Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 31
TlMARIT VFl 1971 73 arsvegar þriggja gráða kerfi, þ.e. belti, sem snerta á þriðja hverj- um lengdarbaug eins og hjá Þjóð- verjum. Er þetta kerfi fyrir mæli- og kortakerfi í tiltölulega stórum mæli- kvarða. Hinsvegar sex gráða kerfi, þ.e. belti, sem snerta á sjötta hverj- um lengdarbaug og er ætlað fyrir mæli- og kortakerfi stærri svæða í minni mælikvörðum. UTM-vörpunin er almennt tal- in henta bezt allra varpana, sem grundvöllur mæli- og kortakerfa, hvort heldur um er að ræða smærri eða stærri svæði. Fyrir t.d. alheims- hnitkerfi er UTM-vörpunin heppi- legri en aðrar varpanir vegna þess, að með henni næst til alls hnattar- ins með tiltölulega fáum hnitkerf- um. Þar að auki eru þessi hnitkerfi einslaga (kongruent) og tölugildi kortagerð í mælikv. 1:25 000 inn- an aðildarrikja sinna. Samkvæmt óskum Bandaríkjamanna mun mæli- kvarðanum hafa verið breytt fyrir Island í 1:50 000. Bandaríkjamenn hafa þegar teiknað 11 körtblöð af Suðvesturlandi og er UTM-vörpunin með 6° skiptingunni lögð til grund- vallar kortum þessum. Bandarikjamenn nota þessa sömu vörpun hjá sér og merkja þeir vörp- unarbeltin þannig, að fyrsta beltið, sem spannar svæðið milli 180° og 174° v verður númer 1. Næsta belti frá 174° v -—■ 168° v númer 2 og þannig að belti 174° a — 180° a, fær númerið 60. Þannig skipta Bandaríkjamenn hnettinum niður I 60 belti og lendir Island í belt- um nr. 27 (24° v - 18° v) og nr. 28 (18° v - 12° v). Sjá mynd bls. 86. Af þessu leiðir, að Island fær tvö sjálf- stæð einslaga hnitkerfi, sem hafa x- ása sína út eftir 21° og 15° lengdar- baug, sem eru snertibaugar þessara tveggja UTM-belta. 3.3. Keiluvörpun. Keiluvörpunin er ein af þremur algengustu kortvörpunum eins og áður er um getið. Nafn sitt dregur hún af því, að fyrst er punktum jarð- ar varpað yfir á keilu, sem síðan er flött út. Keiluvörpunin er mjög heppi- leg fyrir landsvæði, sem liggja á 30 - 70° breiddargráðu, en það eru ein- mitt ríki með mikla þörf fyrir góð og nákvæm kort. Þar á meðal Is- land. Þessi vörpun hentar fyrst og fremst landsvæðum, sem að lögun til liggja einkum í austur-vesturátt. Oftast fellur snúningsás keilunnar saman við snúningsás jarðar og er þá keilan látin snerta jörðina eftir þeim breiddarbaug, sem er nálægt miðju þess svæðis, sem kortleggja skal. Teigi svæði sig að einhverju markl í norður-suðurátt þá er keilan látin skera jörðina á tveimur stöðum. Aðaleinkenni keiluvörpunar eru þau, að lengdarbaugamir varpast sem beinar línur, sem skerast í topp- punkti keilunnar, en breiddarbaug- arnir varpast sem sammiðja hringir með miðju I topppunkti keilunnar. Oftast er mælikvarði kortsins það stór, að toppur keilunnar fellur langt einstakra stuðla vörpunarlíkinganna þau sömu, sem gerir alla útreikninga milli einstakra belta og heimshluta mjög aðgengilega. Ennfremur spann- ar sérhvert belti hennar landsvæði frá norður- til suðurpóls. Af þessum ástæðum mælti alheims- ráð mælingaverkfræðinga, á ráð- stefnu í Briissel árið 1951, eindregið með þvi, að hin þverstæða hólkvörp- un (UTM) yrði lögð til grundvallar öllum mæli- og kortakerfum allt að áttugustu breiddargráðu norðurs og suðurs. Ennfremur að vörpunarbeltin spönnuðu 6 lengdargráður austur- vestur, þar sem það væri sama skipt- ing og alheimskortið í mælikv. 1: 1000 000 væri byggt á. 3.2.1. XJTM á íslandi. Samkvæmt Natosamningi frá 1959 tóku Bandaríkjamenn að sér að kort- leggja Island í mælikvarða 1:50 000. Forsaga þessa máls er Nato sam- komulag þess efnis, að Nato kostaði í SLAND ■ Ný útgáfa f mœllkvarOa 1:50000. /9ó/ New cdltlon. Scale 1:50 000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.