Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 35

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 35
TlMARIT VPI 1971 45 Skýrsla um starfsemi VFÍ árið 1970 Á síðasta aðalfundi félagsins, sem var haldinn 26. febrúar 1970, voru þessir menn kjörnir í stjórn til nœstu tveggja ára: Guðmundur Einarsson, formaður, dr. Ágúst Valfells, efnaverkfr., sem hefur gegnt ritarastörfum á árinu, Halldór Jónsson, byggingaverkfr., sem hefur verði meðstjórnandi og Jón Bergsson, bygginga- verkfr., varamaður. Fyrir í stjórninni til eins árs voru: Bárður Daníelsson, byggingaverkfr., varfor- maður, Loftur Þorsteinsson, byggingaverkfr., gjaldkeri og Eyvindur Valdimarsson, vara- maður. Stjórnin hefur haldið 23 bókaða fundi á árinu og bók- að 97 liði. Helztu mála verður getið síðar í þessari skýrslu. 1 byrjun starfsársins var félagatalan 427 en er nú 444. 1 félagið gengu á árinu 23 menn. Þeir skiptast eftir sér- greinum þannig: Byggingaverkfræðingar 13 Eðlisverk- og eðlisfræðingar 4 Flugvélaverkfræðingur 1 Rekstursverkfræðingur 1 Vélaverkfræðingar 4 Nöfn hinna nýju félagsmanna fara hér á eftir í þeirri röð, sem þeir voru teknir I félagið. 1. Jón Hjaltalín Stefánsson, eðlisverkfræðingur frá N.T.H. í Þrándheimi 1969. 2. Geir Arnar Gunnlaugsson, vélaverkfr. frá D.T.H. I Kaupmannahöfn 1970. 3. Þorsteinn Þorsteinsson, vélaverkfr. frá Princeton University, Princeton, New Jersey 1969. 4. Magnús Ólafsson, byggingaverkfr. frá D.T.H. í Kaup- mannahöfn 1968. 5. Agnar Magnússon, byggingaverkfr. frá South Dakota School of Mlnes and Technology, Rapid City, U.S.A., 1970. 6. Sigurður Oddsson, byggingaverkfr. frá Tækniháskól- anum I Zurich 1970. 7. Þorvaldur Búason, eðlisfr. frá háskólanum í Kaup- mannahöfn 1965. 8. Ari Arnalds, eðlis- og rafeindaverkfr. frá Liverpool University 1970. 9. Kristján Árnason, flugvélaverkfr. frá Loughborough University 1970. 10. Ingólfur Eyfells, byggingaverkfr. frá University of Illinois, U.S.A. 1970. 11. Guðmundur Eirlksson, byggingaverkfr. frá Rutgers University, U.S.A. 1970. 12. Ragnar Ragnarsson, byggingaverkfr. frá D.T.H. 1 Kaupmannahöfn 1970. 13. Jónas Matthíasson, vélaverkfr. frá D.T.H. 1 Kaup- mannahöfn 1970. 14. Tómas Tómasson, byggingaverkfr. frá D.T.H. í Kaupmannahöfn 1970. 15. Ásmundur Jakobsson, eðlisfr. frá St. Andrews Uni- versity í Skotlandi 1970. 16. Halldór Sveinsson, byggingaverkfr. frá D.T.H. I Kaupmannahöfn 1969. 17. Þórarinn Hjalti Hjaltason, byggingaverkfr. frá Cambridge University I Englandi 1970. 18. Ólafur Bjarnason, byggingaverkfr. frá Lunds Tekn- iska Högskola 1970. 19. Niels Indriðason, byggingaverkfr. frá N.T.H. í Þránd- heimi 1969. 20. Hreinn Frímannsson, vélaverkfr. frá N.T.H. í Þránd- heimi 1969. 21. Guðjón Stefán Guðbergsson, byggingavergfr. frá N.T.H. í Þrándheimi 1968. 22. Gunnar H. Jóhannesson, byggingaverkfr. frá D.T.H. í Kaupmannahöfn 1970. 23. Asgeir Leifsson, rekstursverkfr. frá Tækniháskólan- um I Karlsruhe 1970. Á starfsárinu létust 3 félagsmenn, þeir Arni Pálsson, byggingaverkfr., Eðvarð Arnason, rafmagnsverkfr. og Erling Ellingsen, byggingaverkfr. Af félagsskrá voru felldir 5 menn vegna vanskila á félagsgjöldum, en 2 af þeim, sem felldir voru af félags- skrá í fyrra af sömu ástæðu, greiddu upp skuldir sínar við félagið og gerðust þar með félagar á ný. Eftir starfsgreinum flokkast félagsmenn þannig, I sviga eru tölur frá fyrra ári: Bygginga- og mælingaverkfr. 210 (195) þar af erl. 34 (23) Efnaverk^ og efnafr. 66 ( 66) — — — 9(8) Rafmagnsverkfræðingar 61 ( 63) — — — 4(4) Skipa- og vélaverkfr. 76 ( 70) — — — 16 (13) Ymsir verkfr. o. fl. 31 ( 33) — — — 5(5) 444 (427) — — 68 (53) Eftirtaldar deildir starfa innan félagsins og var fund- arfjóldi hjá þeim sem hér segir: 1970 1969 1968 Byggingaverkfræðideild 3 6 8 Efnaverkfræðideild 2 15 Rafmagnsverkfræðideild 7 6 6 Vélaverkfræðideild 0 0 2 Lífeyrissjóður VFl 2 11 Stéttarfélag verkfræðinga 3 3 1 Fundarf jöldi I deildum var svipaður og áður. Við síðastliðin áramót var skuldabréfaeign Lífeyris- sjóðs VFl 65 mkr. A árinu var 28 félagsmönnum veitt lán samtals að upphæð 12,2 mkr. Þrír félagsmenn nutu bóta úr lífeyrissjóðnum á árinu. Stjórn sjóðsins skipa nú Rögnvaldur Þorláksson, formaður, Karl Ómar Jóns- son, varaformaður, Þórður Þ. Þorbjarnarson, ritari, Hinrik Guðmundsson, gjaldkeri og Leifur Hannesson, meðstjórnandi. Þeir Hinrik og Þórður eru tilnefndir af stjórn VFl en hinir kosnir af sjóðfélögum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.