Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Qupperneq 32

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Qupperneq 32
42 TlMARIT VFI 1971 Mælingar og kortagerð Vegagerðar ríkisins Sigfús örn Sigfússon, deildarverkfr., tók saman. 1. ÞRÍH YRNIN G AMÆLIN GAR 1.1 Yfirlit yfir þríhyrninga- og: marghyrningamælingar stofnun- arinnar fyrr og síðar. Þar til árið 1967, að farið var að undirbúa framkvæmdir við hrað- brautir í nágrenni Reykjavíkur, var mjög lítið um þrihyrninga- eða marg- hyrningamælingar á vegum Vega- gerðar ríkisins. Þó hafa verið lögð staðbundin þrí- hyrningakerfi ásamt marghyrningum í sambandi við gerð jarðgangna t.d. um Stráka við Siglufjörð, í Odd- skarði og á Breiðadalsheiði á Vest- fjörðum. 1 sambandi við gerð hraðbrauta hefur verið nauðsynlegt að setja nið- ur kerfi þekktra afsetningarþunkta meðfram veglinunum og hafa þeir verið mældir og reiknaðir sem marg- hyrningapunktar. Þetta hefur tekizt vcl í kerfi Reykjavíkur svo langt sem það nær, cn þegar komið hefur verið út í landskerfið, hafa komið í ijós mjög miklir erfiðleikar vegna óná- kvæmni í fastpunktum þeim, sem marghyrningarnir hafa verið tengdir í. Þessir fastpunktar eru venjulega landskerfispunktar af 3. og 4. gráðu. Þannig hefur ekki verið unnt að nota hnit landskerfispunkta nema sem grófa viðmiðun við endurmælingu þrihyrningakeðju vegna kortagerðar og afsetningapunkta é leiðinni Rvík - Selfoss og sama er að segja um leiðina frá Reykjavík upp í Borgar- nes. Á báðum þessum leiðum hefur Vegagerð ríkisins orðið að leggja í mjög mikinn kostnað við að leiðrétta landskerfið til þess að það geti borið mælingar, sem nauðsynlegar eru vegna vegaframkvæmdanna. Vegna kortagerðar í nágrenni Ak- ureyrar hefur Vegagerð ríkisins orð- ið að leggja í mikinn kostnað við að útvíkka kerfi Akureyrar, sem er flatt, staðbundið kerfi lagt af Skipu- lagi ríkisins fyrir nokkrum árum, vegna þess að landskerfið var talið ónothæft sem grundvöllur kortagerð- ar og bæjarmælinga. Kerfi þetta hef- ur nú verið teygt um 10 km norður fyrir og um 7 km suður fyrir Akur- eyri. 1.2 Yfirlit yfir stöðvarmerkingar, hnitaskrár, ef einhverjar eru, og útreikninga. Stöðvarmerkingar eru yfirleitt boltar festir í klöpp, þar sem hægt er að koma þvi við, eða steinsteypt rör, sem grafin eru í jarðveg og fyllt með steinsteypu og bolti steyptur í. Reynt er að grafa þessi rör niður fyrir frost, en nokkur misbrestur virðist hafa orðið á því stundum, þannig að nákvæmni slíkra punkta er nokkuð vafasöm, einkum í hæð. Hnitaskrár yfir þá punkta, sem gerðar hafa verið á leiðinni Reykja- vík-Selfoss og Reykjavík-Borgarnes hafa ekki verið gefnar út, en þær er að finna í greinargerðum þeirra ráð- gefandi fyrirtækja, sem unnið hafa að þessum útreikningum fyrir Vega- gerðina og einnig í vinnugögnum þessara vega, þ.e.a.s. verktakar eða sá aðili, sem framkvæmir verkið, fær þessar hnitaskrár til notkunar við útsetningar. Útreikningar á þessum mælingum hafa ekki verið gefnir út að öðru leyti en því, að þá er að finna í fyrr- nefndum greinargerðum, sem ráðgef- andi fyrirtæki hafa skilað Vegagerð- inni sem verkkaupa. 1.3 Reynsla af notkun landskerfis Islands Eins og áður er nefnt (undir 1.1), hefur reynslan af notkun landskerfis Islands verið slæm. Marghyrningar þeir, sem lagðir hafa verið milli lands- kerfispunkta af 3. og 4. gráðu, hafa hreinlega ekki lokazt á fullnægjandi hátt. Mikilli vinnu var sóað í að leita uppi villur í öllum mælingum til þess að komast að því hvað ylli því, að marghymingarnir lokuðust ekki. Nið- urstaðan varð sú, að það voru lands- kerfispunktarnir, sem reyndust rang- ir. Þess vegna hefur þurft að mæla þríhyrningakeðjur upp á nýtt til þess að fuilnægja nákvæmni þeirri, sem marghymingamælingarnar gefa til- efni til. Landskerfið hefur þannig fremur tafið mælingarnar en hitt. 1.4 Nákvæmniskröfur í þríhyrninga- og marghyrningamælingum. Kröfur um nákvæmni eru almennt þær, að punktar séu staðsettir með þeirri nákvæmni, að þeir geti borið loftmyndakort í mælikvarða allt að 1:500 og, að nákvæmni þeirra fasta- punkta, sem lagðir eru meðfram veglínum samsvari kröfum um ná- kvæmni í staðsetningu mannvirkja. 1.5 Þarfir og óskir um þrihyrninga- og marghyrningamælingar á næstu árum. Þarfir og óskir eru að sjálfsögðu þær helztar, að landsnetið sé það ná- kvæmt og gott, að hægt sé að nota það sem grundvallarnet fyrir þær mælingar, sem nauðsynlegar eru til staðsetningar á þeim vegamann- virkjum, sem ráðizt verður í næstu árin. Er þar væntanlega einkum um að ræða hraðbrautirnar frá Reykja- vík suður og vestur um land, auk aðalþjóðveganna í kringum hina stærri kaupstaði og önnur þéttbýl svæði á landinu. Einnig virðist brýn nauðsyn að tengja kort bæja og þorpa í lands- kerfið, því miklar tafir og mikill kostnaður hlýzt af því að skipta sí- fellt um kerfi. 2. HÆÐARMÆLINGAR 2.1 Yfirlit yfir hæðarmælingar Hæðarmælingar Vegagerðarinnar hafa frá upphafi verið gerðar í stað- bundnum kerfum, enda 'oftast mæld- ar styttri vegalengdir hverju sinni. Það var ekki fyrr en nú hin síðari ár, þegar farið var að undirbúa gerð hraðbrauta hér í nágrenni Reykja- víkur, að gerðar voru hæðarmælingar í hæðarkerfi Reykjavíkur. Það hefur verið framlengt austur á Selfoss og upp í Hvalfjörð og ætlunin er að halda áfram með það upp í Borgar- nes. Þessar hæðarmælingar hafa all- ar verið gerðar sem fallmælingar nema einstöku, sem hafa verið gerð-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.