Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 34

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 34
76 TlMARIT VPl 1971 Tafla 3. Misvísun lengdarbauga í íslenzkri keiluvörpun. Vestlæg lengd Misvísun lengdarbaugs 14° + 3°, 6 16° + 1°,8 18° -i-0°,0 20° -Hl°,8 22° -f-3°,6 24° -f-5°,4 Af þessari töflu sést, að lengdar- baugsmisvísunin er orðin vestast á landinu um 5,4°. Kemur þetta greini- lega í ljós á kortum, sem teiknuð eru í landskerfinu, hvemig lengdarbaug- arnir leita saman í norður. Misvís- unin er ávallt reiknuð út frá lengd- arbaugnum og þar af leiðandi pósi- tív fyrir austan núlllengdarbauginn en negatív fyrir vestan hann. 5.0 Samanburður og notagildi íslenzku kortvarpananna. Við samanburð á þeim tveimur kortvörpunum, sem notaðar eru á Is- landi, verður fyrst og fremst að hafa í huga, hvemig þær henta íslenzk- um aðstæðum. Islenzka keiluvörpunin í núverandi mynd býður upp á eitt samfellt hnitkerfi, sem teljast verður mikill kostur. Hins vegar vaxa vörpunar- skekkjumar það mikið eftir því, sem fjær dregur snertibaugnum, að kraf- an um, að lengdarskekkjan fari ekki yfir 1:20 000, fær aðeins staðizt á ca. 64 km breiðu belti norðan og sunn- an snertibaugsins, þ.e. á 128 km breiðu belti um miðbik landsins. Nú em aftur á móti aðalþéttbýlis- svæði landsins utan þessa beltis og því mjög bagalegt, að einmitt þar skuli ekki krafan um vörpunarná- kvæmnina 1:20 000 standast. Skap- ar þetta ýmis vandamál, ef leggja skal landskerfið eða keiluvörpunina til grundvallar mælingum og korta- gerð á þessum stöðum. Til dæmi3 verður að leiðrétta allar lengdarmæl- ingar og er leiðréttingin hér á höf- uðborgarsvæðinu á hverja 1000 m ca. + 0,12 m. Þetta hefur einnig í för með sér leiðréttingu á flatarmál- um, þó óvemleg sé. Þetta væri ef til vill ekki svo erf- itt í framkvæmd, ef allar mælingar væru framkvæmdar af einni ábyrgri stofnun, en þar sem svo margir að- ilar fást við mælingar á þessum stöð- um, eins og raun ber vitni, er hætt við að nákvæmni fastkerfanna drabb- ist fljótt niður. Þess vegna hafa menn gripið til þess ráðs að koma sér upp flötum staðbundnum kerf- um, sem þá sjaldnast eru í tengslum við landskerfi Islands og yfirleitt ómögulegt á neinn hátt að tengja slík kerfi saman, ef með þarf, nema þá með ærinni fyrirhöfn. Einnig er sá hængur á þessum kerfum, að þau geta aðeins spann- að takmarkað svæði áður en kryppa jarðar fer að segja til sín. Dæmi um þetta er þríhymingakerfi Reykja- vikur. Þó mun ástæðan fyrir þvl, hve mikið hefur verið mælt í staðbundn- um kerfum hér á Islandi, vera sú, hve óaðgengilegt og ónákvæmt þrí- hyrningakerfi Islands er. Hin vörpunin, sem farið er að nota hér í sambandi við kortagerð, er UTM-vörpunin. Eru tvö ca. 280 km breið belti, sem hvort um sig spann- ar 6 lengdargráður, lögð til grund- vallar kortunum. Þessi tvö belti hafa bæði sitt eig- ið hnitkerfi og skerast á miðju land- inu eftir 18° lengdarbaugnum. Þar sem hvort belti spannar ca. 140 km til beggja handa út frá snertibaugn- um, má búast við töluverðum skekkj- um einnig i þessari vörpun. Meðfylgjandi tafla sýnir lengdar- skekkjur UTM-vörpunarinnar. Tafla 4. Lengdarskekkjur UTM vörpunar (6° belti). Km frá snertibaug 20 40 60 100 150 Lengdarskekkja cm/km 0.5 2.0 4.4 12.3 27.6 Af þessari töflu sést, að krafan um, að lengdarskekkjumar fari ekki yfir 1:20 000, er einungis uppfyllt á svæði, sem er nær 64 km til beggja handa við snertibauginn. Til þess að uppfylla þessa kröfu fyrir allt land- ið, yrði að hafa sama hátt á og hjá t.d. Þjóðverjum og Rússum, þ.e. að taka upp þriggja gráða beltaskipt- ingu. Yrði þá að bæta við tveimur beltum. Annað beltið kæmi á milli 6° beltanna og snerti á 18° lengdar- baug, en hitt næði yfir Vesturland og snerti 24° lengdarbaug. Þetta . hefði í för með sér f jögur sjálfstæö en einslaga hnitkerfi fyrir Island og þar með væri kraf- an um, að lengdarskekkjurnar fæm ekki yfir 1:20 000, uppfyllt fyrir allt landið. Að vísu er visst óhag- ræði af því að vera með mörg hnit- kerfi, en umreikningar milli kerfa em tiltölulega auðveldir og þurfa ekki að valda óþægindum, þar sem hvert kerfi skarar 1° af þvi næsta. Ennfremur er hvert kerfi auðkennt, þ.e. hnit hvers kerfis auðkennd með merkitölu þannig, að lítil hætta er á víxlun milli kerfa. Kostirnir eru svo þeir að þurfa ekki að taka tillit til vörpunar- skekkju við afsetninga- og fram- kvæmdamælingar, eftir að gengið hefur verið frá fastmerkjakerfi (t.d. polygonkerfi) viðkomandi svæða. Ennfremur má telja það til mikilla kosta, hve þessi vörpun er útbreidd og víða notuð, en það hefur leitt til þess, að hún hefur verið rannsökuð í þaula. Til eru víða mjög aðgengileg- ar töflur til umreikninga milli ein- stakra kerfa og ótal tölvuforskriftir fyrir útreikninga og jafnanir í þess- ari vörpun. Samkvæmt ofansögðu er augljóst, að UTM-vörpunin hentar íslandi bet- ur en keiluvörpunin, sem nú er nöt- uð. Þess vegna ætti að stefna að því að taka upp þriggja-gráðu-belta- skiptinguna og umreikna yfir í hana landskerfi Islands og öll staðbundin kerfi landsins. Til þess að það verði mögulegt og þessi vörpun kæmi þar með að fullum notum fyrir alla aðila, verður að bæta eða jafnvel endur- mæla allt þríhyrningakerfi Islands. II. ÞRlHYRNINGAKERFI 1.0 Undirstaða allra mælinga í sam- bandi við hverskonar kortagerð og framkvæmdir er þríhyrningakerfi, sem spannar viðkomandi land eða landsvæði. Þríhyminganet þau, sem lögð em til grundvallar þessum mæl- ingnm, þróuðust á nítjándu öld í þá mynd, sem þau hafa síðan haft. Þri- hyrninganetinu er venjulegast skipt í fjóra flokka eða gráður og er þá jafnan miðað við hliðalengdir ein- stakra þríhyminga. Jafnframt eru gerðar mismunandi nákvæmniskröf- ur til einstakra gráða. Skipting þrí- hyrninganeta i flokka er sýnd í töflu 5. Fyrstu gráðu netið er grundvöllur allra annarra mælinga og verður því að vanda mjög til ákvörðunar þess. Mikilvægt er að hliðar þess séu sem jafnastar að lengd til að skekkju- dreifing verði sem jöfnust. Við homamælingar í 1. gráðu neti er leitast við að ná 0,3—0,5 sek. meðalskekkju á hvert mælt hom. Mælikvarði netsins er fenginn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.