Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 36
78 TlMARIT VPl 1971 2.0 Reynsla og notagildi þríhyrninganeta á Islandi. Eins og fram kemur í greinargerð- um hinna einstöku stofnana fást þær allar meira eða minna við landmæl- ingar, hver þó í sínum ákveðna til- gangi og gera þess vegna mismun- andi kröfur til fastmerkjakerfa þeirra, sem gengið er út frá. Þessar stofnanir telja æskilegt að landskerfi íslands sé það þríhyminganet, sem gengið skuli út frá og að það sé nægilega þétt og nákvæmt. Einnig koma fram óskir um hentuga kort- vörpun. Flestar þessara stofnana mæla í landskerfinu og sumar þeirra hafa fengizt við endurmælingu þess á stór- um svæðum til þess að geta síðan notað það til sinna þarfa. Eftirtald- ar stofnanir em einkum virkar i þessu starfi: Landmælingar Islands, Orkustofnun, Skipulag ríkisins, Vega- gerð rikisins, Sjómælingar Islands og Vita- og hafnamálastofnunin. 2.1. Orkustofnun hefur mælt á síð- ustu tveimur áratugum stór land- svæði vegna virkjunarframkvæmda og jafnan tengt mælingar sínar í 1. gráðu net landskerfisins, einstaka sinnum í 2. gráðuna. 1 greinargerð Orkustofnunarinnar er að finna yf- irlitsuppdrætti af þeim þríhyrninga- mælingum, sem framkvæmdar hafa verið á hennar vegum. Þetta eru þrí- hyrninganet af 2. og 3. gráðu, sem spanna stór svæði sunnan jökla, þ.e. vatnasvæði Þjórsár og Þórisvatns. Einnig þríhyminganet af Blöndu- svæðinu í Austur-Húnavatnssýslu. Þá hafa verið mæld stór svæði á Mývatnsöræfum Og áætlað er að mæla víðfemt 2. gráðu net á Norð- austur- og Austurlandi vegna vænt- anlegra virkjunarrannsókna á þvi svæði. Einnig hefur verið mælt all- stórt net á Vestfjörðum. Orkustofnun getur þess, að allar netmælingar, sem framkvæmdar séu á hennar vegum, séu tengdar í 1. gráðu landskerfisins, einstaka sinn- um í 2. gráðu punkta. Þrihyminga- net Orkustofnunarinnar af 2. gráðu eru með hliðarlengdir frá 30 til 50 km. Orkustofnunin merkir þríhyrninga- punkta sína með 4 sm löngum og 8 mm breiðum koparboltum, sem komið er fyrir í klöppum. Óskir stofnunarinnar um ná- kvæmni eru þær, að meðalskekkjur hnita 2. gráðu punkta ættu að vera undir 0,30 m. Venjulegast mun vera leitazt við að ná um 0,10 m hnita- meðalskekkju I 2. gráðunni. Nýlega hefur Orkustofnunin eign- azt fullkomið lengdarmælitæki, sem lengdarmæla má með um og yfir 50 km. Þetta gjörbreytir aðstöðu þeirra til lengdarmælinga og athugana á landsnetinu. 2.2. Skipulag rikisins skýrir frá því í greinargerð sinni að lítið sem ekkert hafi verið þríhyrningamælt á þess vegum fram að árinu 1950, en þá hafi verið ráðizt í þríhyrninganet Reykjavíkur. Áður fyrr voru grunnlínur ein- stakra minniháttar neta mældar með málböndum, enda náðist ekki meiri nákvæmni út úr þeim mælingum en venjulegum marghyrningsmæling- um. Var sá háttur einnig oftast á hafður, að lögð voru einföld marg- hyrningsnet, sem rétt dugðu fyrir nauðsynlegustu mælingar. Með tii- komu geodimetersins árið 1965 gjör- breytast aðstæður Skipulags ríkisins. Þá ræðst stofnunin í meiriháttar þrí- hyrningamælingar á ýmsum stöðum á landinu, en þau verkefni höfðu verið aðkallandi um nokkurt árabil vegna væntanlegra kortagerðar og skipulagsvinnu. Þessi þríhyrninganet eru, eins og segir í greinargerðinni, oftast stað- bundin net Qg sjaldnast í neinum tengslum við landskerfi Islands, vegna þess hve gisið það er og eins hve kortvörpunin er óhentug. Tilgangur þríhyrningamælinga Skipulagsins hefur einkum verið sá að bera loftmyndakort í mælikvarða 1:2000 -1:5000 og jafnframt að skapa grunn fyrir áframhaldandi mæling- um, einkum framkvæmda- og eign- armælingum viðkomandi staða. Þeir staðir, sem hafa verið þrí- hymingamældir á síðustu árum á vegum Skipulags ríkisins eru taldir upp í töflu 6 og fylgja yfirlits- myndir af þessum netum. Ákveðið var að reikna þríhyrn- inganet Borgamess í landskerfinu til þess að samræma kortagerð Skipulagsins væntanlegri kortagerð Vegagerðar ríkisins, en á hennar veg- um er hafinn undirbúningur að korta- gerð frá Kjalamesi í Borgames. Við stöðvaval netsins var reynt að velja alla þá landskerfispunkta, er fundust á Borgarnessvæðinu og nágrenni þess, svo að flestir punkt- ar þess væru einnig þekktir í lands- netinu, því þannig myndu mæling- arnar tengjast því fastar. Þegar farið var að reikna kerfið, komu al- varlegar skekkjur í ljós. Talið var öruggt, að mælingar og mæli- kvarði nýja netsins væri mörg- um sinnum betri en skekkjumar gáfu til kynna. Því varð að ráði að endurmæla landskerfið á þessu svæði um leið og Vegagerð ríkisins lét end- urmæla landskerfið hér á Faxaflóa- svæðinu síðastliðið sumar. Við útreikninga þessara mælinga fengu landskerfispunktarnir þar efra verulegar leiðréttingar og var nú mögulegt að ganga út frá þeim við endanlega útreikninga á Borgarnes- netinu. Þó komu þar í ljós einhliða leiðréttingar, sem gefa visst tilefni til að ætla að um vissa mælikvarða- skekkju sé að ræða í landsnetinu á þessu svæði. Mælingarnar á Reykjanesi eru um- fangsmestu þríhyrningamælingar, Tafla 6. Bæir og kauptún, sem hafa verið þríhymingamæld af Skipulagi ríkisins. Staður Iíerfi Mælt og reikn. Mælt af Akranes Staðb. 1965-1966 Forverk Akureyri — 1966-1969 SK.R, Hnit Borgarnes Landsk. Isl. 1967-1971 SK.R, Hnit Egilsstaðir Staðb. 1967 SK.R, Hnit Grindavík Landsk. (1970) (SK.R, Hnit) Húsavík Staðb. 1966 SK.R Isafjörður — 1967- SK.R, Hnit Keflavík — 1966 SK.R, HÞH. Neskaupstaður — 1966-1967 SK.R, Hnit Reyðarfjörður — 1967-1968 SK.R, Hnit Reykjanes (Landsk.) 1969- SK.R, Hnit Reykjavík Staðb. 1967 SK.R, Hnit Sauðárkrókur — 1967 SK.R, Hnit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.