Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Page 34

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Page 34
44 TlMARIT VFl 1971 Gróðurkortagerð á íslandi i. Gerð gróðurkorta, sem hér verður gerð grein fyrir í stuttu máli, er þáttur í víðtækum rannsóknum á gróðri landsins, sem unnið er að á vegum Rannsóknastofnunar landbún- aðarins. Tilgangur þeirra er marg- þættur, en í meginatriðum sá að: 1) Afla sem víðtækastrar vitneskju um gróðurfar og gróðurskilyrði landsins. 2) Ákvarða beitarþol landsins. 3) Kanna, hvar uppblástur á sér stað eða er yfirvofandi. 4) Reyna aðferðir til heftingar gróð- ureyðingar og til landgræðslu. Eins og kunnugt er, á sér enn stað mikil jarðvegs- og gróðureyðing hér á landi — allmiklu meiri en það, sem ávinnst með sjálfgræðslu og land- græðsluaðgerðum. Meginorsök þessa er sú, að gróður landsins er viða of- nýttur, eða á nærfellt 40—50% af flatarmáli landsins, samkvæmt nið- urstöðum gróðurrannsókna. Hófleg nýting gróðursins er for- senda þess, að unnt sé að vinna bug á gróðureyðingunni, og gróðurkortin eru fyrsta skrefið til ákvörðunar á beitarþoli landsins. II. Sumarið 1955 hóf Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, nú nefnd Rannsóknastofnun landbúnaðarins, kortlagningu gróðurs á hálendi lands- ins að frumkvæði dr. Björns Jóhann- essonar, sem þá veitti forstöðu jarð- vegsrannsóknadeild stofnunarinnar. 1 fyrstu var unnið að þessum rann- sóknum í hjáverkum með öðrum verkefnum, en síðan 1961 hafa þær verið eitt af meginviðfangsefnum Rannsóknastofnunarinnar. Áherzla var lögð á að kortleggja afrétti landsins, því að þeir eru enn undirstaða að sumarbeit mikils hluta af búfé landsmanna, þar er gróður viðkvæmastur og gróðureyðing og eyðingarhætta mest. Hefur verið kortlagt allt miðhálendið og mikið af öðru hálendi landsins. Af láglendi hafa verið kortlagðar Gullbringu- og Borgarfjarðarsýslur og hluti af Mýrasýslu. Nú hefur verið kortlagt 60—70% af flatarmáli landsins, að jöklum frátöldum. Eftir Ingva Þorsteinsson. Óhætt er að fullyrða, að þessu verki hefur miðað vel áfram. Þessu veldur fyrst og fremst ágætt starfs- lið, notkun loftmynda, en án þeirra væri þetta verk raunar óframkvæm- anlegt, og að sæmilega miklu fjár- magni hefur verið veitt til þessa rannsóknaverkefnis. Þá er landið víða svo gróðurlítið, að verkið er fljótunn- ið af þeim sökum. IH. Gróðurgreiningin er unnin með hjálp loftljósmynda. Á hálendinu hafa verið notaðar kontaktmyndir í mælikvarða 1:34—36.000, en á lág- lendi eru notaðar uppréttar myndir í mælikvarða 1:20.000. Loftmyndirnar eru aðeins hjálpar- tæki, því að við sjálfa gróðurgrein- inguna er farið um allt það lands- svæði, sem kortleggja á og færð inn á myndirnar mörk milli gróins lands og ógróins og milli ólíkra gróður- lenda. Ennfremur eru færð inn mörk miili ólíkra tegunda ógróins lands, mela, sanda, vikra, grjóts, hrauns o. s. frv., til þess m. a. að gera sér grein fyrir endurgræðsluhæfni lands- ins. Gróðurinn er flokkaður í gróður- hverfi eftir ríkjandi tegundum plantna og er sú flokkun aðallega byggð á rannsóknum Steindórs Steindórssonar, skólameistara. Á því landi, sem kortlagt hefur verið, hafa gróðurlendin verið flokkuð í 70 gróð- urhverfi. Á láglendi er, vegna stærri mæli- kvarða myndanna, unnt að vinna með enn meiri nákvæmni en á há- lendinu, og þar er þörf meiri ná- kvæmni. Láglendiskortin eru ekki eingöngu gróðurkort, heldur eiga þau einnig að sýna ræktunarhæfni hverr- ar jarðar, ræktað land, jarða-, hreppa- og sýslumörk. Þetta eru fyrstu hérlendu jarðakortin, sem gef- in eru út af heilum sveitum, og er þeim ætlað að gefa tölulega vitn- eskju um gildi einstakra jarða til ræktunar og beitar. Þar með er feng- inn grundvöllur fyrir jarðamati byggðu á mælingum. IV. Fyrstu gróðurkortin voru gefin út 1957 og voru af Gnúpverjaafrétti. Voru þau að öllu leyti unnin til prent- unar á Atvinnudeild Háskólans og báru ýmis merki byrjunarerfiðleika og vankunnáttu. Síðan varð hlé á út- gáfunni, og næstu kort komu ekki út fyrr en 1966. Þá hafði tekizt sam- vinna við Landmælingar Islands þess eðlis, að stofnunin tekur við kortunum samsettum eftir loftmynd- um, undirbýr þau til prentunar og hefur umsjón með prentuninni. Síðan 1966 hafa komið út 45 gróð- urkort af miðhálendi landsins og af Reykjanesskaga. Hefur verið stefnt að því að gefa út tíu kort á ári. Gróðurkort af hálendinu eru gefin út í mælikvarða 1:40.000. Það er frekar óhentugur mælikvarði, en ekki þótti rétt að hafa hann minni, til þess að ná viðunandi nákvæmni i flokkun gróðurs og flatarmálsmæl- ingum af kortunum. Kortin eru prentuð í sex litum. Láglendiskortin verða gefin út í mælikvarða 1:20.000, önnur en Reykjaneskortin, sem eru I mkv. 1:40.000. Þau verða í 3 litum með brúnum hæðalínum, og verða fimm hin fyrstu gefin út fyrir lok maí- mánaðar i ár. Við gerð gróðurkortanna er gróð- urgreiningin færð inn á amerísk kort, sem gerð voru eftir loftljós- myndum skömmu eftir síðari heims- styrjöld. Hefur Army Map Service sýnt þessum rannsóknum mikinn skilning og styrkt þær með því að afhenda Landmælingum Islands eftir- ir þörfum og endurgjaldslaust filmur af grunnkortunum. V. Gróðurkortagerðin hefur að sjálf- sögðu aðallega verið kostuð af Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, en hef- ur einnig notið fjárhagslegs stuðn- ings frá öðrum aðilum. Vísindadeild NATO veitti 29 þúsund dollara árin 1967—1969. Menningarsjóður hefur frá upphafi kostað útgáfu kortanna, og styrkir hafa verið veittir úr Raunvísindadeild Vísindasjóðs. Þá hafa mörg sveitarfélög látið fé af hendi rakna og boðizt til að styrkja þessar rannsóknir, ekki sizt korta- gerð í byggð, sem bændur hafa mik- inn áhuga á.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.