Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 18
60 TlMARIT VFl 1971 efna með nægjanlegri formheldni bæði fyrir stunguteikningu og mynd- un af plastplötum. 1 dag eru flest kort hreinteiknuð þannig. Frum- dráttur kortblaðs er þvl geymdur I negativri mynd, en skilun kortblaðs- ins er gerð með positívrimynd á form- festu blasti. I þau rúm 15 ár, sem Forverk h.f. hefur starfað, hafa á vegum félags- ins verið kortmæld svæði, sem að stærð eru eins og eftirfarandi tafla sýnir: GEODIMETER 700: Nýjasta töfratæki landmælingartækninnar Eigi að telja hið helzta, sem hin fullkomna tækni vorra daga getur boðið landmælingamanni, koma eftir- farandi atriði fyrst I hug. 1. Rafbylgjulengdarmælar, sem nota Ijós eða örbylgjur. 2. Leysigeislinn, sem gefur örmjóan ljósgeisla og þarf þvi sáralitla orku til að draga langt. 3. Fallmælar, með sjálfvirkri lástill- ingu. 4. Beinn talnaaflestur á mældum vegalengdum og hornum. 5. Tölvuvinnsla úr mæliniðurstöðum. 6. Skráning mæliniðurstaðna á gata- ræmu. Lítum dálítið nánar á einstaka þætti. Rafbylgjulengdarmælar eru nú um tveggja áratuga gamlir. Geodi- meterinn þróaðist upp úr mjög ná- kvæmum Ijóshraðamælingum, sem sænski vísindamaðurinn Bergstrand vann að 1941-49. Við þessar mæling- ar kom í ljós, að nauðsynlegt var að hafa alla þá nákvæmni, sem möguleg var við lengdarmælinguna til að fullnýta þá nákvæmni við ljós- hraðamælinguna, sem aðferðin gaf. Upp úr þessum rannsóknum þróaði Bergström í samvinnu við sænska fyrirtækið AGA, landmælingatækið Geodimeter, sem olli, ásamt Telluri- metemum, byltingn í landmæling- um. Þessi tæki hafa bæði verið end- urbætt verulega síðustu tvo áratugi Kortlagt svæði ha Algeng. hæðarl. mism. m Mælikv. korta 1:500 0,5 366 1:1000 1 1.893 1:2000 1 21.937 1:5000 2 54.224 1:10000 2 eða 5 60.125 1:20000 5 134.180 Samanlagt: 272.725 ha og fleiri hliðstæð tæki hafa verið sett á markaðinn. Nú er liðinn um áratugur frá því að leysirinn (enska: laser) var fund- inn upp. Leysirinn sendir frá sér sam- fasa Ijós. 1 öllum venjulegum ljós- gjöfum má segja að hver sameind eða frumeind syngi með sínu eigin nefi, því hún sendir ljósöldur sínar án nokkurrar samvinnu við aðrar sameindir. Afleiðing þess er, að það er sterkum takmörkunum háð í hve þrönga ljóskeilu hægt er að beina geislanum. Þegar ljósgeisli er not- aður til lengdarmælinga í tæki eins og Geodimeternum, breiðir geislinn mikið úr sér og verður því að nota aflmikla Ijósgjafa. 1 leysinum er öll- um sameindunum þvingað til að sveiflast í takt, ljósið verður sam- fasa, og er því mögulegt að beina allri ljósorkunni í örmjóan geisla. 1 Geodimeter af gerðinni NASM-4, sem kom á markaðinn 1964, er notuð 30 watta glóðarpera sem ljósgjafi. Sé leysir notaður, er aðeins örlítið brot af þessari orku nægilegt til sömu mælinga. Þróun roælitækninnar síðustu ár hefur í ríkum mæli beinzt að því að nota beinan talnaaflestur frekar en að lesa niðurstöðuna af kvarða. Kostirnir eru tvíþættir. Beinn talna- aflestur getur gefið mun meiri ná- kvæmni og hraða en aflestur af skala og verkið er vandaminna. Ennfremur er þá auðvelt að skrá niðurstöðurnar beint á gataræmu, segulband eða í annað geymsluform, sem tölvur geta lesið úr. Með þróun dvergrása rafeinda- tækninnar síðustu ár hefur verið mögulegt að gera æ minni tölvur, sem leysa flókin verkefni, og verð þeirra hefur farið ört lækkandi. Allir þessir þættir hafa verið not- aðir við landmælingar síðustu ár, en þó aðskildir. Nú hafa þeir allir verið sameinaðir í eitt mælitæki. Sænska Lokaorð Þótt álitlegt svæði hafi verið kort- lagt, hefur aldrei verið nauðsynlegt að reka myndmælingatæki félagsins með tveimur vöktum eins og algengt er I nágrannalöndunum. Myndmæl- ingar er þrátt fyrir það aðalverkefni verkfræðistofunnar Forverk h.f. Öðrum verkefnum á sviði almennra landmælinga og verkfræði hefur og verið sinnt, en ekki verður þess get- ið hér nánar. fyrirtækið AGA hefur enn tekið for- ustuna í þessum efnum með nýjasta tæki sínu, Geodimeter 700, en í því eru allir fyrrnefndir þættir samein- aðir. Þetta tæki var sýnt í fyrsta sinn opinberlega á FIG-sýningunni í sept- ember s.l. og vakti þar að vonum mikla athygli. Og lítum nú á hvað nútímatækni getur boðið upp á í landmælingum. Taflan hér að neðan lýsir tæknileg- um eiginleikum tækisins. Eins og sést af töflunni er inn- byggð tölva og getur hún skilað beint t.d. láréttri fjarlægð. TAFLA Geoilimeter 700 — stutt tæknileg lýsing Framleiðandi: AGA, Svíþjóð Landmælingatæki, sem mælir fjarlægðir og horn. Lengdarmælir: Langdrægi: 1700 m með einum spegli 5000 m með 6 speglum Nákvæmni: 5 mm + l-10-“ s; (s = fjarlægðin) Mælitími: 10-15 sek. Ljósgjafi: 1 mW He-Ne leysir Bylgjulengd: 632,8 nm Aflestur: 7 talna, glitlampar Hornmælir Stækkun sjónauka: X30 Nákvæmni stefnu: 2" Nákvæmni halla: 3" Hornaaflestur: 7 talna, glitlampar Hornmæling: 360° eða 400° Annað Spennugjafi: 12V rafgeymir Ending geymis: 300 mælingar Utreikningur sjálfvirkur með inn- byggðri tölvu, sem gefur t.d. beint hina láréttu fjarlægð. Síðar verður hægt að fá tæki, sem skráir allar mæliniðurstöður á gata- ræmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.