Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 23
TlMARIT VFl 1971 65 Ortómetrisk hœö: Ha = óh'; Hb =JTó/?" Ar B> hb.ha +±6H ^ Af/frœði/eg (dynomisk) hæö: Wo-Wa =][góh; [cm2- sek ZJ o h Myná 1. ákvörðun þessa jafnvæga yfirborðs hafsins — meðalsjávarmáls — einfalt mál. Svo er þó ekki. Lega yfirborðs sjávar er breytileg eftir sjávarföllum, loftþrýstingi, vindi, árferði og ýmsu fleiru. Meiru skiptir þó, að hið jafn- væga yfirborð hafsins er breytilegt eftir staðháttum, þannig að þó sjáv- arhæð hafi verið mæld með lárita (mareograf) um nokkum tíma og meðalsjávarhæð reiknuð, getum við ekki vænzt þess að fá sömu meðal- sjávarhæð fyrir annan stað fyrir sama síritunartímabil, innan þeirrar nákvæmni, sem auðvelt er að ná með hæðarmælingum milli þessara staða. Af þessu leiðir, að ef leggja á grundvöll að hæðarkerfi eða aðal- hæðaneti fyrir ákveðið landsvæði, verður að velja þvi ákveðinn núll- punkt, sem éikveðst af því meðal- sjávarborði, sem bezt er þekkt. Þeg- ar núllpunkturinn hefur verið ákveð- inn eru hæðarmælingar kerfisins síð- an miðaðar við þann punkt. 1 greinargerð Hafnarmálastofnun- ar ríkisins kemur fram, að reglu- bundnar sjávarfallaathuganir í lengri tíma hafa einungis verið framkvæmd- ar í Reykjavík. En áætlanir eru um að hefja slíkar athuganir á 4-5 stöð- um umhverfis landið. Samtenging þessara athugunarstaða með ná- kvæmnismælingu myndi gera kleift að ákvarða meðalsjávarborð, sem betur hentaði landinu sem heild, held- ur en ef einungis væri notazt við sjávarborðsmælingar í Reykjavík. n. NtJVERANDI HÆÐAKERFI A ISLANDI OV VIDMIÐIIN ÞElKRA. Eftirfarandi aðilar hér á landi hafa unnið að eða látið framkvæma hæð- armælingar: Landmælingar Islands, Orkustofnun, Vegagerð ríkisins, Skipulag ríkisins, Sveitarfélög, sem ýmist vinna sjálfstætt eða fela Skipulagi ríkisins framkvæmdir. Hæðarmælingar annarra stofnana eru flestar gerðar í einhverju kerfi ofantalinna aðila. Dýptarmælingar Hafnarmálastofnunar ríkisins og Sjómælinga Islands hafa hér nokkra sérstöðu og standa að mestu utan við þær athuganir, sem hér verður rætt um, þar sem viðmiðun þeirra er önnur og innbyrðis samhengi milli staða með hæðarmælingum á landi í raun útilokað. Eigi að siður er framlag þessara stofnana til ráð- stefnunnar mikilvægt, því það skýr- ir sérstöðu þeirra í þessum efnum, að þvi er hæðarmælingar varðar. Á mynd 2 eru sýndar mjög gróft helztu fallmælingar áðurtalinna stofnana. Þær má flokka aðallega í tvennt: Annars vegar þær, sem tengdar eru með mismunandi löng- um athugunum við sjávarborð og hins vegar þær, sem tengdar eru hæðarkerfi Reykjavíkur, en það hef- ur þá einu sérstöðu staðbundinna kerfa hvað viðmiðun snertir, að lega núllflatar þess gagnvart núverandi meðalsjávarborði er sæmilega vel kunn. Sum sjávarborðskerfanna eru tengd sjávarborðsathugunum á fleiri en einum stað, t.d. Laxár-Jökulsár- kerfið. Helztu kerfin eru þá þessi: Reykjavíkurkerfi. Það er notað af Reykjavík, nágrannasveitarfélög- um og Vegagerð ríkisins, sem hefur mælt í því austur á Selfoss, suður til Keflavíkur og upp í Hvalfjörð og hyggst halda áfram með það á þessu ári upp í Borgames. Orkustofnun hefur einnig mælt frá þvi kerfi aust- ur yfir fjall, og Hvítár- og Þjórsár- svæðin eru lauslega tengd því. Þessi tvö síðastnefndu eru langumfangs- mestu hæðarkerfin, og ná frá Álfta- vatni og Laugardal í vestri að Jök- ulheimum og Langasjó í austri, frá Suðurlandsvegi og norður að Hvítár- vatni og Háumýrum á Sprengisandi. Blöndukerfi nær frá Blönduósi suð- ur með Blöndu og ofan í Vatnsdal bg suður á móts vlð Sauðafell. Það virðist vera I dágóðu samhengi við Hvítársvæðið, sbr. skýrslu Orkustofn- unar. Laxár/Jökulsárkerfi, sem nær yfir Laxár- og Jökulsársvæðið allt suð- ur að Vaðöldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.