Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 38
48 TlMARIT VFl 1971 : nú tilbúnir til útsendingar til gagnrýni. Staðlarnir eru um: 1) mátkerfið 2) byggingarmát. 3) hönnunarmát og 4) salarhæð. Nefndin þýddi úr sænsku bæklinginn Mátkerfið ABC, sem nú er í prentun. 9. Bandalag háskólamanna: Guttormur Þormar, Haukur Pálmason, Jakob Björnsson, Jón A. Skúlason. Varamenn: Björn Sveinbjörnsson, Einar B. Pálsson, GuSmundur Björnsson, Sveinn Björnsson. Helztu mál, sem stjórnin hefur fjallað um á árinu: 1. Fráfarandi stjórn hafði sementsverksmiðjumálið til meðferðar, en þótti ekki rétt að aðhafast í málinu meðan framkvæmdastjóri verksmiðjunnar var verk- fræðingur, enda þótt hann væri í frli. Á seinasta aðalfundi VFl hafði framkvæmdastjóri verksmiðjunn- ar sagt starfi sínu lausu fyrir nær 2 mánuðum og þótti stjórn félagsins því einsýnt, að auglýsa bærl starf framkvæmdastjórans laust til umsóknar fyrir verkfræðilega menntaðan mann í samræmi við lög verksmiðjunnar. I þessu sambandi komu verkfræð- ingar sementsverksmiðjunnar á fund með stjórn VFl 12/3 1970 og í framhaldi af þeim fundi hófust bréfa- skipti félagsins við verksmiðjustjórnlna varðandi aug- lýsingu á lausu starfi framkvæmdastjóra sements- verksmiðjunnar. Bréfaskiptin báru ekki tilætlaðan ár- angur, svo stjórn VFl sá sig að lokum tilneydda að óska eftir rannsókn saksóknara ríkisins á því, hvort stjórn sementsverksmiðjunnar færi að lögum. Þetta skeði 8. okt. 1970, en 14. okt. 1970 hélt stjórnin blaða- mannafund um málið og afhenti blaðamönnum afrit af öllum bréfaskiptunum ásamt afriti af bréfi VFl til saksóknara. Ekki er ástæða til að rekja efni bréf- anna, þar sem þau hafa þegar birzt í dagblöðum. Afleiðingar þessara aðgerða félagsins urðu þær, að iðnaðarráðherra skipaði nefnda til þess að semja frumvarp að nýjum lögum fyrir Sementsverksmiðju ríkisins, en saksóknari sá ekki ástæðu til aðgerða af sinni hálfu eins og öllum er kunnugt. Einn stjórn- armanna verksmiðjunnar lézt í vetur, en Alþingi kaus verkfræðing í stjórn verksmiðjunnar í hans stað og er það e. t. v. einnig árangur af aðgerðum félags- ins. Þá var einnig haldinn félagsfundur um Islenzkt sement, ástand og horfur, eins og áður er getið, og er skýrsla um niðurstöður þess fundar komin út í Tímariti VFl. Stjórnin vonar, að einnig hún hafi nokkur áhrif I sementsverksmiðjumálinu. 2. A stjórnarfundi 12. marz 1970 var ákveðið að skrifa forstjórum opinberra stofnana og spyrjast fyrir um reynslu þeirra af að láta tæknlleg verkefni til úr- lausnar hjá verkfræðilegum ráðunautum og hver stefna þeirra sé I þeim efnum. Afrit af þessu bréfi var sent 4 ráðherrum og borgarstjóranum I Reykja- vlk. Svör bárust frá flestum og voru ýmisleg eins og vænta mátti: Yfirlit yfir niðurstöður svaranna verður birt I Tímariti VFl innan skamms. 3. Hinn 2/4 1970 ákvað stjórnin að ráða Pál Theodórs- son ritstjóra fyrir Tímarit VFl til þess að sjá um að bæta ritið og koma þvi út 6 sinnum á ári. Stjórnin gerir sér vonir um að þessi nýbreytni beri góðan ár- angur. Fjórða hefti árgangs 1970 er komið út og von er á 5. og 6. hefti innan skamms. Síðan verður reynt að koma út árgangi 1971 á þessu ári. 4. A stjórnarfundi 4/6 1970 skýrði formaður frá fundi sínum með formönnum norrænu verkfræðingafélag- anna, sem var haldinn í Gautaborg 23.—27. maí 1970. 1 framhaldi af því var ákveðið að taka meiri þátt í samstarfi norrænu verkfræðingafélaganna en verið hefur og bjóða til fundar hér 1972 í sambandi við 60 ára afmæli VFÍ, þar sem jafnframt yrði haldin ráð- stefna stefnumarkandl um tækniþróun á Islandi. 5. A stjórnarfundi 12/11 1970 var undirritaður samning- ur við Dansk Ingeniörforening um tvöfalda félags- aðild og afslátt af félagsgjöldum I því sambandi. Unnið er að þvl að koma á sams konar samkomulagi við öll verkfræðingafélögin á Norðurlöndum. 6. Menntamálaráðuneytið skipaði I sumar er leið Verk- og tæknimenntunarnefnd. Tæknifræðingafélag Is- lands fékk sérstakan fulltrúa I nefndlna, sem annars var skipuð skólastjórum og forstöðumönnum skóla eingöngu. Af þessu tilefni óskaði stjórn VFl eftir því að fá að tilnefna fulltrúa I nefndina og féllst ráðuneytið á það. Stjórn VFl tilnefndi fyrst Einar B. Pálsson I nefndina, en hann reyndist ekki hafa nægan tima til nefndarstarfa og óskaði eftir því að verða leystur frá nefndarstörfum. Stjórnin féllst á þetta og tilnefndi þá Jóhannes Zoega I Verk- og tæknimenntunarnefnd. Formaður nefndarinnar er Andri Isaksson. Nefndin er að störfum. 7. A stjórnarfundi 8/7 1970 var nefnd um menntamál frá hugmyndaflugsráðstefnu um markmið félags- ins falið að starfa áfram undir forustu dr. Vilhjálms Lúðvíkssonar og gera tillögur um frekari aðgerðir I menntamálunum. Nefndin gerði samanburð á nefnd- aráliti háskólanefndar VFl, skýrslu háskðlanefndar H. 1. og nefndaráliti Stjórnunarfélags Islands um menntamál. Nú er I undirbúningl að koma þessu áliti á framfæri við menntamálaráðherra. 8. Hinn 28/1 1971 var tekið til meðferðar bréf, dags. 22/1 1971, frá Skipulagsstjóra ríkisins, þar sem hann ósk- ar eftir því að VFl tilnefni mann í dómnefnd vegna samkeppni um skipulag í tilefni af því, að 27. júní n. k. eru 50 ár liðin frá því að lög um skipulag bæja tóku gildi hér á landi. Stjórnin tilnefndi Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðing I dómnefndina af hálfu VFl. Að lokum skal þess getið, að „Námssjóður I. C. Möll- ers frá 6. okt. 1938" er I vörzlu Verkfræðingafélags Is- lands, og stjórn sjóðsins skipa Steingrímur Jónsson, Sigurður Briem, stjórnarráðsfulltrúi og Hinrik Guð- mundsson. Sjóðstjórnin veitti styrk á liðnu ári Agústi H. Bjarnasyni, rafmagnsverkfræðinema við tæknihá- skólann I Lundi, dkr. 3.000,00. Námssjóður T. C. Möllers er að mestu I dönskum verð- bréfum og geymdur hjá R. Henriques, vlxlara í Kaup- mannahöfn. Hann er að fjárhæð um 720.000 Isl. krónur. Þá skal þess einnig getið, að formaður VFl á sæti I stjórn Minningarsjóðs Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, ásamt háskólarektor og forseta Verkfræðideildar háskól- ans. Styrkveiting á árinu 1970 var tll Skúla Jóhanns- sonar, byggingaverkfræðinema, kr. 9.600.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.