Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 21
TlMARIT VFI 1971 31 r^Wk-sr.sV. UJJF tjörnI J^Mk Vw*** :;"í,'</""'n"; ,Landakot 7r$e~i ^LnÁ.fHl /^R-EYKJÁV í 1 9. mynd. Úrklippa úr sjókorti (minnkað). út mælinguna, en við það sparast bæði tími og fyrirhöfn. Við gerð sjókorta er í flestum til- fellum hægt að fá aðrar upplýsingar, svo sem strandlínu, ár, fjöll o.s.frv. úr Iandakortum, en ef um útgáfu sjókorts í stórum mælikvarða er að ræða, er það ekki alltaf nægjanlegt, og eru þá ýmist notaðar loftmyndír eða leitaö til annarra aðila, svo sem skipulagsyfirvalda, hafnamálastjóra o.s.frv., og veldur þá oft nokkrum erfiðieikum við gerð sjókortsins að mælingar þær, sem eru til í stórum mælikvarða, eru oft ekki tengdar landsnetinu eða landfræðilegum hnit- um. Sjávardýpið er yfirleitt reynt að ákveða með um 1% nákvæmni, og er þá dýpið miðað við meðalstór- straumsfjöru eða því sem næst. Er- lendis er þó sumsstaðar farið að miða dýpið við lægstu fjöru vegna tilkomu hinna risastóru tankskipa. Við ákvörðun dýpisins er notaður bergmálsdýptarmælir, sem er ein helzta framförin við sjómælingar það sem af er þessari öld. Jafnframt sjómælíngunni verður því að fara fram athugun á sjávar- föllum til þess að finna meðalsjáv- arhæð og meðalstórstraumsfjöru eða þann flöt, sem dýpið er miðað við. Einnig til þess að reikna út harmoniska stuðla sjávarfallanna vegna útgáfu taflna yfir sjávarföll, svo að sjófarendur geti á hverjum tíma gert sér grein fyrir hæð sjáv- aryfirborðs yfir núllfleti sjókortsins og hagað siglingu sinni eftir því, ef nauðsyn krefur. Sjávarfallaathuganir hafa verið gerðar í Reykjavlk nær óslitið frá því á árinu 1951, en mjög takmark- aðan tíma á öðrum stöðum & land- inu og sumsstaðar alls ekki. Væri því æskilegt að þær væru auknar til muna frá því sem nú er, og sömu- leiðis aðrar hæðarmælingar, svo að sem nákvæmastur samanburður fáist allt I kringum landið, og fulls sam- ræmis gæti í sjó- ög landkortum við hæðarákvörðun. Vegna notkunar sjókorta til sigl- inga eru þau teiknuð í Mercator vörpun (projection) og þar af leið- andi mælingakortin einnig, sérstak- lega ef um lítinn mælikvarða er að ræða. Hnitaskrá sjómælinga er þvi einn- ig í Mercator-vörpun, og öðrum hnitaskrám, sem nota þarf við gerð sjókortsins því breytt I samræmi við það. Notkun sjókortsins til siglinga. ræður hve stórt svæði kortið nær yfir og mælikvarða þess. Þau sjón- armið ráða því, að kortblaðaskipt- ing sjókortanna verður yfirleitt allt önnur en landkortanna og gerð þeirra ólík, en það torveldar samræmingu í teikningu þeirra og þar með vinnu- sparnað og hagræðingu við útgáfu. 5. ASTAND OG HORFUR. Segja má að ástand sjómælinga við Island sé í dag svipað og það var fyrir einni öld. Litlar sem eng- ar dýptarmælingar eru gerðar miðað við það, sem hjá öðrum þjóðum þekkist, ög erlendar sjómælingastof n- anir biðja um leyfi til sjómælinga á. yfirráðasvæði Islands vegna lélegra upplýsinga og sjókorta, eins og fyrir kom á síðustu öld. Einnig má benda á, að undanfarin ár hafa komið fyrir rétt landhelgismál, þar sem fram hefur komið ágreiningur vegna ósam- ræmis og ónákvæmni í islenzkum

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.