Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 8
2. Alþjóðanefndin um stórar stíflur, ANSS: Skipaðir 10/1 ’79 til tveggja ára: Pálmi R. Pálmason, Pétur Stefánsson til vara. 3. Norrænn byggingardagur: Óttar P. Halldórsson til ótiltekins tíma. 4. Bandalag háskólamanna: Sigurður Þórðarson, Helgi Hallgrímsson, Hreinn Frímannsson, Óttar P. Halldórsson, Stefán Hermannsson, Örn Ingvarsson. Varamenn: Jóhannes Guðmundsson, Jón Rögnvaldsson, Kristján Jónsson, Trausti Eiríksson, Þorvarður Jónsson, Örn Steinar Sigurðsson. 5. Landsnefnd FEANl: Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri VFÍ og tilsvarandi menn frá Tækni- fræðingafélagi íslands. Helstu mál, sem stjórnin hefur fjallað um á starfsárinu: 1. Á fundi framkvæmdastjórnar VFÍ 31/3 1980 var ákveðið að taka dráttarvexti af félagsgjöldum 1980, sem ekki greiddust fyrir 5. júlí 1980, og reikna þá frá 1. apríl skv. auglýsingu Seðlabankans. Þetta var nauðsynlegt vegna hinnar miklu verðbólgu í landinu. Sams konar ákvörðun var einnig tekin árið 1979. Margir félagsmenn hafa gert upp vanskil með dráttarvöxtum og vonandi verður þetta til þess að færri lenda í vanskilum en áður. Hinu er ekki að leyna, að ýmsum finnst hart aðgöngu að greiða slíka vexti. Því miður er engin önnur leið tiltæk til að tryggja, að eitt gangi yfir félagsmenn alla og að þeim skilvísu, sem ávallt eru í miklum meirihluta, sé ekki refsað fyrir skilvísina með því að sleppa öðrum betur við skyldur sínar við félagið og verkfræðingastéttina. 2. Á fundum stjórnar VFÍ um vorið 1980 bar oft á góma nauðsyn þess að móta raunhæfa stefnu í orkunýtingarmálum og setja hana fram á ráðstefnu um orkunýtingarmál. Á fundi framkvæmdastjórnar 29/5 1980 var samþykkt að formaður ræddi við Sveinbjörn Björnsson um að taka að sér for- mennsku i undirbúningsnefndinni. Aðrir í nefndinni eru Guðmundur Einarsson, Jóhann Már Maríusson, Jónas Matthíasson, Karl Ómar Jónsson, Karl Ragnars og Sigurður Briem. í ljós kom, þegar nefndin tók til starfa, að margir aðilar höfðu hug á að halda orkuráðstefnu og olli það trufl- unum á starfi nefndarinnar, sem ætlaði að halda orkuráð- stefnu VFÍ haustið 1980. Nú er ætlunin að halda ráðstefnuna 13., 14. og 15. maí í félagi við Samband íslenskra rafveitna, Rannsóknaráð ríkisins, iðnaðarráðuneytið, Orkustofnun, Samband ísl. hitaveitna og olíufélögin. Þessi ráðstefna fær nafnið Orkuþing 1981. 3. Á fundi framkvæmdastórnar 29/5 1980 var rætt um fréttir af hugmyndum áhugamanna undir forystu þjóðminja- varðar um stofnun Tæknisafns, er vera skyldi til húsa nálægt Árbæjarsafni. Félagið skrifaði þjóðminjaverði af þessu tilefni og óskaði eftir að fá að fylgjast með framvindu þessa máls, en síðan hefur ekkert til þess spurst. 4. Laugardaginn 28. júní 1980 hélt aðalstjórn VFÍ ný- útskrifuðum verkfræðingum frá Háskóla íslands síðdegishóf í skrifstofu félagsins eins og venja hefur verið undanfarin ár. Formaður ávarpaði hina nýju verkfræðinga, bauð þá vel- komna í verkfræðiingastéttina og árnaði þeim allra heilla. 5. Á fundi framkvæmdastjórnar VFÍ 28/7 1980 skipaði stjórnin þá Óskar Maríusson, Guðmund Halldórsson og Kristján Flygenring í nefnd til að athuga faglega málefni Brunamálastofnunar ríkisins og hvort hún gæti með því starfsliði, sem hún hefði, leyst af hendi á viðhlítandi hátt öll þau verkefni sem lög og reglugerðir um stofnunina ákvæðu. Nefndin skilaði áliti 12/9 1980 og ákvað stjórnin að senda það brunamálastjóra og hlutaðeigandi ráðuneyti, með áskorun um að Brunamálastofnun ríkisins fái aðstöðu til að gegna hlutverki sínu skv. lögum á viðhlítandi hátt. 6. Dagana 22.-23. ágúst 1980 var haldinn sameiginlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra norrænu verk- fræðingafélaganna, NIM-1980 í boði Sverige Civilingenjörs- förbund í Stokkhólmi. Formaður og framkvæmdastjóri VFÍ fóru á fundinn ásamt konum. Á dagskrá fundarins var m.a.: félagsmál verkfræðinga — félagatala — atvinnumál — félags- starfsemi — stefnumörkun — tækni og samfélag — mennta- mál — alþjóðleg málefni verkfræðinga og FEANI. Farið var um skerjagarðinn í skoðunarferð og var fundurinn bæði gagnlegur og ánægjulegur. Næsti fundur, NIM-1981, verður í Danmörku. 7. Á fundi aðalstjórnar VFÍ 22/9 1980 var tekin til með- ferðar tillaga húsráðs um að efna til samkeppni um hönnun Verkfræðingahúss. Arkitektafélag íslands hafði þá lýst sig reiðubúið til að tilnefna 2 menn í dómnefnd en VFÍ tilnefnir 3 menn, þar af 1 arkitekt. I dómnefndina voru síðan skip- aðir: Bárður Daníelsson, verkfr. og arkitekt, sem nefndin kaus formann, Ragnar S. Halldórsson, verkfr., Loftur Al. Þorsteinsson, verkfr., Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Knútur Jeppesen arkitekt. Auk dómnefndarinnar skipaði stjórn AÍ Gylfa Guðjónsson, arkitekt, trúnaðarmann nefndarinnar, en stjórn VFÍ Vífil Oddsson, verkfr., ritara hennar. Dómnefndin hefur gengið að mestu frá útboðs- gögnum, sem verða send út strax og lóð undir Verkfræðinga- hús er fengin, væntanlega í Kringlubæ á horni E og F götu. Gert er ráð fyrir að samkeppnin kosti 60.000 — 80.000 kr. Að fengnum niðurstöðum dómnefndarinnar um tillögurnar mun stjórnin leita álits félagsmanna á því hvort ráðist skuli í byggingu Verkfræðingahúss, áratuga hugsjónamáls verk- fræðinga, eða hætt við allt saman. 8. Á fundi framkvæmdastjórnar VFÍ 1/12 1980 var rætt um árgjald félagsmanna til Bandalags háskólamanna og á aðalstjórnarfundi 8/12 1980 var ákveðið að KVFÍ, FRV og SV skipi hvert sinn fulltrúa í nefnd til að semja greinargerð ásamt framkvæmdastjóra VFÍ um kosti og ókosti þess að vera í BHM. í nefndina völdust: Ólafur Jensson, af hálfu KVFÍ, Sigþór Jóhannesson af hálfu FRV og Halldór Hannesson af hálfu SV auk Hinriks Guðmundssonar framkvæmdastjóra VFÍ. 9. Á fundi framkvæmdastjórnar FVÍ 1/12 1980 var fjall- að um frumvarp til laga um vitamál og ákveðið að leita álits þeirra Bergsteins Gizurarsonar og Eggerts Steinsens á því. Enn fremur var fjallað um frumvarp til laga um orkumál og Jarðboranir ríkisins og ákveðið að vísa þeim til umsagnar orkunefndar félagsins. Umsagnir um frumvörpin hafa ekki borist enn. 10. Á fundi framkvæmdastjórnar 22/12 1980 var ákveðið að endurnýja hóptryggingarsamning félagsins við Andvöku fyrir tímabilið 1/9 ’80 — 31/8 1981. Þátttakendur í hóp- tryggingunni eru um 45 og ársiðgjaldið 2700 kr. 11. Á fundi aðalstjórnar 8/12 1980 var fjallað um bréf dags. 3/12 ’80 frá nefnd, sem félagsmálaráðherra skipaði 26/3 1980 til að endurskoða reglugerð um brunavarnir og bruna- mál. Þessu máli var vísað til þeirra Óskars Maríussonar, Guðmundar Halldórssonar og Kristjáns Flygenrings til athug- unar og tillögugerðar. Þeir skiluðu áliti sínu 12/1 ’81 með athugasemdum, ábendingum og breytingartillögum sem stjórnin samþykkti að senda félagsmálaráðuneytinu. 12. Á fundi aðalstjórnar VFÍ 12/1 ’81 var lögð fram tillaga til þingsályktunar um kennslu í útvegsfræðum við Háskóla íslands og samþykkt að fagna þeirri tillögu í bréfi til Alþingis. Enn fremur var lagt fram frumvarp til laga um flugmálaáætlun og því vísað til umsagnar þeirra Leifs Magnússonar, Grétars Óskarssonar og Þorsteins Þorsteins- 20 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.