Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Page 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Page 16
26 TlMARIT VPÍ 1971 Sjómælingar við ísland Eftir Gunnar Bergsteinsson 1. INNGANGUR. Aðalmarkmið sjómælinga er gagna- söfnun á hafinu, er nauðsynleg telst vegna útgáfu sjókorta og annarra þeirra rita, sem sjófarendum mega að gagni koma við siglingar með ströndum fram og landa á milli. Starfsemi sjómælinga hefur því beint eða óbeint mikla þýðingu fyrir alla þegna lands, sem er umgirt sæ, vegna fiutnings að og frá landinu, og ekki sízt vegna fiskveiða, sem stundaðar eru af landsmönnum, en ósjófært telst það skip, sem er án sjókorta. Gagnasöfnun mælinganna er einnig notuð í öðrum tilgangi, t.d. við gerð hafnaráætlana, við athugun á ýms- um haffræðilegum atriðum og öðr- um jarðeðlisfræðilegum vísindum. Aðeins lítill hluti hafsvæðisins kringum Island hefur verið nákvæm- lega mældur, og er þar því ærið verk- efni í framtíðinni. Breytingar af náttúru- og mannavöldum, stöð- ugar endurbætur á nákvæmni siglingatækja og stækkun skipa veldur því að sjókort ög mæl- ingar, sem áður voru taldar fullnægj- andi, verða úreltar. Stöðugar endur- bætur á mælingum og sjókortum eru þvi nauðsynlegar og verður ekki séð fyrir endann þar á. Sjókort er aldrel fullgert. Þegar teikningu þess og prentun er lokið, tekur við handleiðrétting á hinu prentaða korti, jafnóðum og nýjar upplýsingar bætast við eða breyting- ar verða á einhverju því sem í kort- inu er. Kortið er stöðugt leiðrétt fram til söludags, eða þar til það hefur verið endurprentað með áorðn- um leiðréttingum. 2. SÖGULEGT YFIRLIT. 2.1. Sjómælingar við Island. Fyrsta íslenzka sjókortið kom út árið 1788 eða á fjórða ári eftir stofn- un dönsku sjómælingastöfnunarinnar, - Det Kongelige Danske Sökort- Arkiv. Kortið náði yfir Faxaflóa og var byggt á mælingum, sem gert hafði H. E. Minor skipstjóri hjá Is- landsverziuninni. Kort þetta var reyndar einnig fyrsta kortið, sem stofnunin gaf út. Árið 1776 hafði stjórn Islands- verzlunarinnar ákveðið að gera skyldi fullkomnar mælingar af ströndum Islands og höfnum. Minor var síðan falin framkvæmd verksins, sem hann svo vann að á árunum 1776-78. En í byrjun sumars 1778, hinn 17. mai, drukknaði Minor í Hafnarfirði, og lauk þar með sjómælingum við Is- land í bili. Þegar svo verzlunin var gefin frjáls með ,,Plakat“ frá 18. ágúst 1786, var því þó lofað, að hald- ið skyldi áfram sjómælingum við Is- land. Sama ár og Minör hóf mælingar sínar mældi Kommandörkaptajn J. P. Wleugel nokkrar hafnir á Aust- fjörðum og teiknaði kort af þeim. Mælingakort Minors og Wleugels fékk svo Det kgl. Danske Sökort- Arkiv, þegar það var stofnað árið 1784. Var það meðal annars þess vegna, að forstjóri Arkivsins, Poul de Löwenörn, fór árið 1786 til Islands til þess að safna frekari upplýsing- um í þau gögn, sem Minor hafði safnað, og gaf síðan út áðurnefnt sjókort ásamt leiðarlýsingu. Það hefur ætíð verið venja hjá Det kgl. Danske Sökort-Arkiv að kalla þau kort íslenzk, sem Danir gáfu út yfir hafsvæðið við Island, og er það þvi einnig gert hér. Det kgl. Rentekammer, sem Is- landsverzlunin heyrði undir, taldi rétt, að verki því sem þama var haf- 1. mynd. Kortið sýnir svœðin, sem mœld voru af Dönum um slðustu aldamót og þekking okkar á land- grunni lslands byggist á. Mcélingar- línurnar voru mjög strjálar og stand- ast ekki þœr kröfur, sem nú eru gerðar til slíkra mœlinga. ið, skyldi haldið áfram, og fékk því til leiðar komið, að strandlengja Is- lands skyldi þríhyrningamæld, ekki aðeins til að ákveða legu landsins og lögun, heldur líka til þess að geta gefið út sómasamleg sjókort af ströndum þess. Þetta verk var svo framkvæmt á árunum 1800-1818 af mælingamönn- um, sem flestir voru norskir, þar eð þeir voru taldir vanari fjöllóttu landslagi en þeir dönsku. Lengst störfuðu að því löjtnantarnir Born, Frisak, Scheel og Wetlesen ásamt Aschlund mælingamanni. Árang- ur þessara mælinga voru svo kort af allri strandlengju Islands, sem gefin voru út á árunum 1820- 1823. 1 kortum þessum var þó lítið af dýptartölum, þar eð ekki var unn- ið jafnframt að sjómælingum. Fyrir atbeina Wilhelms Born, skip- stjóra, bróður áðurnefnds löjtnans Born, og Löwenöms, veitti Rentu- kammerið árið 1819 4050 ríkisdali til lcaupa á skipi til sjómælinga við Is- land. Byrja skyldi sjómælingarnar strax sama árið, en ekkert varð samt úr því. En verkið komst í fram- kvæmd árin 1820 og 1821. Af ókunn- um ástæðum varð litið úr dýptar- mælingum, en upplýsingar þær, sem safnað var ásamt þeim, sem fram komu við landmælingarnar áður, voru skráðar í leiðsöguhefti þau, sem fylgdu strandkortunum. 2. mynd. Kortið sýnir svœði þau, sem hafa verið dýptarmældi síðan 1930. Mœlingarnar eru misjafnar að gœð- um eftir þvl í hvaða tilgangi hver einstök mœling var gerð og fer nota- gildi þeirra eftir því.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.