Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 26
68 TlMARIT VFl 1971 Nú er því ekki að leyna, að fjár- magnslegar ástœðnr geta verið þann- ig, að þetta sé eina færa leiðin og oft verður ekki fyrirfram vitað, hvar þörf verður fyrir hvem nákvæmnis- flokk. En nú horfir þannig við, að verklegar framkvæmdir verða sífellt yfirgripsmeiri og þörfin því æ vax- andi fyrir meiri nákvæmni, og þegar þar við bætist, að greiðandi allra hinna misnákvæmu mælinga er sá sami í raun, þ.e. sameiginlegur sjóð- ur allra landsmanna, hlýtur sú spurn- ing að vera mjög áleitin, hvort ekki sé löngu tímabært að koma upp hæð- arkerfi, sem fullnægi öllum skynsam- legum kröfum hugsanlegra notenda hvar sem er á landinu. V. SAMHENGISÞÖRF 1 HÆÐAR- MÆLINGUM A ISLANDI. Áður hefur verið á það drepið, að samhengi væri mjög ábótavant í þeim hæðarmælingum, sem gerðar hafa verið hérlendis, ef frá er talið það grófa samhengi, sem fæst af sjávar- borði og nægir til gerðar staðfræði- legra korta i litlum mælikvarða. Ef til vill er rétt að velta fyrir sér lítil- lega þeirri spumingu, hversu nauð- synlegt samhengi sé og borgar sig í strjálbýlu landi að leggja nokkuð í sölurnar til að koma því á? Þctta er atriði, sem óhægt er að henda reiður á eða lýsa með tölum. Víða hérlendis eru aðstæðumar þannig: Sveitarfélagið, oft sjávarpláss meira eða minna einangrað með mjög stað- bundnar þarfir, dm eða sm þarfir í hæðarneti. Nágrennið t.d. víðáttu- mikið fjalllendi með staðfræðilegar kortaþarfir, þ.e. nákvæmni upp á 1-5 metra. Fyrir staði, sem em og verða um fyrirsjáanlega framtíð tæknilega og framkvæmdalega ein- angraðir, þannig að til þeirra verða ekki lagðir nema lélegir vegir eða aðrar framkvæmdir gerðar er veru- legu máli skipta, þar er ekki þörf á samhengi. En hversu víða hagar þannig til? Spyrja má t.d. hvort nauðsynlegt sé, að Neskaupstaður sé í sama kerfi og Eskif jörður Og Reyð- arfjörður. Eins og sakir standa ekki, samt em uppi kröfur um bættar sam- göngur og jafnvel jarðgöng milli staðanna. Sllkar kröfur kalla á kann- anir, sem hagkvæmt er að tengja við varanlegt hæðarkerfi, sem þyrfti að vera hið sama báðum megin f jallsins þó langt yrði í framkvæmd- ir. En dæmin em nærtækari: 1 Borgamesi er sjálfsagt staðbundið hæðarkerfi. En Vegagerð ríkisins er nú í þann veginn að leggja af stað þangað með hæðarkerfi allt frá Reykjavík. Samhengið varð nauðsyn. Lítum aftur til þeirrar myndar, sem upp var dregin af hæðarkerfum nú hér á landi. Og höfum í huga þær hugmyndir, sem fram hafa kom- ið um yfirgripsmiklar vatnsvirkja- framkvæmdir norðan Vatnajökuls með aðalvirkjun vatnsafls niður í Fljótsdal hjá Valþjófsstað. Ef til vill kalla undirbúningsrannsóknir ekki á nákvæmar mælingar á þessum slóð- um. En rannsóknirnar fela í sér möguleika á framkvæmdum, sem áreiðanlega krefjast meiri nákvæmni en þau tvö ótengdu kerfi, sem að svæðinu liggja, geta boðið upp á. Samhengi verður þarna fyrr eða síð- ar nauðsyn og því fyrr, því betra. En það eru ekki einungis tækni- legar kröfur, sem gera samhengið nauðsynlegt. Það er einnig nauðsyn- legt til að fjölnota, þ.e. nota til allra hugsanlegra þarfa, hverja þá mæl- ingavinnu sem gerð er í lanöinu. Hún þarf að nýtast fleirum en þeim, er að henni standa og vera nothæf á allt öðrum tíma. Og ef samhengi er ekki fyrir hendi, er alltaf meiri hætta á skekkjum, misskilningi og hvers lconar ruglingi, sem geta valdið ófyr- irsjáanlegum töfum og fjárhagslegu tjóni við framkvæmdir. VI. VERKEFNI FRAMTlÐAR- INNAR. Óhætt er að fullyrða að allar kröf- ur til nákvæmni, bæði við undirbún- ing og framkvæmd mannvirkjagerð- ar fara ekki minkandi. Verklegar framkvæmdir munu verða víðáttu- meiri, einkum í vegagerð og virkj- unum, en verið hefur hingað til. 1 orkuframkvæmdum munu ítarlegar undirbúningsrannsóknir verða nauð- synleg forsenda skynsamlegrar og skjótrar ákvarðanatöku. Þar þarf að vera hægt að velja um fleiri kosti með litlum fyrirvara. Framtíðin, já, meira að segja nútíðin, heimtar af okkur ítarlega könnun á landinu sjálfu og hafinu umhverfis það og þeim möguleikum, sem það býr yfir. Eitt af skilyrðum fyrir því, að hægt sé að standa með skynsemi að slík- um könnunum, er að tii sé í landinu traust og nákvæmt grundvallarhæð- arkerfi. Ég minntist áðan á könnun á hreyfingu jarðlaga hér á landi. Fleiri en einn erlendur vísindaleið- angur hefur sinnt því verkefni und- anfarið, en litið hefur farið fyrir rannsóknum Islendinga sjálfra. Naumast er vansalaust, að við skul- um ekki leggja þar eitthvað af mörk- um. Og væri ekki möguleiki á, að þeir sem kosta þessar rannsóknir, væru fúsir til að leggja eitthvað fé í víðáttumeiri kannanir á öllu land- inu ? Og ekki ætti að saka, þótt það hefði líka raunverulegt hagnýtt gildi fyrir landsmenn. Ég tel því, að við getum naumast dregið lengur að hefjast handa um gerð aðalhæðanets fyrir Island — með fallmælingu, sem hefði ná- kvæmni allt að 1 mm/km. Þetta er alidýrt fyrirtæki, en að því myndi þó verða mikill sparnaður og marg- víslegur ávinningur á löngum tíma. — Slíkt aðalhæðanet þarf rækilegan undirbúning, sem hlyti að taka 1-3 ár, en mikilvægt er, að mæling að- allínanna, sérstaklega lokaðra hringa, tæki helzt eigi lengri tíma en 5 ár. Það er ekki á mínu valdi að gera neinar rökstuddar tillögur um legu slíks nets eða nánari uppbyggingu. Til þess þarf mikla vinnu, m.a. jarð- fræðileg sérálit. Þær hugmyndir, sem hér eru fram settar, ber fremur að skoða sem lauslegar hugdettur til að fjörga ímyndunarafl viðstaddra og hvetja til umræðna. Þó að ég hafi nefnt hér allmikla nákvæmni, þá er skoðun mín sú, að það sé ekki sjálf nákvæmni mælinganna, heldur skipu- leg vinnubrögð, vönduð merking og eftirlit Og prófun kvarða að ógleymdu heppilegu vali leiða, sem mestu skipta fyrir gæði sliks hæðanets. Vegna fámennis og dreifðrar byggðar verðum við að sætta okkur við, að ýmsir hlutir séu hér með ó- fullkomnari hætti en með öðrum þjóðum. Allir þekkja t.d., hvernig ástatt er í vegamálum landsmanna og hvernig það verður enn um langa hríð. Svipað mun verða, ef lagt yrði í gerð aðalhæðanets fyrir landið allt. Það yrði gisið mjög og einungis hlut- ar þess nákvæmir. En sé sameigin- legur viðáttumikili grundvöllur eitt sinn lagður, má jafnframt við hann auka og á honum byggja með tím- anum. Þá má hafa mikil not af þeim mælingum, sem þegar hafa verið gerðar til uppbyggingar hinna óná- kvæmari hluta netsins. T.d. virðist mega tengja Blöndukerfi, Hvítár- kerfi og Þjórsárkerfi inn í aðal- hæðanet, e.t.v. endurtaka veika hlekki, en nota þó að meginstofni hina miklu vinnu, sem af hendi hef- ur verið leyst Veikasti hlekkurinn I þeim mælingum, sem þegar hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.