Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 7
7. fundur 30. jan. 1981 var árshátíð félagsins haldin í Ártúni. Þar flutti Arnljótur Björnsson ávarp, Elísabet Erlingsdóttir eiginkona Atla Ásbergssonar, efnaverk- fræðings, söng einsöng, en Sigurður Þórðarson var for- söngvari að venju við ágætar undirtektir. Sören Langvad og frú Gunnvör komu gagngert á árshátíðina alla leið frá Kaupmannahöfn. Geri aðrir betur. Ragnar S. Halldórs- son, formaður, stýrði hátíðinni af sinni alkunnu rögg- semi. Árshátíðina sóttu 192 manns. 8. fundur 25. febr. 1981. Þar fluttu Ásbjörn Einarsson, Geir A. Gunnlaugsson og Ingjaldur Hannibalsson erindi um tengsl atvinnuveganna við Háskóla íslands. Ragnar S. Halldórsson stýrði fundi, en Óskar Maríusson var fundarritari. Fundinn sóttu 43 manns. Fundasókn var yfirleitt góð og tekinn hefur verið upp sá siður að greina frá efni funda í Fréttabréfi VFÍ. Fastanefndir félagsins eru þessar: !• Gjaldskrárnefnd VFÍ: Hún var skipuð á fundi aðalstjórn- ar 20/4 ’79 til aðalfundar 1981. Formaður: Sigurbjörn Guðmundsson, byggingaverkfr. Varaform.: Svavar Jónatans- son, byggingaverkfr. Frá byggingaverkfr.: Gunnar H. Gunn- arsson, Þór Aðalsteinsson og Eyvindur Valdimarsson til vara. Frá efnaverkfr.: Baldur Líndal, Jóhann Jakobsson og Ásbjörn Einarsson til vara. Frá rafmagnsverkfr.: Jóhann Indriðason, Sigurður G. Halldórsson og Gunnar Ámundason til vara. Frá vélaverkfr.: Kristján Flygenring, Einar Arnórs- son og Bárður Hafsteinsson til vara. Gjaldskrárnefnd hefur haldið 1 fund, en undirnefndir fleiri, á starfsárinu. Hún hefur enn ekki lokið við endurskoðun gjaldskrárinnar, en bráða- birgðabreyting var gerð á henni sem gefin hefur verið út með gildi frá 10. nóv. 1980. Enn fremur hefur Gjaldskrárnefnd samið almenna samningsskilmála um tækniráðgjöf, sem hafa yerið gefnir út til reynslu í eitt ár. 2- Kynningar- og ritnefnd: Hún var skipuð 20/4 ’79 og 12/4 ’80 til aðalfundar 1981 og 1982 þannig: Ölafur Jensson, formaður til aðalfundar 1981 Álda Möller — — — Páll Jensson — — — Sigurður Briem — — — Páll Lúðvíksson, ritstjóri — — 1982 Ríkharður Kristjánsson — — — Rúnar G. Sigmarsson — — — Hlutverk nefndarinnar er að vinna reglulega að kynningu á málefnum félagsins gagnvart almenningi, stjórnvöldum og fjölmiðlum í samráði við stjórnir félagsins og félagsdeilda. Einnig skal nefndin vinna að kynningu meðal félagsmanna og annarra á starfsemi Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands og á athyglisverðum tækninýjungum. Nefnd- ■n annast ritstjórn Tímarits VFÍ og Fréttabréfs VFÍ, en fram- kvæmdastjórn réði ritstjóra, sem á sæti í nefndinni. Erfið- le>kar hafa löngum verið á því að koma Tímariti VFÍ út á rétt- Um Ema og er svo enn. Nú eru enn ókomin 2 hefti af 65. árg. '980 vegna efnisskorts, þó er annað þeirra að verða tilbúið til Prentunar um þessar mundir. Nefndin hefur gefið út Frétta- bréf VFÍ allt árið, sem hefur mælst vel fyrir. Fréttabréfið kenrur út reglulega á 14 daga fresti, þó ekki um sumar- mánuðina og á stórhátíðum. Þess þarf að gæta, að útgáfa Fréttabréfsins dragi ekki úr möguleikum Tímaritsins svo að bæði nái að koma út reglulega. 3- Menntamálanefnd: Hún er skipuð eftirtöldum mönnum: Jóhannes Zoéga formaður til aðalfundar 1981, Pétur K. Maack til aðalfundar 1982 og Þorsteinn Helgason til vara. Haukur Pálmason til aðalfundar 1981 og Sigurður Briem til vara. Formaður var skipaður af aðalstjórn á fundi hennar 20/4 1979, en hinir voru kosnir á aðalfundi. Hlutverk Menntamálanefndar er að vinna að eflingu verkfræðilegrar og vísindalegrar þekkingar félagsmanna og vera stjórnum félags- ins til ráðuneytis um menntamál. Nefndin hefur haldið einn fund á starfsárinu. Mikilvægt er að nefndin fylgist reglulega með framgangi verkfræðimenntunar við Verkfræði- og raun- vísindadeild Háskóla íslands og skili skýrslu um það til stjórnar VFÍ. Er tímabært að það verði á þessu ári og síðan árlega, enda kveða lög félagsins á um að svo skuli gert. Einnig eru verkefni framundan við að vinna að eftirmenntun verk- fræðinga í samráði við Verkfræði- og raunvísindadeild HÍ. 4. Gerðardómur VFÍ. Formaður gerðardómsins er dr. Gaukur Jörundsson, prófessor. Fyrsti varaformaður er Sigurður Líndal, prófessor, og annar varaformaður er Ólafur St. Sigurðsson, héraðsdómari. Stjórn VFÍ skipar 2 meðdóm- endur hverju sinni eftir málsatvikum. Einu máli var skotið til Gerðardómsins á liðnu starfsári, ágreiningi milli Guðjóns ísbergs verktaka og Blönduóshrepps. Dómur var kveðinn upp í málinu í júní 1980. Ekkert mál er nú fyrir dómnum. Stjórnskipaðar nefndir: 1. Nefnd lil að athuga lóð undi Verkfræðingahús. Skipuð 26/3 og 2/4 1976. Vífill Oddsson, formaður, Guðmundur Einarsson, Ragnar S. Halldórsson og Stanley Pálsson. Nefndin skilaði áliti í byrjun júní 1976 og var henni falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir aðalstjórn frekari tillögur um gerð Verkfræðingahúss og ráðningu arkitekts til þess að gera frumteikningar. Á aðalstjórnarfundi 28/6 1980 skýrði Loftur Al. Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyris- sjóðs VFÍ frá því, að lífeyrissjóðurinn hefði hug á að eiga hlut í Verkfræðingahúsi skv. nánara samkomulagi. Af þessu tilefni þótti rétt að endurskipuleggja nefndina. Hún var því leyst frá störfum með þökk fyrir vel unnin störf, en í hennar stað var skipað nýtt húsráð. 2. Húsráð er skipað eftirtöldum mönnum: Ragnar S. Halldórsson, formaður Loftur Al. Þorsteinsson, Vífill Odds- son. Húsráð tók við störfum gömlu nefndarinnar og á m.a. að gera tillögu um eignaskipti í Verkfræðingahúsi milli VFÍ, LVFÍ og e.t.v. fleiri aðila. 3. Nefnd til þess að semja umsögn með ábendingum og tillögum, sem að gagni mættu koma við endurskoðun laga um skipan opinberra framkvæmda. Skipuð 29/7 1976 og 14/4 1977. Guðmundur Einarsson, formaður, Guðmundur Gunnarsson og Skúli Guðmundsson, Baldur Jóhannesson og Páll Hannesson. Nefndin hefur haldið marga fundi og aflað upplýsinga frá öðrum aðilum. Skýrslu um nefndarstörfin og álit nefndarinnar er nú lokið og var lögð fram á stjórnarfundi 9/3 ’81. Hún verður send fjármálaráðuneytinu og kynnt fjöl- miðlum. 4. Fulltrúar VFÍ í samstarfsnefnd Arkitektafélags íslands, Tæknifræðingafélags íslands og Verkfræðingafélags íslands. Skipaðir 24/3 1970. Birgir Frímannsson, Halldór Jónsson og Vífill Oddsson. Fulltrúar TVÍ eru: Ásgeir Höskuldsson, Helgi Gunnarsson og Stefán Guðjohnsen. Fulltrúar AÍ eru: Geirharður Þorsteinsson, Guðrún Jóns- dóttir og Vilhjálmur Hjálnrarsson. Nefndin hefur ekki starfað svo vitað sé árum saman. Fulltrúar VFÍ í nefndum og öðrum samtökum: 1. Alþjóða orkumálaráðstefna, AOR: Skipaðir 10/11 ’78 til tveggja ára: Þóroddur Th. Sigurðsson, Andrés Svanbjörns- son til vara. TÍMARIT VFÍ 1981 — 19

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.