Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 15
upp. Til samanburðar yrði nýting jarð- varmans unt 70—80%, ef bakrennslis- vatni væri dælt til Svartsengis 40°C heitu. Til samanburðar er rétt að taka fram, að nýtni jarðvarnta við raforku- framleiðslu, þar sem gufa er notuð beint á hverfla, er einungis um 10%, en nýt- ing lághitavatns til hitaveitna aftur á móti því sem næst 100%. Tekið skal fram, að þessar tölur eru ekki nákvæmar, heldur er þeim einungis ætlað að gefa grófa mynd. 1.3. Bein liitun/óbein hitun. I inngangi þessarar greinar var þess getið, að tilraunir Orkustofnunar hefðu gefið fullnægjandi afloftun, jafnvel þótt bein hitun væri notuð. Með beinni hitun er átt við blöndun hitagjafa (jarð- gufu) og hitaþega (ferskvatns), sem að öðru jöfnu er hagkvæmasti kostur hit- unar. Það, sem ræður því, hvort afloft- un verður fullnægjandi eða ekki, þegar um beina hitun er að ræða, er magn óþéttanlegra gastegunda í jarðgufunni. Gufuhola H-3 var notuð við tilraunir Orkustofnunar. Hún er fremur grunn og gasinnihald í gufu minna en síðar reyndist í öðrum dýpri holurn, sem bor- aðar voru fyrir orkuverið. Gasinnihald í háþrýstigufu er margfalt rneira en í lág- þrýstigufu. Af þessum sökum varð það úr, að varmaorkuver 1 var látið nýta lágþrýstigufu til beinnar hitunar, en há- þrýstigufu til óbeinnar hitunar. 2. TÆKJABÚNAÐUR Tæki þau, sem til varmaskiptanna þarf, eru fremur einföld, eins og með- fylgjandi myndir bera með sér. Háþrýsti- og lágþrýstiskiljur eru síval- ir stálgeymar, þar sem gufu-jarðsjávar- blöndunni er komið á hringhreyfingu til aðskilnaðar. Forhitari er einnig stálgeymir. Köldu vatni er dælt gegnurn úðara í toppi geymisins en lágþrýstigufa kemur inn ttm stórt op neðarlega á belgnum. Upp- hituðu vatni er svo dælt frá geyminum gegnum pípu frá botni. Eftirhitari er af svokallaðri plötuhit- aragerð, þ.e. varmaskiptaflöturinn er myndaður úr stafla af riffluðum plötum með þéttingum á milli. Afloftari er sívalur geymir með úður- uni í toppi, líkt og forhitarinn, en hann er gildari og inniheldur plastfyllingu, sem eykur yfirborð vatnsins og hjálpar þannig til við afloftunina. Gufuhverfill er af svokallaðri Curtis- gerð, þ.e. hverfilhjól er með tveimur Mynd 3. Varmaorkuver 2. Tækjabúnaður í stöðvarhúsi i uppsetningu. Mynd 4. Varmaorkuver 2. Afloftunarturn. TÍMARIT VFÍ 1981 - 7

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.