Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Síða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Síða 22
32 TlMARIT VFl 1971 sjókortum, sem eðlilegt má telja, þegar tekið er tillit til þess, að mest af dýptartölum sjókortanna er frá sjómælingum, sem framkvæmdar voru um og eftir siðustu aldamót, við erfið skilyrði. Sumar af þeim upplýs- ingum, sem í sjókortunum eru, eru jafnvel enn eldri. Eins og þegar hefur verið lýst, eru þær dýptarmælingar, sem til eru af landgrunninu, að mestu leyti frá því um og eftir síðustu aldamót, gerðar eins vel og þá þótti með þurfa, en eru að sjálfsögðu langt undir þeim kröfum, sem gera verð- ur til slíkra mælinga í dag. Þótt við Islendingar höfum slegið eign okkar á allt landgrunnið, þá vitum við varla, hve langt út það nær á mörg- um stöðum, hvað þá að við þekkjum það svo vel, að hægt sé að gera vísindalega athugun á notagildi þess. Eitt af brýnustu verkefnunum í náinni framtlð er því gagnger ný- mæling á öllu landgrunninu, ekki að- eins með tilliti til siglinga og fisk- veiða, heldur einnig athugun á botni landgrunnsins, til þess að kanna möguleika á hagnýtingu þess, sem þar kann að finnast. Til þess að þetta sé hægt, þarf radíóstaðsetningartæki o.fl. auk afnota af skipum, sem eru í því starfi eingöngu, því að sam- tímis öðrum störfum verður það ekki gert. Vegna aukins skipastóls lands- manna er aukin þörf á mælingum fjarða og flóa og útgáfu sérkorta af þeim í stórum mælikvarða. Til þessa verkefnis þyrftu íslenzku sjómæling- arnar að eiga lítið sjómælingaskip eða bát, sem ekki sinnti öðrum verk- efnum að sumri til. Útgáfa svokallaðra fiskikorta er krafa Islenzkra fiskimanna, en fram að þessu hefur ekki verið hægt að sinna þessu verkefni sem skyldi, vegna mannfæðar við kortagerð og skorts á upplýsingum um sjóvarbotn- inn. Athuganir á sjávarföllum við strendur landsins hafa aðeins verið gerðar að mjög litlu marki, og er brýn þörf á aukningu þeirra rann- sókna. Þannig mætti lengi telja, þótt þetta sé látið nægja. Með þeirri fjárveitingu, sem nú er veitt til þessara mála, er ekki hægt að gera mikið meir en að halda í horfinu með útgáfu sjókorta ög leið- rétta þau sem fyrir eru. Reynt er þó eftir beztu getu að koma til móts við kröfur sjófarenda um hafnar- kort og öflun annarra þeirra upplýs- inga, sem þeim eru nauðsynlegar, þótt ekki takist það ætlð. 1 þingsályktunartillögu, sem ný- lega var samþykkt á Alþingi, er gert ráð fyrir auknum athugunum á land- grunni Islands, og væntanlega er það vottur þess, að stjórnvöld landsins sýni málum þessum meiri áhuga I framtíðinni en hingað til hefur verið. Mæling lengda með rafbylgjutækjum Nákvæmar lengdarmælingar eru nú orðið nær einungis gerðar með rafbylgjutækjum, tækjum, sem nota ljós eða örbylgjur. Grundvallaratriði þessara tækja skal skýrð hér I ör- stuttu máli. Geodimeterinn, sem er elztur land- mælingatækja af þessari gerð, notar styrkmótaðan ljósgeisla til lengdar- mælingarinnar. Ljósinu er beint I grannan geisla I tækinu og styrkur þess látinn sveiflast (mótaður) með hárri tíðni (venjulega 10 milljón sveiflur á sekúndu). Ljósgeislanum er síðan endurvarpað frá spegli I endastöð þeirrar vegalengdar sem mæla skal, og beint að tækinu aftur. Þar fellur geislinn á næman ljós- nema, sem skynjar hinar öru styrk- sveiflur ljóssins. Þegar styrkur ljóss- ins sveiflast 10 milljón sinnum á sek, eru mjög nærri 30 metrar (eða ná- kvæmar c/f, þar sem c er ljóshrað- inn og f mótunartíðnin) milli þeirra staða, þar sem Ijósstyrkurinn er I hámarki, en þetta hámark berst að sjálfsögðu áfram með hraða ljóssins. Séu nú 15 metrar milli tækisins og spegilsins, er styrkleiki hins útsenda Ijóss I hámarki á sama augnabliki ■og styrkleiki hins endurkastaða Ijóss, geislarnir eru þá I fasa. Geislarnir verða einnig I fasa sé fjarlægðin 30 metrar, eða heilt margfeldi af 15 metrum, eða þegar tvöföld fjarlægð- in (s) er lieilt margfeldi af 30 metr- um, (heilt margfeldi af mótunar- bylgjulengdinni \) : 2s — n ■ Við mælingu cr hið útsenda ljós og end- urvarpaða að jafnaði úr fasa, og ef fasamunurinn er A), (þ.e. A\/\ úr heilli sveiflu) er tvöföld vegalengdin gefin af líkingunni 2-s = A,\+ný. Þegar geodimeterinn er notaður til lengdarmælinga er }_ vel þekkt stærð en við mælinguna þarf að ákvarða A\ og n. Fasamunurinn er ákvarðaður með nákvæmni sem svarar til ‘Aoo-'/aoo úr \ og gefur þetta um það bil 1 cm óvissu við lengdarmælinguna. Hinn heili fjöldi bylgjulengda n fæst með því að mæla fasamuninn með mismunandi mótun- artíðni. 1 hinum eldri tækjum þurfti að mæla fasamuninn með nokkrum mis- munandi tíðnum og nokkuð flókið var að reikna út n. Nokkrum árum eftir að geodi- meterinn lcom á markaðinn var farið að framleiða skylt tæki, sem notaði útvarpsbylgjur með stuttri bylgju- lengd (10 cm) I stað ljóss. Tæki þetta nefnist tellurometer. Með raf- bylgjum breiðir bylgjugeislinn óhjá- kvæmilega svo mikið úr sér, að styrkur bylgnanna yrði alltof veikur væri spegill einn notaður til endur- kasts, eins og gert er með geodimet- ernum. Því verður að endurkasta út- varpsbylgjunum með endurvarpsstöð (svarstöð), sem er af sömu gerð og kallstöðin. Tellurometerinn er langdrægari en geodimeterinn, og vinnur hann að sjálfsögðu jafn vel á nóttu sem degi, en hann or hinsvegar þyngri. Hann er því fyrst og fremst notaður við mælingar á löngum vegalengdum. Rafbylgjulengdarmælarnir hafa verið endurbættir verulega frá því þeir komu fyrst fram. Þeir eru nú mun léttari en áður, en fyrst og fremst er nú mun auðveldara og fljótlegra að vinna með þessum tækj- um. Lengdarmælingin tekur ekki nema eina til tvær mínútur, og ekki tekur nema stuttan tíma að þjálfa menn I notlcun þessara tækja. Tæki þessi hafa valdið byltingu I landmælingatækni. Áður voru ná- kvæmar lengdarmælingar mjög erf- iðar og voru beinar lengdarmælingar því einungis gerðar á örfáum grunn- línum. Nú eru lengdarmælingarnar hinsvegar orðnar fljótlegri en horna- mælingar og eru þær svo nákvæmar að svipuð nákvæmni fæst með lengd- armælingum einum, og áður með grunnlínu og homamælingum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.