Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 28

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 28
70 TlMARIT VFl 1971 Kortvarpanir og þríhyrninganet Eftir Guðmund M. J. Björnson 1.0 Stærð og lög:im jarðar. Frá ómunatíð hafa menn velt fyr- ir sér lögun og stærð jarðar. Senni- lega hafa Grikkir fyrstir manna sett fram þá tilgátu að jörðin væri hnött- ur. Talið er að Pythagórasi hafi ver- ið þetta ljóst. Það var Grikkinn Erastosthanes, sem bjó í Alexandríu, sem fyrstur manna reiknaði stærð jarðar. Gögn- in, sem hann byggði reikninga slna á voru einföld, en aðferð hans var rétt. Hann hafði tekið eftir því suður I Syene (nú Assuan) í Egyptalandi, að ár hvert, hinn 21. júll um hádegisbil, speglaðist sólin á botni djúps brunns, sem þar var að finna; sem sagt sólin stóð í hvirf- ilpunkti. Á sama tíma mældi hann I Alexandríu, sem liggur svo til á sama lengdarbaug, sólarhæðina út frá skugga, sem ákveðin stöng kastaði af sér. Þar með var hann búinn að finna hornið í jarðarmiðju milli Assuan Og Alexandríu. Ennfremur reiknaði hann fjarlægð- ina milli þessara tveggja staða út frá þeim tíma, sem það tók úlfaldalest- irnar að ferðast þar á milli. Út frá þessum upplýsingum reiknaði hann með einföldum hlutfallareikningi um- mál jarðar, og skeikaði ekki meira en 16%. tvo leiðangra, annan tii Perú (á ár- unum 1735-1741) og hinn til Lapp- lands (1736-1737). Niðurstöður þess- ara leiðangra staðfestu þennan grun manna, að jörðin væri flatari við pól- ana. Eftir þetta snéru menn sér í æ ríkara mæli að því verkefni að á- kveða lögun jarðar. Enn meiri áherzla var lögð á þessi mál eftir að Frakkar ákváðu árið 1791 að lengdareining þeirra skyldi vera 1/10 000 000 úr lengdarbaugs- fjórðungi. Til að fá lengd hinnar nýju einingar með sem mestri nákvæmni var lengd Parísar-lengdarbaugsins ákveðin út frá mælingum sem náðu frá Barcelona til Dunkerque. 1 Þýzkalandi fengust við þetta verkefni meðal annarra þeir Carl Friedrich Gauss á árunum 1822-1824 og Bessel I Austur-Prússlandi árið 1831. Siðar, eða árið 1840, tók Bessel saman allar þær mælingar, er honum var kunnugt um að gerðar hefðu ver- ið í þessum efnum og reiknaði út frá þeim þverása sporvölu jarðar. Þessi sporvala (Besselsellipsoid) var síð- an lögð til grundvallar landmæling- um í Þýzkalandi. Síðar ákvarðaði Bandaríkjamaður- inn Hayford ása sporvölu jarðar og árið 1924 var hún samþykkt sem al- þjóðleg jarðsporvala. Er hún lögð til grundvallar mælingum í Bandaríkj- unum og víðar, meðal annars hér á Islandi. Að lokum er að minnast á jarðsporvölu Rússans Krassowsky. Hann reiknaði jarðstærðimar út ár- ið 1944 og eru þær lagðar til grund- vallar öllum mælingum í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu. Tafla 1 sýnir einkennisstærðir þessara þriggja sporvala. Með tilkomu gervitungla og geim- ferða hefur orðið mögulegt að ákveða lögun jarðar mun nákvæmar en áð- ur, og hafa fengizt mikilsverðar upp- lýsingar þar að lútandi, sem leitt hafa til tillagna urn nýjar jarðstærð- ir. 2.0 Val á kortvörpun. Áður en mæla skal og kortleggja víðáttumikil landsvæði, þarf að huga að ýmsum grundvallaratriðum mæli- kerfa og kortagerðar. Eftirtalin at- riði skipta mestu máli við ákvarð- anir, sem taka verður áður cn starf- ið hefst: 1. Stærð svæðisins, lega þess og lögun. 2. Tilgangur kortsins. 3. Mælikvarði kortsins. 4. Kortvörpun og hnitkerfi. Þegar svæðið, sem um er að ræða, er tiltölulega lítið eða ekki mikið stærra en 10 km á kant, er venju- lega óþarft að taka tillit til lögunar jarðar og má líta á þetta tiltekna svæði jarðarinnar sem sléttan flöt. Dæmi um þetta er þríhyrningakerfi Reykjavíkur frá 1951 og kortakerfi það, sem byggt er á því. Fyrst eftir að Newton hafði upp- götvað þyngdarlögmálið, fóru menn að efast um að jörðin væri kúlulaga. Samkvæmt lögmáli hans átti jörðin að bunga meira út um miðbaug en við pólana. Til þess að skera úr um þetta, gerði Parísar Akademían út Tafla 1. Einkennisstærðir sporvölu jarðar. Bessel Hayford Krossowsky Langás, a Skammás, b (a-b): a 6377397 m 6378388 m 6378245 m 6356079 m 6356912 m 6356863 m 1:299 1:297 1:298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.