Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 23
TlMARIT VFl 1971 33 Landmælingar og kortagerð Landsvirkjunar 1. INNGANGUR Landmælingar hafa verið fram- kvæmdar á vegum Landsvirkjunar síðan sumarið 1967. AÖ miklum hluta hafa þessar mælingar verið gerðar vegna ýmissa jarðvegsrannsókna og hefur frásögn um þennan hluta mæl- inganna vart gildi fyrir ráöstefnu sem þessa. Nákvæmni þessara mæl- inga var haldið innan þeirra marka, sem nauðsynlegt var talið hverju sinni, og varanleg merking mæli- stöðva ekki ætíð framkvæmd. Það sem talið er hér á eftir eru einungis þær mælingar, sem ætla má að hafi almennt gildi. 2. ÞRlHYBNINGAMÆLINGAB 2.1. Efri Þjórsá. Sumarið 1968 var framkvæmd þrí- hyrningamaeling beggja vegna Þjórs- ár frá Gljúfurleit að Eyvafeni. Þrí- hyrningamæling þessi varð síðar grundvöllur að kortmælingu svæða meðfram Og við Þjórsá í mk. 1:2000. Þríhyrningamælingin var þéttun á 2°-neti Orkustofnunar og voru út- jöfnunar- og hnitareikningar fram- kvæmdir með reikningsforskrift þeirrar stofnunar, TRI1-TRI5, en höfundur forskriftarinnar er Gunnar Þorbergsson. Mælingarnar voru tengdar eftir- farandi þríhyrningastöðvum: 2016 (NB) 2069 (LH) 2065 (NA) 5265 (KSÖ) 196 (SB) 5263 (ÖH) Útreikningarnir voru framkvæmd- ir í 3 skrefum og eru stöðvar í skrefi 2 reiknaðir frá stöðvum í skrefi 1 og stöðvar í skrefi 3 reiknaðir frá stöðvum í skrefi 2. 1 skrefi 1 voru reiknaðar eftirtald- ar stöðvar: 6003, 6006, 6008, 6013, 6022, 6029, 6032 og 6035. Meðalskekkja í einmældri stefnu var 1,37" (gamlar sekúndur). 1 skrefi 2 voru reiknaðar eftirtald- ar stöðvar: 6002, 6007, 6011, 6015, 6017, 6018, 6031 og 6033. Meðalskekkja í einmældri stefnu var 1,44". 1 skrefi 3 vöru reiknaðar eftirtald- ar stöðvar: 6001, 6004, 6005, 6009, 6010, 6012, 6014, 6016, 6019, 6020, 6023, 6024, 6025, 6026, 6027, 6028, 6030, 6034, 6036 og 6037. Meðalskekkja í einmældri stefnu var 1,94". Allar nýmældu stöðvarnar eru sýndar á yfirlitskorti um kortagerð- ina aftar í þessari skýrslu. 2.2 Tungnárkrókur Til staðsetningar jarðvegsrann- sóknarstaða var þrihyrningamælt ár- ið 1967 við Tungnárkrók og 14 þrí- hyrningastöðvar mældar. Mælt var frá 3°-neti Orkustofnunar (landsnets- kerfi). Þessar þríhyrningastöðvar voru varanlega merktar, en hnita- útreikningur hefur að svo komnu máli aðeins verið gerður með COGO- forskrift Reiknistofnunar Háskóla Is- lands. Yfirákvarðanir sýna hinsveg- ar, að mælingarnar verða að teljast góðar og þeim má að sjálfsögðu jafna, ef óskað er. Mælingarnar voru tengdar eftir- farandi þríhyrningastöðvum: 2209 2212 2211 2270 Þessar 14 þrihyrningastöðvar hafa ekki hlotið tölusetningu, en verið kallaðar LT-0, LT-1, LT-2, LT-3, LT-4, LT-5, LT-6, LT-7, LT-8, LT-9, LT-10, LT-11, LT-12 og LT-13. Staðsetning þríhyrningastöðvanna er sýnd á yfirlitskorti síðar í þessari skýrslu. 2.S Vatnsfell - Þórisvatn. Til staðsetningar jarðvegsrann- sóknarstaða var þrihyrningamælt sumurin 1969 og 1970 við Vatnsfell við Þórisvatn. Mælt var frá 3° þrí- hyrninganeti Orkustofnunar (lands- kerfi) og 19 þríhyrningastöðvar mældar. Jöfnunar- og hnitaútreikningar voru framkvæmdir með reiknifor- skrift Orkustofnunar (GÞ) TRH- TRI5 og voru mælingar tengdar eft- irfarandi þríhyrningastöðvum: 197 (LM) 2016 (NB) 2068 (UH) 2070 (NT) 5143 (THT) 6100 (VF) Ákvarðaðar þríhyrningastöðvar voru tölusettar 6101 til 6119 incl. 2.4 Þórisós Til staðsetningar jarðvegsrann- sóknarstaða var þríhyrningamælt við Þórisós sumarið 1969. Mældar voru 3 þríhyrningastöðvar með bakskurðs- aðferð. Mælingarnar voru tengdar eftirtöldum þríhyrningastöðvum: 2068 (UH), 2067 (OA), 5265 (KSÖ) og 2064 (NSF). Við útreikninga var notuð reikniforskrift Orkustofnunar (GÞ) BAKGT og ákvarðaðar stöðvar voru tölusettar 6120, 6121 og 20255. 2.5 Bjúpnadalur Til staðsetninga jarðvegsrannsókn- arstaða var þríhyrningamælt sumar- ið 1969 við Rjúpnadal og tvær þri- hyrningastöðvar mældar með bak- skurðsaðferð. Mælingarnar voru tengdar eftirtöldum þríhyrninga- stöðvum: 2068, 2067, 2016 og 197. Við útreikninga var notuð reiknifor- skrift Orkustofnunar (GÞ) BAKGT og ákvarðaðar stöðvar voru tölusett- ar 6115 og 6116. S. FALLMÆLINGAR S.l Efri Þjórsá Vegna væntanlegrar kortagerðar í mk. 1:2000 voru umfangsmiklar fall- mælingar gerðar við Þjórsá árin 1968 og 1969. Grundvallarmælingin var framkvæmd sem net-mæling, voru 15 þríhyrningastöðvar fallmældar í þessu neti. Mælingarnar voru tengd- ar þrihyrningastöðvum og hæðar- merkjum Orkustofnunar nr. 2016, 303, 106, 159, 107, 301, 302, 104, 147, 150 og 148. Netinu var jafnað og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.