Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 20
62 TÍMARIT VFl 1971 50 000, 1:100 000 og- 1:200 000), falla að sjálfsögðu á eðlilegan hátt inn í kortblaðakerfið, t.d. inn í kortin í mkv. 1:50 000. 1 Danmörku voru aðalkortin lengi vel í mkv. 1:20 000. Stærö þeirra er 47X37,7 sm. Þessi kort eru ekki númeruð með hliðsjón af hnitkerfinu né ganga þau upp í annarri kort- skiptingu en í 1:40 000. Eftir strið hafa Danir komið upp hjá sér kort- um í mkv. 1:25 000, 56.5X45.2 sm að stærð, og ganga þau upp í kort- um i mkv. 1:50 000, sem svo aftur ganga upp í kortum í mkv. 1:100 000, en að öðru leyti eru kortin ekki í tengslum við hnitakerfið. Frá því fyrir síðustu aldamót hafa Færeyingar átt kort í mkv. 1:20 000 með 10 metra hæðarlínum en 5 m á láglendi, yfir allar Færeyjar. Kort- stærðin er 47.1X37.7 og gengur ekki upp í kortum í mkv. 1:100 000, enda eru þau af annarri stærð. 1 Noregi eru kört í mkv. 1:20 000 og 1:100 000 algeng og sömuleiðis í Finnlandi, en þar er algengasta kort- stærðin 50X50 sm, eins og í Svíþjóð. 5. Iíort Björns Gunnlaugssonar Varla er hægt að telja að reglu- bundnar landmælingar hefjist hér á landi fyrr en um 1800, er danskir og norskir liðsforingjar kortlögðu strandlengju landsins og mældu lok- aða þríhyrningakeðju umhverfis landið á árunum frá 1801-1818. Aðal- tilgangur þeirra mælinga var þó ekki að gera kort af landinu sjálfu, held- ur að leggja grundvöll að gerð sjó- korta, sem síðan komu út á árun- um 1818-26. Þörfin fyrir rétt sjókort var þá þegar brýn vegna siglinga- öryggis, en lítil þörf var talin á að kortleggja sjálft landið. Má segja, að tilviljun hafi nánast ráðið því, að Bjöm Gunnlaugsson var síðan feng- inn til að kortleggja innsveitir og há- lendið. Á árunum 1844-48 leit fyrsta raunverulega Islandskortið, sem jafn- an er kennt við Bjöm Gunnlaugsson, dagsins ljós. Kort þetta er teiknað í keiluvarpi (konisk projektion) í mkv. 1:960 000, en síðan er því blaði skipt í f jórðunga í mkv. 1:480 000, er kölluðust norðvestur fjórðungur o.s.frv. 6. Mælingar og kortagerð Dana á árunum 1901—1938 Árið 1901 hófu Danir nýjar mæl- ingar á Islandi, er lauk 1938. Á ný notuðu þeir keiluvarp til að bera kortin. Mælikvarði var valinn 1:50 000 og kortblaðsstærðin 40X44 sm, en ekki er ljóst af hverju svo óheppileg blaðstærð var valin. Þeg- ar búið var að kortleggja strand- lengjuna frá Homafirði, Suðurlands- undirlendið, Vesturland og Vestfirði í þessum mælikvarða, var sennilega af sparsemisástæðum, tekið upp að teikna kortin í mkv. 1:100 000, og var sá mælikvarði látinn duga fyrir Norðurland, Austfirði og hálendið, sem raunar var að mestu teiknað eftir ljósmyndum teknum úr lofti. Þau svæði, sem kortlögð voru í mkv. 1:50 000, voru einnig teiknuð í mkv. 1:100 000, svo kölluð atlasblöð, og falla 4 kort í 1:50 000, svo kölluð fjórðungsblöð, inn í hvert atlasblað. Kortskiptingin er í samræmi við hnit danska landskerfisins. Eftir á ber að harma, að ekki skuli hafa verið fylgt þeirri upphaflegu áætlun að kort- leggja allt landið í mkv. 1:50 000, og að ekki skuli jafnframt hafa verið lögð drög að því hvernig kortblað- skiptikerfi skyldi háttað, þegar stað- bundin þörf kallaði á kort í enn stærri mkv. t.d. 1:25 000, eða jafnvel 1:5 000. 7. Landmadingar vegna virkjana Fljótlega eftir stríð kallaði könnun á aðstæðum á helztu virkjunarsvæð- unum eftir kortum í stærri mæli- kvarða en 1:100 000. Voru þær mæl- ingar framkvæmdar á vegum Raf- orkumálastofnunarinnar (síðar Orku- stofnunar og Landsvirkjunnar) fyrst sem „takkeometer" mælingar, en síðar voru kortin tciknuð eftir ljós- myndum teknum úr lofti (myndmæl- ingar). Samtals hafa þannig verið teiknuð yfir 250 sérkort 1 mkv. 1:5 000 eða stærri, um 60 kort í mkv. 1:10 000 og 60 kort í 1:20 000, sem raunar flokkast oftast undir topo- grafisk kort. öll voru kort þessi tengd danska landskerfinu og víða gerðar umfangsmiklar þríhyrninga- mælingar til að ná því marki. Hinsvegar var kortblaðaskipting þessara korta ekki valin í samræmi við þá reglu, sem bæði fjórðungsblöð Bjöms Gunnlaugssonar og fjórðungs- blöðin dönsku uppfylltu, þ.e. að kort- blöðin í stærri mælikvarðanum gengju upp í kortinu í minni mæli- kvarðanum (1:100 000). Kortblað- skiptikerfi það, sem Raforkumála- stofnunin hefur gert fyrir kort í mkv. 1:20 000, er því í engum tengslum við atlasblöðin í 1:100 000 nema hvað bæði kortin eru í danska landskerf- inu. Orsök þessa er ef til vill sú, að valin var óheppileg blaðstærð fyrir þessi kort, þ.e. stærðin 50X80 sm (Al), sem hreinlega útilokar, að hægt sé að notfæra sér af þeim hægðarauka, sem það er fyrir korta- kerfi, að kOrt í stærri mkv. gangi upp í kortum minni mælikvarða. Stærðin 50X80 fyrir kort í mkv. 1:20 000, útilokar líka að hægt sé að láta kortramma fylgja tugllnum kílómetra-hnitkerfisins, en slíkt hefði e.t.v. getað réttlætt, að framan- greind meginregla kortblaðskipti- kerfa var brotin. 8. Iíortagerð Bandaríkjahers á Islandi Árið 1950 gaf kortagerðarstofnun bandaríska hersins (Army Map Ser- vice) út heildarkort af öllu Islandi í mkv. 1:50 000, að mestu teiknuð eftir loftmyndum. Hvert kortblað nær yfir 30' á breidd en 10' á hæð, eða 44-49 sm á breidd en 37 sm á hæð. Kort þessi eru tvímælalaust að flestu leyti mun nákvæmari en dönsku kortin í 1:50 000, auk þess sem þau ná yfir landið allt. Má þvl til sanns vegar færa að þessi A.M.S. kort hafi leyst þau dönsku af hólmi, enda hefur forstjóri Landmælinga- stofnunar Islands lýst því yfir, að það sé ekki ætlunin að halda áfram að prenta dönsku atlasblöðin né fjórðungskortin, og munu þau því smátt og smátt hverfa af sjónar- sviðinu. Vegna tilkominna óska frá NATO, hóf kortagerðarstofnun bandaríska hersins (AMS) nýja útgáfu á kort- um yfir Island í mkv. 1:50 000 árið 1961. Kort þessi voru gefin út í sam- vinnu við Landmælingar Islands, og var upphaflega ætlunin að þau yrðu gefin út í mkv. 1:25 000. Einhverra hluta vegna og illu heilli, var mæli- kvarðanum breytt, þannig að þau 11 kort, sem út hafa komið til þessa, eru í mkv. 1:50 000 og með 20 metra hæðarlínum (sumstaðar er 10 m lín- um skotið inn). Frumrit kortanna eru þó teiknuð í mkv. 1:25 000, og hefur það komið ýmsum að góðu liði. Þessi nýju A.M.S. kort eru í þver- hverfu Mercators (UTM) kortvörp- un og byggjast á mun traustari þri- hymingamæligrundvelli en kort þau, sem A.M.S. gaf út árið 1950, enda létu Landmælingar Islands þétta net- ið vegna þessara korta. Af einhverri dularfullri ástæðu ná þessi nýju kort yfir 15' frá norðri til suðurs, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.