Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 27
TlMARIT VFl 1971 37 Landmælingar og kortagerð Orkustofnunar Kortagerð Landmælingar og kortagerð Orku- stofnunar (eða Raforkumálaskrif- stofunnar) hófst skömmu fyrir 1950 með gerð tachymeterkorta af tak- mörkuðum svæðum, aðallega vænt- anlegum virkjunarstöðum. Sllk kort hafa verið gerð alltaf öðru hverju síðan. Þau eru geymd í teikninga- safni Orkustofnunar. Skrá yfir þau helztu er að finna hér á eftir. Um 1950 var farið að mæla lang- skurði vatnsfalla eins og Hvítár, Þjórsár, Tungnaár, Köldukvíslar og síðar Laxár í Þingeyjarsýslu og Jök- ulsár á Fjöllum, svo að þau helztu séu nefnd. Mælingarnar voru fólgnar i fallmælingu milli fastmerkja, sem venjulega voru sett með 3—6 km millibili, en auk þess tachymetermæl- ingu, þannig að hægt væri að teikna hæð árinnar, eins og hún er háð fjarlægðinni frá sjó. Þessir lang- skurðir eru geymdir í teikningasafni Orkustofnunar, og hér á eftir fylgir skrá yfir þá helztu. Um 1955 var byrjað að nota ljós- myndir teknar úr lofti við korta- gerð. Kort af Urriðafossi og Laxá í Þingeyjarsýslu, sem teiknuð voru f Liechtenstein (eða Sviss), hafa vafasamt gildi, vegna þess að korta- gerðarmennirnir gerðu sér í fyrstu ekki grein fyrir, hversu miklar mæl- ingar þyrfti að gera á jörðu niðri. Kort af Jökulsá á Fjöllum, Hrauns- fjarðarvatni og Lagarfljóti, sem teiknuð voru í Forverki, eru enn í fullu gildi, nema hvað þau eru í hinu gamla landsneti. öll þessi kort, ásamt korti af Hvítá undir Bláfelli, sem er í hinu nýja landsneti, eru geymd í teikningasafni Orkustofn- unar. Eftir að nýja landsnetið var tekið í notkun 1957, voru mælingar gerðar í því neti, og blaðskipting kortanna miðast við það net. Kortin eru talna- merkt í samræmi við blaðskiptinguna og eru geymd í sérstakri korta- geymslu Orkustofnunar. í þessu sam- bandi vísast til kortaskrár Orkustofn- unar frá í marz 1971. Því miður vantar kortin frá því fyrir 1957 í skrána, og einnig vantar mæld, en ekki kortlögð, svæði í skrána. Ur þessu verður bætt í næstu útgáfu. Hæðarmælingar Á árunum 1956-1959 var mæling- um vegna kortagerðar eftir ljós- myndum hagað þannig, að gerðar voru litlar þríhyrningamælingar, en umfangsmiklar fallmælingar. Gerð var áætlun um þríhyrninganet og flestir punktarnir merktir fyrir myndun. Þríhyrninganetið var mælt með hornamælingu. Eftir myndun voru settir fjórir myndpunktar í hvert „módel" og fallmælt á þá. Um- fangsmiklar mælingar voru gerðar á þennan hátt á vatnasvæðum Þjórsár, Tungnaár, Jökulsár á Fjöll- um og Blöndu. Við þessar mælingar voru notuð fastmerki, sem sett höfðu verið, þeg- ar langskurðir ánna voru mældir. Fjöldi nýrra fastmerkja var settur KORT SKRÁÐ 1 TEIKNINGASAFNI ORKUSTOFNUNAR Apríl 1971 Fnr. Nafn Mæli- kvarði Hvenær mælt Teiknað af Stærð 976 Skógarfoss 1:1000 S. K. 4xAl 718 Gönguskarðsá 1:500 Þ. Th. Þ. Th. / E. G. iy2xAl 724 Fremri-Laxá 1:2500 S. M./Þ. Th. B. G. 2xAl 737 Vlðidalsá hjá Kolugili 1:2500 S. M./Þ. Th. E. G. 2xAl 747 Milli Hóps og Vesturhópsvatns 1:2500 S. M. / Þ. Th. B. G. 2xAl 736 Víðidalsá hjá Laufási 1:1500 S. M. / Þ. Th. E. G. Al 957 Laxá 1:1000 24/10 '46 P. J. 2xAl 976 Skógarfoss 1:1000 S. K. 4xAl 722 Gilsárvötn 1:5000 S. M. / Þ. Th. S. M. og E. G. 4xAl 621 Systravatn 1:1000 M. B. 789 Skúfnavötn 1:2500 S. M./Þ. Th. B. G. 2xAl 848 Baulárvatn og Hvamms- fjarðarvatn 1:2500 9/5 '46 B. G. 4xAl 1017 Merkjá í Fljótshlíð 1:1000 E. G./T. A. '47 S. M. B. 2xAl 1093 Þiðriksvallavatn 1:1000 K. S. S. 10/4 '47 P. J. 2xAl 1181 Laxá 1:500 J. Þ. 6/9 '48 P. J. 2xAl 1308 Vatnsdalsá 1:5000 4/5 '50 M.S. P. J. 2xAl 1309 Vatnsdalsá 1:5000 4/5 '50 M.S. P. J. 2xAl 1314 Selá v/fossinn, Vopnafirði 1:500 25/5 '50 N.S. A. F. 1313 Mývatn 1:5000 24/5 '50 J. Þ. 2xAl I, n og III 1320 Hvammsá, Vopnafirði 1:1000 12/6 '50 M. S. M. S. 2xA4 Renningur 1364 Smyrlabiargará, Borgarhafnarheiði 1:2000 16/11 '50 E.G. E. G. 2xAl 1370 Tungnaá 1:1000 22/11 '50 E.G. E. G. Renningur 1372 Smyrlabjargará 1:2000 19/12 '50 E. G. E. G. Al 1400- 08 Hvítárvatn 1:5000 júll '50 M. S. M. S. 1

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.