Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Síða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Síða 19
TlMARIT VPI 1971 29 0,5m 0 0.5 0.5m 0 — JAN. FEB. MAR APR. MAÍ JÚN. JÚL ÁG SEPT. OtCT. NCV DCS. -MEDALSJAVARHÆÐ. 19 AR. ' j— -----vdnfár—•— —----5* 0.5 ml S.2 5,3 54 5,3 5,6 5.7 5,9 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 6,5 6,6 6/ 19?0 6. mynd. Breytingar á sjávarhœð samkvœmt flóðathugunum í Reykjavík. alíslenzka sjókortsins í fullri stærð, en það var kort af vestanverðu Norð- urlandi. Þá fengust einnig afrit af hinum íslenzku sjókortum, sem Danir höfðu gefið út, og var síðan unnið að því að færa þau í íslenzkan búning til endurútgáfu hér. Vegna lítillar af- kastagetu prentvélar og kortagerðar var gert ráð fyrir, að yfirfærsla sjó- kortanna frá Dönum mundi taka nokkuð iangan tíma, og gerði Sökort- Arkivet ráð fyrir að prenta áfram talsverðan hluta sjókortanna. 1 byrjun árs 1960 hætti svo Sökort- Arkivet allri prentun og útgáfu ís- lenzkra sjókorta, og kom þetta nokkuð á óvart, þar eð sjómæling- arnar voru varla viðbúnar að taka að sér verk þetta, sérstaklega þó vegna þess hve prentverkið var sein- virkt, sem eðlilegt var, þar eð af vanefnum var I það ráðizt. Prentun náði ekki að fullnægja eftirspum fyrr en á árinu 1965, en þá var fariö að leita út fyrir stofnunina um prent- un á sjókortum. Kassagerð Reykja- víkur hafði þá fyrir nokkru eignazt fullkomna offsetprentvél, sem hafði svo stóran prentflöt, að hægt var að prenta þar sjókort. Prentun sjókorta hjá sjómælingunum var síðan alveg hætt á árinu 1968, og eru sjókortin nú prentuð hjá Kassa- gerð Reykjavíkur og öðrum prent- smiðjum. Jafnframt því að unnið hefur verið að nýjum útgáfum hinna eldri is- lenzku korta og leiðréttingum í þau, hafa nokkur kort verið teiknuð upp alveg frá grunni og gefin út á und- anförnum árum. 3. STJÓRN' SJÓIIÆLINGA OG SKIPULAG. Þótt íslenzk stjórnvöld hafi frá því árið 1930 veitt fé til sjómælinga við Island, hafa hvorki verið sett lög né reglugerðir um starfsemina. Fyrstu árin má segja, að fé hafi aðeins verið veitt til þess að leysa ákveðin mælingaverkefni, sem síðan voru sett í sjókort hjá Det kgl. Danske Sökort-Arkiv, sem hafði all- an veg og vanda af útgáfu sjókort- anna, eins og verið hafði allt frá stofnun þess. 1 fyrstu var aðeins einn maður, sem að starfi þessu vann, Friðrik V. Ólafsson, síðar skólastjóri Stýri- mannaskólans, en árið 1937 bættist annar starfsmaður við, Pétur Sig- urðsson, núverandi forstjóri Land- helgisgæzlunnar, en hann var for- stöðumaður sjómælinga frá 1952-70. Næstu ár unnu þeir tveir að málum þessum jafnframt öðrum störfum, en þá bættist í hópinn Páll Ragnarsson, núverandi skrifstofustjóri Siglinga- málastofnunarinnar. Allir höfðu þess- ir menn hlotið sérmenntun sína hjá Det kgl. Danske Sökort-Arkiv, sem alla tíð studdi starfsemina með ráð- um og dáð. Upp úr 1950, þegar I alvöru er far- ið að hugsa til þess að gefa út sjó- kort hér heima, bætist svo flcira fólk við, bæði sjómælingamenn, korta- teiknarar og prentarar, en starfs- mannaf jöldi hefur verið dálítið breyti- legur síðustu árin vegna breytinga á starfseminni, sérstaklega í sam- bandi við prentun sjókortanna, en síðastliðin ár hafa að staðaldri starfað 8 menn við stofnunina með auknu starfsliði að sumri til. Frá byrjun heyrðu sjómælingar undir samgönguráðuneytið og í tengslum við embætti Vitamála- stjóra, sem sá um allt skrifstofu- hald starfseminnar eins og reyndar ennþá. Eðlilegt má telja að svo varð, þar eð fram að þeim tima að Sjó- mælingar hófu starfsemi sína var Vitamálastjóri sá aðili, sem mest viðskipti hafði við Sökort-Arkivet vegna afskipta sinna af öryggismál- um sjófarenda við siglingar við Is- land. Árið 1957 gerðist Island aðili að Alþjóðasjómælingastofnuninni — International Hydrographic Bureau — en aðalmarkmið þeirrar stofnun- ar er að samræma starfsemi hlið- stæðra stofnana hinna ýmsu aðildar- landa og stöðlun í gerð sjókorta og annarra rita, sem sjómælingastofn- anir sjá um útgáfu á. Um áramótin 1969 til 1970 eru

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.