Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1981, Blaðsíða 10
Jón Skúlason: Athugun á silti í þríásatæki 1. LISTI YFIR TÁKN e Pórutala £ Lóðrétt samþjöppun(%) n Holrýmd (%) a Heildarspenna a' Virk spenna a[ Virk lóðrétt spenna ct3' Virk Iárétt spenna t Skerspenna w Raki (%) y Rúmþyngd ys Kornarúmþyngd gd Þurr rúmþyngd cp Viðnámshorn (°) su Óafvatnaður skerstyrkur 2. INNGANGLJR Athuganir á stæðni silts byggja á mælingum á skerstyrk efnisins sem er oftast ákvarðaður með þríásatæki. Við skipulagningu prófa er tekið mið af niðurstöðum fyrri rannsókna. Slík við- miðun er einnig notuð til að meta að hve miklu leyti próf eru í samræmi við fyrri athuganir. Á þann hátt er oft hægt að flýta fyrir niðurstöðum rannsókna, auka líkur á að þær séu marktækar og fækka prófum. Undanfarin ár hafa athuganir á skerstyrk silts byggst á þríásaprófum án afvötnunar (undrained). Iðulega hafa verið uppi efasemdir um að rétt sé að nota þessi próf svo til eingöngu. Er því æskilegt að líta til baka og sjá hvað hefur áunnist og hvort rétt væri að breyta um aðferðir og þá gera tillögu um þær. Vegagerð ríkisins óskaði eftir við Almennu verkfræðistofuna að hún at- hugaði þessi alriði. Var i framhaldi af því reynt að hafa upp á niðurstöðum allra mælinga á skerstyrk íslensks silts. Hefur verið unnið úr þessum rannsókn- um og er gerð grein fyrir helstu niður- stöðum í |2|. í þessari grein er ætlunin að taka saman úrdrátt úr áðurnefndri greinargerð. Rannsóknasvæðin eru sýnd á mynd 1, en yfirlit yfir efnis- flokka, fjölda og gerð prófa á töflu 1. 3. PRÓF Þegar skerstyrkur er mældur eru einnig ákvarðaðir ýmsir almennir eigin- leikar efnisins. í eftirfarandi verður gerð grein fyrir þessum almennu próf- um: einásaprófi, kónprófi og þríása- prófi. 3.1. Almenn próf Kornadreifing: Kornadreifing sands er fundin með sigtun. Dreifing korna fínni en 0.074 mm er ákvörðuð með hydrometer. Rúmþyngd Fundið hlutfall þyngdar sýnis og rúm- máls þess. Kornarúmþyngd: Fundin eðlisþyngd efniskorna i pyknometer. Raki: Fundið þyngdarhlutfall vatns í sýni og þurrs efnis eftir þurrkun við 110° C. Jón Skúlason lauk prófi í byggingaverk- frœði frá NTH í Þrándheimi 1966. Verkfrœðingur hjá Vegagerð ríkisins 1966-1967, hjá Norges Geotekniske Institut 1967-1971, hjá Verkfræðistofu dr. Gunnars Sigurðssonar 1971-1972, hjá Vegagerð ríkisins 1972-1978 og hjá Almennu verkfræðistofunni frá 1978. Flæðimark: (Liquid limit Wp) Á efni fínna en sigti 40 er ákvarðaður mesti raki sem hrært efnið er ennþá þjált við. Tilraunin er gerð samkvæmt ASTM D 423. Þjálnimark (Plastic limit Wp) í efni fínna en sigti 40 er ákvarðaður lægsti raki sem hrært efni er ennþá þjált við. Tilraunin er gerð samkvæmt ASTM D 424. Þjálni: Ip(Plasticity index) Þjálni efnis er mismunur á flæði- marki og þjálnimarki þess. 3.2 Einása próf. Skorinn er til um 10 cm hár bútur af óhreyfðu sýni. Álag er sett á endafleti og aukið með jöfnum; hraða til brots en Mynd /. Yfirlitsmynd. RANNSOKN ASVtE-ÐI 22 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.