Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 18
28 TlMARIT VFl 1971 lf. mynd. Radíó-staðsetningarkerfi og berkmálsdýptarmœlir. var þá fenginn til þess að kynna sér sjómælingar hjá Det kgl. Sökort- Arkiv, til þess að hægt væri að sinna peim mælingum, sem þurfa þætti. Vinnur hann síðan með dönskum mælingamönnum á árunum 1929- 1931 og hjá Det kgl. Sökort-Arkiv í Kaupmannahöfn. Síðan vann Friðrik sjálfstætt að þeim verkefnum, sem fé var veitt til hverju sinni, en starf- aði þess á milli sem skipherra á varð- skipum ríkisins fyrstu árin. Starfsaðstöðu til úrvinnslu mæl- inga og þessháttar fékk Friðrik I skrifstofu Vitamálastjóra, og hafa sjómælingar verið þar til húsa síð- an. En með störfum sínum við sjó- mælingar síðar meir starfar Friðrik •einnig við Stýrimannaskólann og tek- ur þar við skólastjórn árið 1937. Sama ár kemur Pétur Sigurðsson til starfa við sjómælingarnar, og eru þeir siðan tveir starfandi við þær með öðrum störfum næstu ár. Mælingar voru ýmist stundaðar frá leiguskipum, varðskipum eða vitaskipinu Hermóði. Af skiljanlegum ástæðum voru tiltölulega lítil svæði mæld á þessum árum, bæði vegna skorts á fé og mannafla og vegna þess að ekkert sérstakt skip var ætl- að til starfsins. Arið 1946 eignast sjómælingarnar svo eigin farkost, sjómælingabátinn Tý, sem var um 30 rumlestir að stærð, og var unnið að sjómæling- um á þeim báti svo til á hverju sumri fram til ársins 1961, en þá var hann dæmdur ónýtur vegna fúa og skemmda í böndum. Síðan hafa sjó- mælingarnar verið án eigin skips. A þessum árum bættist einnig við fleira fólk til starfa, ekki eingöngu vegna sjómælinga, heldur einnig vegna þess að komið var nú að þvl, að Danir hættu útgáfu íslenzkra sjókorta, og þurfti því að undirbúa aðstöðu til þess að teikna og gefa út íslenzk sjó- kort hér á landi. Aðrir aðilar, sem stundað hafa sjó- mælingar hér við Island hin síðari ár, eru brezka sjómælingastofnunin, DOMSMALARAÐUN E YTIÐ X FORSTODUMADUR ! Vitamálaskrifstofan:; -; Bókhald og almenn! ! skrifstofustörf ¦ j: SJOKORTADEILD LeiÍsögubækur, Vitaskrá.Tilk. til sjófarenda, korta-og bóka- safn. ÍB Kortagero. ¦ AJTæknideild 3. MÆLINGADEILD Framkvæmd mælinga og úrvinnsla. |D Prentun sjo- korta, sala og Clleioréttingar. Sjávarfalla- athuganir og úrvinnsla. [F- Skip, -E] tæki o.fl. 5. mynd. Skipulag sjómœlinga. sem árið 1940 lét mæla Hvalfjörð, hluta Eyjafjarðar og Seyðisfjarðar vegna notkunar þessara fjarða I heimsstyrjöldinni síðari. I byrjun síðasta áratugs bað bandaríska sjó- mælingastofnunin íslenzk stjórnvöld um leyfi til þess að mæla allan Faxa- flóa að nýju, og var það leyft. Minna varð þó úr þessu en til stóð, ýmissa orsaka vegna, og var aðeins unninn hluti af hinu áætlaða verki árið 1962 af bandarísku mælingaskipi og is- lenzku varðskipi, en tæki til mæl- inganna lagði bandaríska sjómæl- ingastofnunin til. 2.2. Sjókortagerð. Eins og áður er að vikið, voru hin fyrstu íslenzku sjókort byggð á mæl- ingum Minors á árunum 1776-78 og strandmælingum frá byrjun 19. ald- ar. Síðan má segja að þau kort séu að mestu óbreytt fram að síðustu aldamótum. En strax var farið að vinna að nýrri kortaútgáfu upp úr aldamótunum meðan stóð á mælingu landgrunnsins, og var því verki að mestu lokið árið 1916, og er þá átt við sjókort í mælikvarðanum 1: 250 000, eða svokölluð fjórðungskort. Sjókort í stærri mælikvarða af minni svæðum við landið hafa síðan verið teiknuð öðru hverju fram til þessa dags, eftir því sem nýjar mælingar og aðrar aðstæður hafa gefið tilefni til. Kortin voru þó teiknuð og gefin út af Det kgl. Danske Sökort-Arkiv allt fram til ársins 1955. Að sjálfsögðu var við því að bú- ast, að einhver breyting yrði þar á, eftir að Island varð sjálfstætt riki, og var því eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar farið að vinna að því að teikna og gefa út sjókort hér á landi. Vegna fjárskort gekk verk þetta þó seint, og var byrjunin sú, að gefin voru út tvö sérkort árið 1949. Annað kortið náði yfir ísafjörð, en hitt yfir Súgandafjörð. Annað, sem einnig torveldaði út- gáfu og prentun sjókorta, var það, að engin prentvél var til í landinu, sem hægt var að prenta sjókort á, vegna stærðar þeirra. Islenzku sjó- mælingarnar urðu því að eignast prentvél og tæki til prentplötugerð- ar, áður en hægt var að taka að sér prentun sjókortanna, sem voru i höndum Dana. Arið 1953 eignuðust sjómæling- arnar svo lithografiska pressu, sem hægt var að prenta á sjókort. Um líkt leyti var lokið teikningu fyrsta

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.