Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 24
66 TÍMARIT VFI 1971 Lagarfljótskerfi, sem nær frá Unaósi að Valþjófsstað. Auk þessa eru svo fjöldi stað- bundinna kerfa, sem ekki eru sýnd hér og hafa ekki hlotið neina veru- lega útbreiðslu, nema helzt Akureyr- arkerfið um næsta nágrenni Akureyr- ar. Hér er rétt að geta þess, að árið 1965 var á vegum erlends rannsókn- araðila mæld nákvæmnishæðarmæl- ing, sem nær frá Akureyri að Grims- stöðum á Fjöllum. 1 ráði er að endur- taka þá mælingu síðar til að sann- prófa jarðskorpuhreyfingar á þessu svæði. Eg vil undirstrika það og kem að því síðar, að þó þessi kerfi séu flest tengd sjávarmáli, sjálfsagt mismun- andi nákvæmlega, þá eru þau frá sjónarmiði nothæfni sjálfstæð og ó- samtengd nema innan þeirrar ná- kvæmni, sem sjávarborð á mismun- andi stöðum gefa, en það mun vera næsta ókannað mál hér á landi. HI. NOTKUN HOBNMÆLDKA HÆÐA VH) GERÐ HÆÐANETA. 1 yfirliti minu áðan um hæðar- kerfi á Islandi nú, ræddi ég einungis þær mælingar, þar sem beitt hefur verið fallmælingu (nivellement). I skýrslu Orkustofnunar er þess getið að hæðir hafi nokkuð verið mældar með hornamælingu og gefið góða raun, einkum ef mælt er samtímis í báðar áttir. Spyrja mætti því, hvort og að hve miklu leyti hagkvæmt sé að beita hommældum hæðum við gerð aðalhæðanets hérlendis. Svarið fer auðvitað eftir því, hverrar ná- kvæmni skal krefjast af slíku neti. En þvi ber ekki að neita, að horn- mældar hæðir hafa ýmsa ókosti samanborið við fallmældar hæðir og hafa menn þvl verið haldnir ýmsum fordómum í garð þessarar tegundar hæðarmælinga. Skekkjur í hornmæld- um hæðum reyndust oft meiri en þær voru í raunveruleikanum, þar sem öldur geóíðunnar gengu inn í útjöfn- unina sem leiðréttingar, einkum þar sem mjög mislöng mið voru notuð. Þá ber að geta þess, að um það leyti, sem farið var að gera verulegar vís- indalegar rannsóknir á eðli og ná- kvæmni hornmældra hæða, komu hæðarmælitæki með sjálfstilltri lá- réttri sigtilinu á markaðinn, sem juku afköst við fallmælingu veru- lega og gáfu meira að segja mjög fljótt libellutækjum lítið eftir við nákvæmnishæðarmælingar. Eins og landslagi, byggð og gróð- urfari er háttað á Islandi, virðist þörfin fyrir nákvæmni I mælingum mjög mismunandi eftir staðháttum. Annars vegar eru svæði, sem eru lítt eða ekki nýtanleg, þar sem kort I mkv. 1:50 000 - 1:100 000 eru nægi- leg, hins vegar hin nýtanlegu svæði, þar sem leggja þarf vegi, skipuleggja land til ræktunar og byggðar, reisa orkuvirki o.s.frv. Augljóst er að á þeim svæðum, sem einungis þarf að mæla með lítilli nákvæmni, ber að nota þær aðferðir, sem ódýrastar eru. En jafnvel á svæðum, þar sem nákvæmniskröfur eru meiri, koma hornmældar hæðir þó stundum til álita. Ég vil hér geta nokkurra þeirra örðugleika, sem eru á þvl að nota hommældar hæðir við gerð aðal- hæðaneta: 1. Óstöðugleiki ljósbrots andrúms- loftsins. Við honum má sjá m.þ.a. mæla bæði miðin milli tveggja punkta samtimis. Þetta gerir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.