Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 30

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 30
40 TÍMARIT VFl 1971 norðan Friðmundarvatna niður í Vatnsdal. Laxá. og’ Jökulsá á Fjölium. Fall- mælt hefur verið frá sjómælistað á Húsavík upp með Laxá og einnig upp Aðaldal að Mývatni. Þaðan ligg- ur netið austur að Grímsstöðum á Fjöllum og teygir sig báðum megin Jökulsár á Fjöllum niður í Axarfjörð og þaðan að sjómælistað austan Brunnár. Frá efri brúnni á Jökulsá hefur verið fallmælt upp með ánni inn á móts við Vaðöldu, og út frá þeirri línu var mælt net í nágrenni Möðrudals. Lagarfljót. Mæld hefur verið lína frá sjómælistað austan við Unaós að Lagarfossi. Þeðan hefur verið mælt báðum megin fljótsins að Egilsstöð- um og þaðan austan fljóts inn fyrir Valþjófsstað í Fljótsdal. Hæðarmælingar í þrihyrninganet- um hafa gefið nokkuð góða raun, ef lengdir í netinu eru ekki yfir 5—10 km. Hæðanet við Glámu á Vestfjörð- um var mælt á þennan hátt og með sjómælingum við Hrafnseyri og i Vatnsdal. Ósamræmið milli sjómæli- staðanna var aðeins 4 cm. Hæðanet við Blöndu var tengt netinu á Hvít- ársvæði með hæðarmælingum í þrí- hyminganeti ásamt marghymings- mælingu, þar sem mælt var sam- tímis í báðar áttir. Svo vel vildi til, að ekki munaði nema sentimetra á hæðum nOrðan og sunnan lands. Niðurlag. Skipta mætti fallmæling- um í grófmælingar, fínmælingar (þar sem sigtin em stikuð, jafnlöng fram og aftur og ekki yfir 70—-100 metra) og nákvæmnismælingar. Mælingar Orkustofnunar hafa þá að mestu leyti verið grófmælingar, en á seinni ár- um fínmælingar. Engar nákvæmnis- mælingar hafa verið gerðar á vegum OS. Á síðari ámm hefur mjög verið dregið úr fallmælingum á vegum Orkustofnunar, og er það einkum af þremur ástæðum. í fyrsta lagi hef- ur verið breytt um tækni við mæl- ingar vegna kortagerðar eftir ljós- myndum. 1 öðm lagi hafa hæðar- mælingar í þríhyminganetum gefið góða raun (sérstaklega ef mælt er samtímis í báðar áttir). I þriðja lagi er það skoðun höfundar þessarar greinargerðar, að fallmælingar eftir endilöngum mælisvæðum og milli mælisvæða eigi að framkvæma sem nákvæmnismælingar. Nákvæmnismælingar væri hægt að endurtaka síðar, að minnsta kosti þá hluta linanna, sem áhugi jarðeðlis- fræðinga beinist einkum að. Þetta verkefni er verðugt samvinnu þeirra innlendu stofnana, sem hlut eiga að máli, að ógleymdum þeim erlendu stofnunum, sem leggja fé í rannsókn- ir af þessu tagi. Þríhymingamælingar Árið 1961 var að mestu leyti horf- ið frá fallmælingum við mælingar vegna kortagerðar eftir ljósmynd- um. Þrihyrningapunktar voru yfir- leitt ekki merktir fyrir myndun, en mælt var þéttara þríhyrninganet, og út frá því var ákveðin lega og hæð um. Þríhyrningapunktar voru yfir- á myndunum. Þessi aðferð nýtur sin bezt við kortagerð í litlum eða með- alstórum mælikvarða í fjalllendi. Þríhyrninganet Orkustofnunar eru venjulega 2°-net með 30—50 km sigtilengdum, sem lögð eru milli 1°- punkta í landsneti. 1 einstökum til- vikum hafa netin verið tengd við 2°- punkta eða jafnvel 3°-punkta. Netin eru þétt með 3°-neti, til að auðvelt sé að mæla inn þríhyrningamynd- punktana. Þeir eru einnig notaðir við hæðarútreikninga I þríhyminga- netunum. 1 2°-netum eru yfirleitt mældar sex lotur með Wild T3, og er þá 6" munur milli lota leyfilegur. Leitazt er viö að mæla allt að sjö sigtum I einum hluta. Ef mæla þarf í tveim- ur hlutum, eru a.m.k. tvö sömu sigtin mæld í þeim báðum. Um mæl- ingar með Wild T2 í þriðju gráðu netum gilda svipaðar reglur. Við hjá- stæðar mælingar, sem eru illa séðan, en ekki bannaðar, verður fjarlægð stöðvar frá punktinum að vera undir 10 metrum. Mælingamar eru færðar í sérstak- ar bækur, og meðaltölin í hverjum hluta eru reiknuð og síðar götuð á græn mælispjöld. Nöfn punktanna eru 1—4 stafa orð, sem geta verið landsnetsnúmer punktsins, en eru venjulega skammstafanir fyrir stað- arheiti punktsins. Meðalskekkjur hnita í 2°-neti eiga að vera undir 30 cm, og leitazt er við, að áætluð skekkja í hæðum slíkra punkta sé einnig undir 0,3 metrum. Jónstindur

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.