvæmari mót- unartíðni. Eftir margvíslegar endur- bætur á mælitækninni var aðferðin orðin svo nákvæm, að beita þurfti allri nákvæmni landmælingartækn- innar til að ná þeirri nákvæmni, sem ljóshraðamælingin krafðist, við mæl- ingu á vegalengdinni milli ljósgjafans og spegilsins. En úr því að einn meg- invandi mælingarinnar var landmæl- ingin, hví þá ekki aS hafa enda- skipti á hlutunum, nota gefinn ljós- hraða og nota síðan mæliaðferðina til landmælinga. Þetta gerði Bergstrand í samvinnu við sænska fyrirtækið AGA og skömmu eftir 1950 kom fyrsta tækið af þessari gerð á markaðinn og hlaut það nafnið Geodimeter. Tæki þetta markaði tímamót I landmæl- ingatækninni. Um svipað leyti kom einnig fram tæki, sem notaði út- varpsbylgjur með stuttri bylgjulengd (örbylgjur, bylgjulengd 3-10 cm) til landmælinga. Nákvæmni þess var svipuð, en það var einkum hagkvæmt til mælingar lengri vegalengda. A síð- ustu 20 árum hafa „komið svipuð tæki frá nokkrum fyrirtækjum og hafa þau verið endurbætt verulega, þannig að nú er mun fljótlegra og auðveldara að nota þau en áður var. Tæki þessi hafa valdið djúptækum breytingum í allri landmælingatækni. Tímarit VerkfræSingafélags Islands kem- ur út sex sinnum á ári. Ritstjóri: Páll Theódórsson. Ritnefnd: Dr. Gunnar Sig- urðsson, Jakob Björnsson, Vilhjálmur LúÖvíksson, Þorbjörn Karlsson og Birgir Frímannsson. Framkv.stj.ritnefndar: Gísli Ólafsson. STBINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.