Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Qupperneq 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Qupperneq 17
TÍMARIT VPl 1971 27 1 nóvember árið 1840 biður svo danska flotastjórnin Sökort-Arkivet um greinargerð um, á hvern hátt hagkvæmast sé að haga sjómæling- um við Island. Undirtektir Zahrt- manns, þáverandi forstjóra Det kgl. Sökort-Arkiv, sem var vanur að nota hvert tækifæri til þess að afla fjár til sjómælinga og kortagerðar, voru ótrúlega neikvæðar, því að I lok greinargerðar sinnar segir hann, að stiftamtmaðurinn á Islandi, skip- stjórar þeir sem í Isíandsferðum séu, kaupmenn og útgerðarmenn á Is- landi, séu allir sammála um, að þau íslenzk sjókort, sem þegar hafi verið gefin út, séu að öllu leyti nægjanleg og mælingar því óþarfar. Nokkrum árum síðar eða árið 1847 virðist Zahrtmann þó hafa skipt um skoðun, því að i bréfi sínu til Rentu- kammersins um mál, sem Island varðar, notar hann tækifærið til þess að koma því að, að æskilegt sé að mæla við vesturströnd Islands og sérstaklega þó í Paxaflóa. Senni- legt þykir, að það hafi haft áhrif á skoðanir Zahrtmanns, að frönsku eftirlitsskipin við Island höfðu unnið a.ð sjómælingum á ýms- um stööum við landið vegna hinna lélegu sjókorta. Árangur þessa varð sá, að Jarða- bókasjóður Islands féklc 6000 ríkis- dali og ,,Jagt“ til ráðstöfunar til sjó- mælinga. Allt var tilbúið til verksins vorið 1848, en vegna styrjaldar varð ekkert úr framkvæmdum. Árið 1852 reyndi Zahrtmann að fá innanríkisráðuneytið — en mál Is- lands heyrðu nú undir það — til þess að taka verkefni þetta upp að nýju, en án árangurs, og varð hann að láta sér nægja að gefa út nýtt sjó- kort af Faxaflóa í stað þess, sem gefið hafði verið út 1788, og var hið nýja kort gert eftir strandmælingum frá byrjun aldarinnar. Varðskipið (Stationskibet), sem sent var á Islandsmið 1862, fékk þau fyrirmæli að starfa að sjómæling- um við Island jafnframt öðrum störf- um, 'og var svo yfirleitt með varð- skipin eftir það, að þau höfðu sams- konar fyrirmæli. Reyndin var þó sú, að lítið varð úr mælingum á þessum árum, vegna þess að erfiðlega gekk að samræma verkefni þetta öðrum störfum skipsins. 1 september árið 1887 gerði Sökort- Arkivet áætlun um sjómælingar við Island, að beiðni flotamálaráðuneyt- isins, og var áætlað að verkið tæki 6 ár, miðað við 4 mánaða vinnu á hverju ári. Áherzla var lögð á það, að mælingarnar væru framkvæmdar frá sérstöku skipi, sem til þess væri ætlað, en ekki frá varðskipum. Fé fékkst þó ekki til þessara fram- kvæmda, svo að enn varð bið á því að nokkuð yrði gert. C. F. Wandel forstjóri Det. kgl. Sökort-Arkiv var skipherra á varð- skipinu, sem við Island var árin 1889 -91. Vann hann mikið við sjómæl- ingar á Húnaflóa og gat því gefið út nýtt lí.ort af því svæði í stað kortsins frá 1817. Þaö skal þó við- urkennt, að á þessum árum fór lítið fyrir eftirlitsstörfum varðskipsins. Áfram hélt í svipuðu horfi, þar til fiskveiðar erlendra togskipa fóru að aukast hér við land. En veiðar þess- ar voru oft stundaðar mjög nálægt landi, og því ekki óeðlilegt að land- helgisbrotum skipa þessara fjölgaði. Þegar svo mál landhelgsbrjótanna komu fyrir rétt, komu oft í ljós skekkjur í sjókortum og annað mis- ræmi, sem orðið gat til þess, að land- helgisbrjótar voru sýknaðir. Þrátt fyrir síauknar kröfur um betri mælingar og ný sjóltort, fékkst ekkert fé til þessa verkefnis fyrr en ríkisstjórn Bretlands ýtti við dönsku stjórninni í málinu. Árið 1898 var veitt fé til mælinga við Island, og REYKJANESHRYGGUR GEIRFUGLADRANGUR — ELDEVJARBOÐI 3. mynd. Úrklippa úr var svo á hverju ári fram til 1908, að mælingunum var talið lokið. Hluti Breiðafjarðar var þó sérstaklega mældur árin 1896 og 1913, og var kostnaðurinn við það verk greiddur úr ríkissjóði Islands. Svo varð einnig um aðrar mælingar á ein- stökum stööum, sem framkvæmdar voru af dönskum sjómælingamönn- um á þessari öld. 1 skýrslu varðskipsins, sem var við ísland árið 1898, segir, að sVo mikið misræmi sé í mælistöðum á Reykja- nesi, að ekki sé hægt að nota þá til staðsetningar við landhelgisbrot. Rík- issjóður íslands veitti þá fé til þrí- hyrningamælinga á Reykjanesskaga, og voru þær framkvæmdar af Det kgl. Sökort-Árkiv árið 1900. Þessi byrjun varð til þess að landið var allt þríhyrningamælt og kortlagt af Generalstabens Topografiske Afdel- ing. Þeim mælingum og gerð land- korta varð þó ekki lokið fyrr en í lok síðari heimsstyrjaldarinnar eða árið 1944. Sjómælingar lágu svo að mestu leyti niðri á öðrum og þriðja tug þessarar aldar, eöa þar til ríkisstjórn Islands tók þessi mál alveg í sínar hendur vegna síaukinnar kröfu sjó- farenda um mælingu og afmörkun siglingaleiða inni á fjörðum og fló- um. Friðrik V. Ólafsson, skipherra. mœlingakorti (minnkað).

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.